Síða 1 af 1
Barnadót
Sent: Mið 11. Nóv 2020 09:15
af JapaneseSlipper
Þar sem líður að því að ég er að verða pabbi í fyrsta skipti og er að reyna að átta mig á þessum frumskógi af dóti sem þarf að kaupa. Allir að segja að þetta sé best og þetta sé nauðsynlegt. Þá langaði mér að fá að vita hvað pöbbunum hérna fannst nauðsynlegt að kaupa og hvað sé betra/verra í þeim flokkum
Re: Barnadót
Sent: Mið 11. Nóv 2020 09:39
af jonsig
Stóru fötin sem þú kaupir verða of lítil eftir mánuð. Kaupa færri föt og duglegur á þvottavélinni bara.
Re: Barnadót
Sent: Mið 11. Nóv 2020 09:41
af Uncredible
Sæll, ég er sjálfur ný orðinn pabbi.
Þú þarft ekki barnadót strax. Það er ekki fyrr en í kringum 4 mánaða sem þau fara veita þeim einhverja athygli og þá aðalega til að troða þeim uppí munninn á sér.
Það er samt gott að eiga einhverja litríka naghluti snemma, en þú þarft kannski bara 3 hluti.
Jonsig "Stóru fötin sem þú kaupir verða of lítil eftir mánuð. Kaupa færri föt og duglegur á þvottavélinni bara."
Þetta er mjög gott tip frá jonsig.
Re: Barnadót
Sent: Mið 11. Nóv 2020 09:59
af vesi
Vertu duglegur á fb (haugur af sölu/gefins) ættingjar/vinir að fá
Föt og hluti. Krakkanum er allveg sama þó þetta sé notað og margir með
Kassa af fötum/dóti sem átti að fara en gleymdist.
Þetta kostar allt.
Auðvitað er alltaf eithvað sem maður vill kaupa nýtt, en margt
sem et allveg jafn gott þó það sé komin reynsla
Re: Barnadót
Sent: Mið 11. Nóv 2020 10:18
af blitz
IKEA er vinur þinn fyrir eiginlega allt nema fatnað.
Re: Barnadót
Sent: Mið 11. Nóv 2020 10:19
af ABss
Kaupa/eignast notað. Það er til svo gríðarlegt magn af fötum, dóti og öðrum búnaði sem er í toppstandi og fæst fyrir brot af því sem þetta kostar nýtt. Við hjónin höfum haldið kaupum á nýjum barnavörum í algjöru lágmarki. Þú ert án efa að gera ættingja, vini eða samstarfsaðila greiða með því að losa þá við ruslið úr geymslunni.
Að því sögðu, mæli með Mountain Buggy eða svoleiðis kerrum. Stór og mjúk dekk gera göngutúrana skemmtilegri, þú getur farið fleiri leiðir án teljandi vandræða. Krakkinn sefur væntanlega aldrei betur en á temmilega grófum malarslóða.
Þú kemur alltaf til með að þurfa að taka á honum stóra þínum að drösla öllu þessu rusli sem fylgir, sérstaklega fyrstu mánuðina, með þér útum allt. Ég geri ráð fyrir að þú eigir bíl, en ef hann er í minni kantinum, fáðu þér toppbox. Það að barnavagn geti tekið við bílstól er snilld. Hafa þetta svolítið modular og geta kubbað dótinu saman án teljandi vandræða er snilld.
Einnig, passið ykkur á FB hópum nýbakaðra foreldra. Mér hefur sýnst þeir vera suðupottur hysteríu og tryllings. Reynið frekar að hvíla ykkur og slaka á en að láta fólk á FB dæla yfir ykkur öllum mögulegum og ómögulegum áhyggjum.
Re: Barnadót
Sent: Mið 11. Nóv 2020 10:27
af Dr3dinn
Í fyrsta lagi innilega til hamingju og velkominn í hópinn.
Allt fyrstu 6 mánuðina = gefins, notað / keypt ódýrt erlendis. (FÖT)
Barnið vex upp úr þessu á 0.1sec
Dótið í byrjun skiptir voðalega litlu máli, barnateppi (með svona dóti fyrir ofan barnið) og 2-3 bangsar eru örugglega bara nóg.... mörg börn hafa meira gaman af skeiðum en alvöru dóti og það getur verið 2klst skemmtun sem dæmi!
-2000kr gírafinn endist lengi sem allir kaupa.
Sparað í dóti / fötum = kaupa góða kerru og 20-30þ barnarúm í ikea
(eða notað) - ekki taka léttasta rúmið, þá endist barnið lengur í því - 30mánuðir komnir úr 30þ ikea rúminu hjá mér....
Þarft ekki nýjan bíll fyrstu mánuðina...barnið er bara fast heima og þarf ekkert svo mikið
-pláss fyrir kerruna i skotinu er samt must...svo dugar aftursætið...
Ég stækkaði bílamálin þegar barnið var tveggja ára sem dæmi!
