Síða 1 af 1

Íslenskt sjónvarp á LG WebOs

Sent: Fös 30. Okt 2020 17:51
af mikkidan97
Ég er mikið að reyna að losna við að vera með myndlykil, en það er hingað til þægilegasta leiðin til að geta horft á RÚV o.þ.h.

Ég er með LG B9 sjónvarp sem keyrir LG WebOs stýrikerfið, þannig að ég get ekki sett inn Nova TV appið og ég var að spá í að reyna að sannfæra konuna um að Nvidia Shield Tv Pro væri góð fjárfesting fyrir sjónvarp og streymisþjónustur. Innbyggði vafrinn í sjónvarpinu er með virkilega leiðinlegt viðmót, þannig að sá valmöguleiki er off the table.

Hver er reynsla ykkar af Nvidia Shield tv?

Er kannski eitthvað meira Bang for the buck android box sem styður HDR, Dolby Vision, Atmos og getur spilað efni í 4k60 áreiðanlega?

Re: Íslenskt sjónvarp á LG WebOs

Sent: Fös 30. Okt 2020 17:58
af JVJV
Nýja chromecast verður mikið bang for buck en er ekki komið í sölu hér heima, en þú verður ekki fyrir vonbrigðum með Shield.

Re: Íslenskt sjónvarp á LG WebOs

Sent: Fös 30. Okt 2020 18:02
af svanur08
Hver horfir á RUV? Versta sjónvarpsstöð í heimi.

Re: Íslenskt sjónvarp á LG WebOs

Sent: Fös 30. Okt 2020 18:15
af gylli251
Búinn að eiga Nvidia Shield síðan 2016 og það eru með þeim betri kaupum sem ég hef gert. 100% worth it.

Keypti meiri segja nýju týpuna um daginn.

Re: Íslenskt sjónvarp á LG WebOs

Sent: Fös 30. Okt 2020 18:17
af hagur
svanur08 skrifaði:Hver horfir á RUV? Versta sjónvarpsstöð í heimi.
... og verðlaunin fyrir hjálplegasta komment ársins fær ...... :happy

Nvidia Shield er geggjað. Þú verður ekki fyrir vonbrigðum með það.

Gætir farið í ódýrara Android TV box, t.d Mi Box S .... en það er alls ekki eins öflugt hardware. Ég er með eldri týpu, Mi Box 3, og það virkar flott í NovaTV gláp, Youtube, Netflix, Spotify, Plex og Kodi etc. en ég hef svosem ekki mikið horft á 4K efni í því.

Re: Íslenskt sjónvarp á LG WebOs

Sent: Fös 30. Okt 2020 18:21
af svanur08
hagur skrifaði:
svanur08 skrifaði:Hver horfir á RUV? Versta sjónvarpsstöð í heimi.
... og verðlaunin fyrir hjálplegasta komment ársins fær ...... :happy

Nvidia Shield er geggjað. Þú verður ekki fyrir vonbrigðum með það.

Gætir farið í ódýrara Android TV box, t.d Mi Box S .... en það er alls ekki eins öflugt hardware. Ég er með eldri týpu, Mi Box 3, og það virkar flott í NovaTV gláp, Youtube, Netflix, Spotify, Plex og Kodi etc. en ég hef svosem ekki mikið horft á 4K efni í því.
hehehe alveg rétt hjá þér. :happy

Re: Íslenskt sjónvarp á LG WebOs

Sent: Fös 30. Okt 2020 19:32
af appel
Getur fengið Sjónvarp Símans (appið) fyrir Android TV (nvidia shield), allar íslensku stöðvarnar þar.

Re: Íslenskt sjónvarp á LG WebOs

Sent: Fös 30. Okt 2020 20:19
af nonesenze
Þessi app kvarta alltaf undan að ég sé ekki með touch screen a samsung dex og firetv

Re: Íslenskt sjónvarp á LG WebOs

Sent: Fös 30. Okt 2020 20:33
af audiophile
+1 fyrir Nvidia Shield. Besta Android TV box sem hægt er að fá. Nova TV, RÚV og Sjónvarp Símans eru öll í boði þar.

Re: Íslenskt sjónvarp á LG WebOs

Sent: Fös 30. Okt 2020 20:33
af SolidFeather
Shield-ið er kóngurinn.

Ég er bara með Shield sem ég nota fyrir allt TV gláp.

Re: Íslenskt sjónvarp á LG WebOs

Sent: Lau 31. Okt 2020 09:18
af sigxx
JVJV skrifaði:Nýja chromecast verður mikið bang for buck en er ekki komið í sölu hér heima, en þú verður ekki fyrir vonbrigðum með Shield.
Ég hef verið með Apple tv frá því að 2.gen kom út.

En ég ætla að skipta yfir í chrome cast w. Google tv um leið og það kemur til landsins