Vandræði með að kveikja á Toshiba fartölvu.
Sent: Mán 06. Jún 2005 13:39
Sælir.
Svo standa mál að fartölvan mín, Toshiba Satellite 1710CDS, vill ekki kveikja á sér. Ég ræsti hana í dag eftir að hafa ekki notað hana í 3-4 mánuði og ekkert virkar.
Þegar ég kveikti á tölvunni byrjaði hún á því að keyra scandisk og endurræsti sig svo. Hún kemst inn í formið þar sem hún segir að windows sé að ræsa sig, þ.e. svartur skjár, windows XP merkið og biðlína. Eftir það kemur svartur skjár og svo endurræsir hún sig. Ég prufaði að slökkva á henni þegar XP merkið kom og næst þegar ég kveikti á henni bauð tölvan mér að ræsa í Safe mode. Ég prufaði það en það skilaði sama árangri. Er einhver með mögulega skýringu á þessu og/eða hugsanlega lausn á vanda mínum?
Svo standa mál að fartölvan mín, Toshiba Satellite 1710CDS, vill ekki kveikja á sér. Ég ræsti hana í dag eftir að hafa ekki notað hana í 3-4 mánuði og ekkert virkar.
Þegar ég kveikti á tölvunni byrjaði hún á því að keyra scandisk og endurræsti sig svo. Hún kemst inn í formið þar sem hún segir að windows sé að ræsa sig, þ.e. svartur skjár, windows XP merkið og biðlína. Eftir það kemur svartur skjár og svo endurræsir hún sig. Ég prufaði að slökkva á henni þegar XP merkið kom og næst þegar ég kveikti á henni bauð tölvan mér að ræsa í Safe mode. Ég prufaði það en það skilaði sama árangri. Er einhver með mögulega skýringu á þessu og/eða hugsanlega lausn á vanda mínum?