Síða 1 af 2
GPU vertical mount - Talsvert betra hitastig
Sent: Fös 06. Nóv 2020 07:17
af Templar
GPU Vertical mount. Idle temp lækkaði um 10C+, sustained boost fór frá 1800MHz+ upp í 1935MHz gott sem allan tímann með einstaka stökki í 1960MHz, ekkert OC.
Mæli með þessu.
Re: GPU vertical mount - Talsvert betra hitastig
Sent: Fös 06. Nóv 2020 08:34
af McBain
Hvar keypirðu mountið?
Re: GPU vertical mount - Talsvert betra hitastig
Sent: Fös 06. Nóv 2020 08:47
af DaRKSTaR
var að spá í að fá mér mount, bara áhyggjur af því að ég þurfi support bracket svo kortið halli ekki.
sá fyrir mér að henda svo 2x 8 pin rgb köplum á kortið til að gera þetta fancy.
Re: GPU vertical mount - Talsvert betra hitastig
Sent: Fös 06. Nóv 2020 11:45
af Alfa
Þetta er ekki mín reynsla, er reyndar alls ekki með svona vel ventaðan kassa eins og þú, 6 viftur að blása inn flestar í kringum GPU hjá þér. Hjá mér munar þetta um 2-4 gráðum í plús. Er með Cablemod vertical GPU mount sem er miklu betra en flest sem fylgja kössum, því þau eru oft svo nálægt glugganum og lítið pláss.
Segjandi það þá er ég samt með það því það er svo pretty, lítið vandmál þó kortið sé ~2-4 gr heitara.
Re: GPU vertical mount - Talsvert betra hitastig
Sent: Fös 06. Nóv 2020 13:02
af Templar
Þetta er Phantek GPU mount frá Amazon, keypti ekki Cable Mod því samkvæmt lýsingu varð ég að nota auka snúrur til að tengja milli skjásnúru og korts.
Þetta er mjög passlega á milli glers og móðurborðs, líklega eru það vifturnar að neðan sem gera mest við þetta vertical mount, engin hitapollur við móðurborðið, líka minnkaði hitinn á M2 disknum beint fyrir neðan efsta PCIe slottið um líka 10C+. Átti sjálfur ekki von á svona tölum, gaf mér að ég myndi kæla betur en ekki svona mikið en mikilvægt að vita að þetta gerir ekki neitt og jafnvel verra ef menn eru ekki með viftur að neðan, í það minnsta mjög gott flæði á lofti í kassanum.
Vifturnar eru Noctua NF-A12 PWM.
Re: GPU vertical mount - Talsvert betra hitastig
Sent: Fös 06. Nóv 2020 13:29
af Alfa
Templar skrifaði:Þetta er Phantek GPU mount frá Amazon, keypti ekki Cable Mod því samkvæmt lýsingu varð ég að nota auka snúrur til að tengja milli skjásnúru og korts.
Þetta er mjög passlega á milli glers og móðurborðs,
Ég fékk einmitt L snúrur til að tengja inn í skjákortið með frá Cablemod, þær eru hundleiðinlegar af því að þær eru eiginlega bara fastar þarna aftan á og ef maður ætlar að fara með vélina eitthvað hanga þær bara aftan úr þangað til maður tengir hana aftur við skjá. Cablemod bracket færir kortið lika framar í kassann svo ef maður er með lítið pláss eins og ég í NZXT 500i þá fer maður að vera tæpur með kort yfir 315mm. Er einmitt að fá MSI 3080 sem er 323mm og þarf eitthvað að skítmixa það, huganlega fara í 15mm viftur að framan. :/
NZXT 500i er einmitt með hugsað fyrir vertical mount í kassanum en það er allt allt of nálægt glugganum og kortið hjá mér fór bara að ofhitna á fyrstu mín í einhver notkun, Cablemod mountið færir það allavega nær móðurborði og frá glugganum. Ég undervolta kortið einnig til að halda því undir 75gr. Það er pottþétt hægt að undervolta 3090 hjá þér til að minnka rafmagnsnotkun ef þess þarf.
Re: GPU vertical mount - Talsvert betra hitastig
Sent: Fös 06. Nóv 2020 14:14
af Penguin6
Ég fékk mér cablemod er mjög sáttur með það. Einmitt eins og hjá þér dropaði hitastigið á skjákortinu um 10c
- talva.jpg (290.1 KiB) Skoðað 1656 sinnum
Re: GPU vertical mount - Talsvert betra hitastig
Sent: Fös 06. Nóv 2020 14:31
af Templar
Þarftu ekki að nota auka kapaltengi með vertical moutinu frá cablemod? Get ég fengið mynd að aftan þar sem að kaplarnir fara í GPUið. Cablemod mountið leyfir einmitt besta airflow að neðan, Phantek næst best, Lian Li sökkar og sömuleiðis margir aðrir.
Re: GPU vertical mount - Talsvert betra hitastig
Sent: Fös 06. Nóv 2020 14:32
af Templar
Viðbót: Hélt einmitt að flestir myndu græða á þessu því þá leikur loft við bakplötuna á kortinu ásamt því að hitapollurinn undir PCIe slottinu hverfur. Ertu ekki örugglega búinn að uppfæra BIOSið á kortinu? Mun hljóðlátara eftir uppfærslu.
