Síða 1 af 1

NVidia 3xxx og AMD 6xxx pælingar

Sent: Þri 03. Nóv 2020 10:47
af Alfa
Hef verið að velta fyrir mér svolítið kaupum á 3070/3080 korti frá mínu 2080, það koma þó ófá vandmál upp.

* Ég er t.d. með 2080 svo 3070 eru of lítið stökk til að eyða í.~20%

* Keyri í 1440p og vill reyna halda mér nálægt 144fps og það gengur ekkert of vel í t.d Warzone.

* Vill ekki hvaða 3080 sem er, hef engan áhuga á t.d Palit eða slíkum bröndum þar sem ég veit að það mun heyrast vel í því, Gigabyte kortið finnst mér hreinasti viðbjóður í útliti, þó það komi vel út í reviews, Gainward ehhh nei. Ef ég er að fara eyða 150 þús + þá verður það betri engin af spectruminu.

* Að nálgast brönd eins og Asus og MSi sem ég hefði mestan áhuga á er erfitt þar sem engin eru til, sama hvar maður leitar. Helst myndi ég vilja Asus Tuf gaming þar sem það myndi passa best í frekar pláss lítinn kassa hjá mér og er hljóðlátt samkvæmt prufunum.

* Manni er næst því að refsa Nvidia fyrir þetta paper launch með því að fá sér frekar AMD, en ég er 100% viss að eins og vanalega
munu kortin ekki performa eins og AMD gefur upp og miðað við vandmál með drivera (ég veit það kemur ekki fyrir alla) þá forðast ég AMD.

NVidia ætti í raun að biðjast afsökunar á þessu helvítis GPU teasí, ég tek afsakanir eins og að þeir bjuggust ekki við eftirspurninni og vísa henni til föðurhúsanna, maður hefur það einhvernvegin á tilfinningunni að um leið og AMD kortin fara að birtast þá allt í einu poppa Nvidia kortin upp líka aftur.

Þá er þessum tilgangslausa póst lokið og er engu nær, því ég þoli ekki að bíða eftir að geta gengið í búð og keypt svo sem 1 stk eða pantað af t.d. Amazon.

Re: NVidia 3xxx og AMD 6xxx pælingar

Sent: Þri 03. Nóv 2020 10:53
af Robotcop10
Ég mundi bara senda tölvubúðum hérna á íslandi email og biðja um að komast á biðlista og bíða bara, það er það sem ég er búin að gera. Mundi halda að þetta reddast og maður fær kort í hendurnar svona í desember, lok nóv ef maður er vongóður

Re: NVidia 3xxx og AMD 6xxx pælingar

Sent: Þri 03. Nóv 2020 10:56
af SolidFeather
Það heyrist ekki múkk í mínu Palit 1080 korti.

Re: NVidia 3xxx og AMD 6xxx pælingar

Sent: Þri 03. Nóv 2020 11:02
af Alfa
SolidFeather skrifaði:Það heyrist ekki múkk í mínu Palit 1080 korti.
Palit Jetstream kælingin sem er á 1070 og 1080 er reyndar frábær, ódýrari útgáfan not so much.

Þar sem þessi kort yfirklukkast nánast ekkert þá er performance mjög svipað, svo eina sem ég er að horfa í er hávaði og look. Vísa ég þá í t.d. þessi review og það eru fleiri til sem sýna það sama. (hér fyrir neðan)

Re: NVidia 3xxx og AMD 6xxx pælingar

Sent: Þri 03. Nóv 2020 14:12
af DaRKSTaR
hefur lítið með nvidia að gera hvað fá kort eru í boði, covid plús mikil eftirspurn, allt selst strax sem kemur.

Re: NVidia 3xxx og AMD 6xxx pælingar

Sent: Þri 03. Nóv 2020 16:33
af Alfa
DaRKSTaR skrifaði:hefur lítið með nvidia að gera hvað fá kort eru í boði, covid plús mikil eftirspurn, allt selst strax sem kemur.
Ehh trúirðu því virkilega að NVidia hafi ekki vitað hvað þeir voru að gera að vera á undan AMD með sýna seríu? Sama þó að board partners hafi kvartað yfir að hafa stuttan tíma til að þróa kortin sín og fá úr litlu að moða? Vissulega skiptir Covid og mikil eftirspurn máli en það er ílla að þessu staðið.

