Síða 1 af 1

Bestu kaupin á fartölvum ?

Sent: Mið 28. Okt 2020 20:24
af jonsig
Sælir
Ég er að velta fyrir mér kaupum á heimilis fartölvu sem ég nota bara þegar ég er búinn að hlamma mér á rassinn á kvöldinn og er að kóda bara eitthvað útí loftið python/c/ , trolla á vaktinni og lesa eitthvað.
Því vantar tölvu með góðum skjá og batterí sem þarf ekkert að vera mega öflug, basicly bara browser tölva.
Hef HP elitebook 840-G6 til viðmiðunnar sem ég hef í vinnunni en nenni ekki að taka með mér alltaf heim þar sem ég hjóla oft til og frá vinnu. Sú tölva hefur basicly allt sem ég vill en kostar 3-400ish með afslætti hjá OK búðinni. Og eru þessar elitebooks osom, nema ég þarf ekki að hafa heimilistölvuna úr áli ,títaníum eða i7 cpu með einhverju fancy GPU

Hvar kaupir maður toyotu fartölvanna ?

Re: Bestu kaupin á fartölvum ?

Sent: Mið 28. Okt 2020 20:36
af mjolkurdreytill
Ertu ekki að leita þér bara að notuðum thinkpad eða sambærilegri tölvu frá öðrum framleiðanda?

T.d. T440.

Uppfyllir kröfur um skjá og rafhlöðu. Lyklaborðið er gott (en smekkur manna er vissulega mismunandi).

Re: Bestu kaupin á fartölvum ?

Sent: Mið 28. Okt 2020 20:40
af jonsig
mjolkurdreytill skrifaði:Ertu ekki að leita þér bara að notuðum thinkpad eða sambærilegri tölvu frá öðrum framleiðanda?

T.d. T440.

Uppfyllir kröfur um skjá og rafhlöðu. Lyklaborðið er gott (en smekkur manna er vissulega mismunandi).
jú einmitt! pældi í þannig einnig. Bara verðin á þeim eru svo misjöfn og fólk vill alltaf fá sama verð fyrir þær og nýjar fyrir 5árum.
Er núna bara að nota gamla tölvu frá konunni sem hún notaði í háskólanum í den, eitthvað algert crap en er með íslenskum tökkum og virkar þannig séð fyrir utan trackpadið rotast stundum random í 4sekúntur.

Re: Bestu kaupin á fartölvum ?

Sent: Mið 28. Okt 2020 23:27
af mjolkurdreytill
ertu að skoða bland.is þegar þú leitar að þessu ?

snögg heimsókn á ebay leiðir í ljós að það virðist vera nóg af þessum vélum á 300-400 $

Maður þarf bara að passa uppá að sumar tölvur komu með 1600x900 eða einhverri álíka upplausn. Ef tölvan kemur frá evrópu er lyklaborðið oft QWERTZ eða AZERTY.

Annars er líka hægt að kaupa frá USA og fá QWERTY lyklaborð án <> takkans. Ef þú þarft á honum að halda við forritun þá er auðvelt að fá evrópskt lyklaborð með <> takka og það tekur uþb 5 mín að skipta um lyklaborðið.

Re: Bestu kaupin á fartölvum ?

Sent: Fim 29. Okt 2020 01:22
af Sinnumtveir
jonsig skrifaði:Sælir
...
Hef HP elitebook 840-G6 til viðmiðunnar sem ég hef í vinnunni en nenni ekki að taka með mér alltaf heim þar sem ég hjóla oft til og frá vinnu. Sú tölva hefur basicly allt sem ég vill en kostar 3-400ish með afslætti hjá OK búðinni. Og eru þessar elitebooks osom, nema ég þarf ekki að hafa heimilistölvuna úr áli ,títaníum eða i7 cpu með einhverju fancy GPU
...
Til að við getum metið afköst þessarar vélar (sem baseline) þurfum við að vita hvaða örgjörvi nkl er í þessari tölvu? Er hún með auka skjáhraðli, ef svo hvaða og hve mikið VRAM?

Re: Bestu kaupin á fartölvum ?

