Síða 1 af 1
Hvaða 'budget' rafmagnshjól mælið þið með?
Sent: Mið 04. Nóv 2020 19:30
af Kreg
Hæhæ,
Hvaða rafmagnshjóli mynduð þið mæla með á sirka 250k budget?
Eftir netleit líst mér best á þetta:
https://www.reidhjolaverzlunin.is/colle ... acktop-1-0
Hefur einhver reynslu af því?
Re: Hvaða 'budget' rafmagnshjól mælið þið með?
Sent: Mið 04. Nóv 2020 20:55
af jonsig
Þetta hjól er úr stáli, 11Ah stunda rafhlaða segir ekkert(custom dót) svo einhver beufong mótor..
Það væri gott fyrir þig að fara í þekktari mótor framleiðendur, uppá parta og annað. T.d. bosch og internetið löðrandi í notuðum pörtum fyrir það system.
Re: Hvaða 'budget' rafmagnshjól mælið þið með?
Sent: Mið 04. Nóv 2020 21:01
af Kreg
Takk fyrir svarið
Hef heyrt þetta með að Bosch sé best en hef hins vegar ekki séð neitt Bosch hjól á þessu verðbili. Eru þau til einhversstaðar hér á landi?
Re: Hvaða 'budget' rafmagnshjól mælið þið með?
Sent: Mið 04. Nóv 2020 21:18
af jonsig
Kreg skrifaði:Takk fyrir svarið
Hef heyrt þetta með að Bosch sé best en hef hins vegar ekki séð neitt Bosch hjól á þessu verðbili. Eru þau til einhversstaðar hér á landi?
Konan mín er á Sduro trekking 1.0 (bosch kerfi) sem ég hef oft gripið í (frá erninum) og það er komið uppí 1600km síðan mitt sumar.
Ég myndi kalla það sweet spot hjól, og er á 330k. Hinsvegar myndi ég ekki versla aftur við örninn eitthvað dýrt hjól útaf framkomu verslunarstjórans þegar ég heimtaði úrbætur á galla í þessu hjóli sem kom upp á fyrstu kílómetrunum, þó lagað á endanum eftir fjórar tilraunir.
Re: Hvaða 'budget' rafmagnshjól mælið þið með?
Sent: Mið 04. Nóv 2020 21:25
af Lexxinn
Bafang eru samt flottustu mótorarnir sem koma frá Kína svo þeir ættu ekki að fæla þig frá.
Re: Hvaða 'budget' rafmagnshjól mælið þið með?
Sent: Mið 04. Nóv 2020 21:35
af jonsig
Lexxinn skrifaði:Bafang eru samt flottustu mótorarnir sem koma frá Kína svo þeir ættu ekki að fæla þig frá.
Meira kannski misvísandi auglýsing frá framleiðandanum á hjólinu, rafhlaðan virðist vera annaðhvort 11Ah eða 10.4Ah ? finn ekki uppgefna spennu eða Wh gefnar upp á batterínu , nema 60km drægni við einhverjar aðstæður (niður brekku?) Frekar undarlegt .
Re: Hvaða 'budget' rafmagnshjól mælið þið með?
Sent: Fim 05. Nóv 2020 07:02
af sigurdur
Ég mæli með Cube hjólunum frá Tri. Er búinn að hjóla um 1500 km á einu slíku síðan í haust. Þau eru aðeins dýrari en það sem þú fannst en
hér er t.d. eitt á 330.000.
Bosch mótor, Shimano bremsur og gírar.
Mitt er með stærri mótor og rafhlöðu en þar sem ég er rúm 140kg þá þarf ég það
Svo getur þú athugað í
rafhjólagrúppunni á Facebook. Ég keypti mitt þar í sumar, lítið notað á innan við 300k.
Re: Hvaða 'budget' rafmagnshjól mælið þið með?
Sent: Fim 05. Nóv 2020 09:14
af blitz
Bafang er fínn framleiðandi, myndi alls ekkert forðast það merki.
Hins vegar myndi ég reyna að safna örlítið lengur og fara í hjól sem er með mid-drive frekar en hub drive eins og menn eru að benda á.
Ef budget er alveg stíft þá myndi ég skoða Vitus hjólin frá Wiggle (t.d.
https://www.wiggle.com/vitus-mach-e-urb ... livio-2020). Sýnist þeir senda þetta hingað - c.a. 275.000 hingað komið. Flott hjól með góða specca miðað við verð.
Re: Hvaða 'budget' rafmagnshjól mælið þið með?
Sent: Fim 05. Nóv 2020 12:22
af surgur
Keypti mér silverback fat tyre núna í sumar á 280k minnir mig. ( komið í 200-250km einsog er )
Hef ekkert útá það að setja, mjög solid og furðulega létt miðað við fat.
https://silverbacklab.com/bike-model/e- ... ectro-fat/
Re: Hvaða 'budget' rafmagnshjól mælið þið með?
Sent: Fim 05. Nóv 2020 13:11
af Lexxinn
Datt í hug þú hefðir áhuga á þessu?
https://bland.is/til-solu/ithrottir-og- ... ?related=1
Fundið fyrir tilviljun við google leit, hef engra hagsmuna að gæta á þessu hjóli.