Re: NVidia 3xxx og AMD 6xxx pælingar

Sent: Þri 03. Nóv 2020 19:16
af DaRKSTaR
Alfa skrifaði:
DaRKSTaR skrifaði:hefur lítið með nvidia að gera hvað fá kort eru í boði, covid plús mikil eftirspurn, allt selst strax sem kemur.
Ehh trúirðu því virkilega að NVidia hafi ekki vitað hvað þeir voru að gera að vera á undan AMD með sýna seríu? Sama þó að board partners hafi kvartað yfir að hafa stuttan tíma til að þróa kortin sín og fá úr litlu að moða? Vissulega skiptir Covid og mikil eftirspurn máli en það er ílla að þessu staðið.
segðu mér hvað var síðasta árið sem amd kom út með kort sem var betra eða á pari við nvidia?

heldurðu að nivida hafi vitað tölurnar á amd kortunum þegar þeir voru að launcha sýnu dóti?
ég held einmitt að nvidia hafi haft 0% áhyggjur af amd og hugsa að þeir væru að fara að koma með einn eitt rusl kortið
eins og þeir hafa gert síðustu 10-12 ár.

covid hefur áhrif á framleiðslugetu, covid hefur áhrif á eftirspurn, ef það væri ekki covid þá væru öll þessi kort til á stock í dag og hundruði milljóna manna að ferðast út um allt og væru að hugsa um eitthvað annað en að sitja heima hjá sér að leika sér.

Re: NVidia 3xxx og AMD 6xxx pælingar

Sent: Þri 03. Nóv 2020 19:22
af Alfa
DaRKSTaR skrifaði:segðu mér hvað var síðasta árið sem amd kom út með kort sem var betra eða á pari við nvidia?

heldurðu að nivida hafi vitað tölurnar á amd kortunum þegar þeir voru að launcha sýnu dóti?
ég held einmitt að nvidia hafi haft 0% áhyggjur af amd og hugsa að þeir væru að fara að koma með einn eitt rusl kortið
eins og þeir hafa gert síðustu 10-12 ár.
Ef þú heldur að þetta sé einhver AMD fanboy póstur þá er það misskilingur, en satt að segja er mér alveg sama hvort ég sé með AMD, Intel eða AMD eða Nvidia. Ég er bara hugsa hvað hentar mér persónulega og peningalega.

Stórefa þó að AMD kortin verði einhver rusl, 5600 og 5700 kortin voru fín fyrir peninginn, bara voru allt of dýr á íslandi og Driver support frekar slapt.

nb Nvidia hefur ekki einu sinni spilað Covid spilið í afsökunum, svo óþarfi að afsaka fyrir þá.

Re: NVidia 3xxx og AMD 6xxx pælingar

Sent: Þri 03. Nóv 2020 19:24
af Sallarólegur
Auðvitað var Nvidia skíthrætt við AMD eftir að AMD valtaði yfir Intel.

Það kom svo skýrt fram í þessu 3xxx launchi, framleiðendurnir höfðu ekki einu sinni tíma til að prófa driverana.

Það er rosalega þægileg lausn við öllu þessa dagana að skella Covid stimplinum á allt sem fer úrskeiðis.

Re: NVidia 3xxx og AMD 6xxx pælingar

Sent: Þri 03. Nóv 2020 19:42
af jonsig
Ég á alveg hörundsdökka vini, ennn...
Alfa skrifaði:
Ef þú heldur að þetta sé einhver AMD fanboy póstur þá er það misskilingur, en satt að segja er mér alveg sama hvort ég sé með AMD, Intel eða AMD eða Nvidia. Ég er bara hugsa hvað hentar mér persónulega og peningalega.

Stórefa þó að AMD kortin verði einhver rusl, 5600 og 5700 kortin voru fín fyrir peninginn, bara voru allt of dýr á íslandi og Driver support frekar slapt.

nb Nvidia hefur ekki einu sinni spilað Covid spilið í afsökunum, svo óþarfi að afsaka fyrir þá.