Re: Barnadót
Sent: Mið 11. Nóv 2020 10:36
af raggzn
Sammála mörgu sem hefur verið sagt
- Modular kerru er mjög gott að hafa
- Hægindastóll, inní herbergi barnsins eða að minnsta kosti nálægt (sé mjög eftir að hafa ekki bjargað bakinu mínu með eitt stk stól)
- Kallast Hreiður, það er svona dýna með veggjum í kring sem andar rosa vel og getur haft það allstaðar uppí sófa og rúmi, mjög þægilegt (amk kosti fannst okkur þetta snilld)
https://fifa.is/product/cocoon/
- Ekki kaupa allt, kaupa bara þegar barnið er komið í heiminn og helstu gjafamómentinn eru búin (babyshower, sængurgjöf, skírnargjöf osfr), sér maður hvað vantar. Fólk í kringum mann fer yfirum í gjafakaupum.
- Ég mæli með amk kosti stationbíl í kringum 1 árs aldurinn, en ég meina kannski bara hvað maður sættir sig við. Fannst amk gott að hafa hann á ferðlagi í sumar.
Re: Barnadót
Sent: Mið 11. Nóv 2020 10:42
af GullMoli
Multi purpose barnavagn: Baby Jogger City Elite. Getur keypt þá notaða á í kringum 50þús, mismunandi hvað fylgir með.
Ótrúlega þægilegur og stór dekk, hægt að læsa framdekkinu svo það vísi alltaf beint áfram (ef þú vilt skokka), pakkast saman með einu handtaki, froða í dekkjunum svo þau springa aldrei.
Á þetta geturðu fengið vagnstykki/burðarrúm og svo fylgir sennilegast millistykki til að festa bílstól líka (eða breytistykki fyrir aðra en Baby Jogger bílstóla). Getur verið þægilegt á fyrstu árunum/mánuðum að taka barnabílstólinn beint úr og á kerruna ef farið er að versla eða í heimsókn.
Bílstólar hafa ákveðinn endingartíma, ágætt að hafa í huga ef verslað er notað.
Barnaloppan í skeifunni fyrir notuð föt og annað.
Re: Barnadót
Sent: Mið 11. Nóv 2020 10:43
af Jón Ragnar
Baby Bjorn er must að mínu mati. Börn eru oft fuzzy og ómöguleg vegna bakflæðis. Þá finnst þeim gott að vera upprétt.
Hreiður til að láta barnið sofa á milli/uppí sófa og annað.
Föt í stærð 50 ef það mun verða lítið við fæðingu. Helst galla sem fara ekki yfir haus og eru með rennilás. Lillelamb gallar eru MVP þar
Góður barnavagn eins og Buggaboo sem er ógeðslega þæginlegur til að labba með. Barnið má fara út í göngutúr og sofa úti þegar það er farið að þyngjast.
Maxicosi bílstóll og base er þæginlegur líka. Léttur og öruggur
Nóg af taubleyjum. Þá meina ég nóg af þeim
Re: Barnadót
Sent: Mið 11. Nóv 2020 10:49
af ZoRzEr
Sammála öllu hér að ofan og sérstaklega þessu:
Jón Ragnar skrifaði:Nóg af taubleyjum. Þá meina ég nóg af þeim
Góðan vagn
Samfellur með smellum sem fara ekki yfir haus eru þægilegar
Hreiður er must
Re: Barnadót
Sent: Mið 11. Nóv 2020 12:24
af Pandemic
Sammála flestu hér að ofan og þá sérstaklega með notaða dótið. Vinir/ættingjar eru oftast fegin að losna við föt og annað dót úr geymslunum hjá sér.
Við notuðum brjóstargjafapúða mjög mikið í svipuðum tilgangi og hreiður sem raggzn minntist á.
Annað sem við notum mikið er monitor og þá skiptir máli að kaupa ekki neitt fansý með einhverjum hjartsláttarmæli/myndavél sem er að mínu mati pointless. Við fengum gefins
þennan og hann er lítill og meðfærilegur og geggjaða batterýsendingu.
Re: Barnadót
Sent: Mið 11. Nóv 2020 13:18
af Dóri S.
Barnavagnar endast lengi, reyndu að finna notaðan gæða barnavagn.
Re: Barnadót
Sent: Mið 11. Nóv 2020 20:07
af JapaneseSlipper
Takk kærlega fyrir, þetta var einmitt það sem ég var að leita af.
Re: Barnadót
Sent: Mið 11. Nóv 2020 22:57
af dori
Þú þarft miklu minna drasl en þú heldur. Ekki kaupa það sem þú heldur að þú þurfir eða taka við öllu notaða dótinu sem fólki dettur í hug að dömpa á þig. Öll börn eru mismunandi og foreldrar eru líka mismunandi og þið finnið kerfi sem virkar fyrir ykkur.
Ég myndi byrja með frekar lítið og kaupa/redda svo bara þegar þú þarft. Barnadót tekur ógeðslega mikið pláss.