Re: GPU vertical mount - Talsvert betra hitastig
Sent: Fös 06. Nóv 2020 14:53
af Penguin6
Það fylgja með 2kaplar dp eða HDMI sem passa í gegnum raufarnar pantar mountið með 2 köplum sem henta þer
Re: GPU vertical mount - Talsvert betra hitastig
Sent: Fös 06. Nóv 2020 17:51
af DaRKSTaR
ertu með support undir kortinu sem sést ekki á myndinni?, var einmitt búin að sjá svona en ég er með lian li o11 xl þannig að kortið er töluvert hærra uppi eða er bracket eitt og sér að ná að halda kortinu beinu?
var einmitt búinn að skoða lian li bracket og sá myndir að það hallar geðveikt mikið
Re: GPU vertical mount - Talsvert betra hitastig
Sent: Fös 06. Nóv 2020 18:15
af McBain
Vitið þið um einhver sem er að selja slíkt á Íslandi ?
Re: GPU vertical mount - Talsvert betra hitastig
Sent: Fös 06. Nóv 2020 18:37
af Templar
Dark. Ekkert support, þarf ekki því að ég skrúfa kortið á topinn sem er nógu stífur, er skrúfaður ytra megin og í slotti hinum megin, ekkert sag og bara að virka mjög vel.
Re: GPU vertical mount - Talsvert betra hitastig
Sent: Fös 06. Nóv 2020 18:57
af Alfa
Hér má sjá Cablemod vertical Mount í NZXT 500i og 2080 Duke.
Nota reyndar bara annann L kapalinn, get alveg komist af með venjulega en þarf aðeins að þvinga raufarnar að aftan út. Lítið mál að beygja til baka. GPU helst alveg beint, en þetta kort er reyndar bara 1100gr, vs 1500gr+ sem mörg eru.
Re: GPU vertical mount - Talsvert betra hitastig
Sent: Fös 06. Nóv 2020 19:04
af Alfa
Templar skrifaði:Þarftu ekki að nota auka kapaltengi með vertical moutinu frá cablemod? Get ég fengið mynd að aftan þar sem að kaplarnir fara í GPUið. Cablemod mountið leyfir einmitt besta airflow að neðan, Phantek næst best, Lian Li sökkar og sömuleiðis margir aðrir.
https://www.youtube.com/watch?v=hYMb5hd ... regSalazar
Þessi sýnir ágætlega kaplana og með þá setta plug-aða !
Re: GPU vertical mount - Talsvert betra hitastig
Sent: Fös 06. Nóv 2020 20:37
af jonsig
Monnt rassgat
!
Re: GPU vertical mount - Talsvert betra hitastig
Sent: Fös 06. Nóv 2020 20:45
af Templar
Jonisg, bara upgrade á Vega og join the club, hættu þessu væli
Re: GPU vertical mount - Talsvert betra hitastig
Sent: Fös 06. Nóv 2020 21:07
af jonsig
Templar skrifaði:Jonisg, bara upgrade á Vega og join the club, hættu þessu væli
Ætli ég verði ekki í rauða liðinu áfram. Nvidia =
Re: GPU vertical mount - Talsvert betra hitastig
Sent: Fös 06. Nóv 2020 21:15
af Templar
Þetta er allt flott Jonsig, bara vinna aðeins meira, kvarta minna og njóta meira. Neytandinn vinnur.
Re: GPU vertical mount - Talsvert betra hitastig
Sent: Lau 07. Nóv 2020 07:53
af Gislos
Ætla að monta mig líka
Hitinn hækkaði hjá mér um 2 gráður
er með 2stk 200mm á botninum og 2stk 140mm noctua á toppnum.
En mér er alveg sama finnst þetta miklu flottara.
Re: GPU vertical mount - Talsvert betra hitastig
Sent: Lau 07. Nóv 2020 11:20
af jonsig
Gislos skrifaði:Ætla að monta mig líka
Hitinn hækkaði hjá mér um 2 gráður
er með 2stk 200mm á botninum og 2stk 140mm noctua á toppnum.
En mér er alveg sama finnst þetta miklu flottara.
Ég skal hætta að jóka. Ég virðist hafa móðgað heilu línuna.
Re: GPU vertical mount - Talsvert betra hitastig
Sent: Lau 07. Nóv 2020 12:49
af Gislos
Nei nei höfum gaman af þessu.
Re: GPU vertical mount - Talsvert betra hitastig
Sent: Lau 07. Nóv 2020 17:37
af Bourne
Ég tók þessu kommenti hjá jonsig sem augljósu gríni en hann virðist hafa hitt á einhverja auma taug
Annars áður en allir hlaupa út að græja vertical mount þá er það mín reynsla það sé verra en ekki betra í langflestum tilfellum og yfirleitt meira uppá lúkkið.
Re: GPU vertical mount - Talsvert betra hitastig
Sent: Lau 07. Nóv 2020 20:44
af Dóri S.
Hvað kostar þokkalegur svona pci-e extension kapall?
Re: GPU vertical mount - Talsvert betra hitastig
Sent: Lau 07. Nóv 2020 21:37
af Úlvur
drullu flott bro...vildi að þetta væri algengara og jafnvel með myndi fylgja festingar með turnum fyrir þetta
myndi gera þetta sjálfur ef þetta myndi ekki rústa góðu loftflæði sem er nú þegar til staðar