Sent: Fim 29. Okt 2020 09:24
af ColdIce
Langar að mæla með Lenovo ideapad

Re: Bestu kaupin á fartölvum ?

Sent: Fim 29. Okt 2020 10:07
af Sallarólegur
mjolkurdreytill skrifaði: Annars er líka hægt að kaupa frá USA og fá QWERTY lyklaborð án <> takkans. Ef þú þarft á honum að halda við forritun þá er auðvelt að fá evrópskt lyklaborð með <> takka og það tekur uþb 5 mín að skipta um lyklaborðið.
Eða venja sig á US/UK layout sem er miklu meira logical fyrir forritun, því allir takkarnir sem skipta máli eru á stöðum sem meika sense :)

Re: Bestu kaupin á fartölvum ?

Sent: Fim 29. Okt 2020 10:50
af Klemmi
Sallarólegur skrifaði:Eða venja sig á US/UK layout sem er miklu meira logical fyrir forritun, því allir takkarnir sem skipta máli eru á stöðum sem meika sense :)
Ég hef aldrei skilið þetta, jújú, hlutirnir eru kannski á þægilegri stöðum en það er ekki eins og það skipti máli fyrir afköst forritara hversu lengi hann er að pikka kóðann inn, það er hausinn á manni sem er flöskuháls frekar en hendurnar og lyklaborðið :megasmile

Re: Bestu kaupin á fartölvum ?

Sent: Fim 29. Okt 2020 10:54
af Sallarólegur
Klemmi skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Eða venja sig á US/UK layout sem er miklu meira logical fyrir forritun, því allir takkarnir sem skipta máli eru á stöðum sem meika sense :)
Ég hef aldrei skilið þetta, jújú, hlutirnir eru kannski á þægilegri stöðum en það er ekki eins og það skipti máli fyrir afköst forritara hversu lengi hann er að pikka kóðann inn, það er hausinn á manni sem er flöskuháls frekar en hendurnar og lyklaborðið :megasmile
Enda snýst þetta ekki um afköst, heldur að geta keypt nánast hvaða tölvu eða lyklaborð sem er án þess að þurfa að pæla í þessu veseni.

Re: Bestu kaupin á fartölvum ?

Sent: Fim 29. Okt 2020 11:13
af Klemmi
Sallarólegur skrifaði:Enda snýst þetta ekki um afköst, heldur að geta keypt nánast hvaða tölvu eða lyklaborð sem er án þess að þurfa að pæla í þessu veseni.
Er ekki meira vesen að þurfa að skipta stanslaust á milli íslensks og erlends layouts, heldur en að pæla bara í því í upphafi þegar þú kaupir þér tölvu/lyklaborð?

Re: Bestu kaupin á fartölvum ?

Sent: Fim 29. Okt 2020 11:21
af Sallarólegur
Klemmi skrifaði: Er ekki meira vesen að þurfa að skipta stanslaust á milli íslensks og erlends layouts, heldur en að pæla bara í því í upphafi þegar þú kaupir þér tölvu/lyklaborð?
Það er nú enginn heimsendir að ýta á Win+Space.

Þarft ekki að gera það "stanslaust".

Hver og einn verður svo bara að meta hvort honum finnst mikilvægara :roll:

Íslenska layoutið er augljóslega ekki hannað fyrir forritun.

Edit: Svo geturðu líka látið Windows breyta þessu fyrir þig eftir því í hvaða glugga þú ert, ef þú ert í IDE ferðu yfir í US layout t.d.

Re: Bestu kaupin á fartölvum ?

Sent: Mán 02. Nóv 2020 19:18
af netkaffi
mjolkurdreytill skrifaði:Annars er líka hægt að kaupa frá USA og fá QWERTY lyklaborð án <> takkans. Ef þú þarft á honum að halda við forritun þá er auðvelt að fá evrópskt lyklaborð með <> takka og það tekur uþb 5 mín að skipta um lyklaborðið.
Auðvelt að binda <> við hvað sem er með AutoHotKey (forrit sem forritar t.d. lyklaborðið þitt. Þeas svo kallað macro program með scripting.)
https://www.autohotkey.com

Re: Bestu kaupin á fartölvum ?

Sent: Mán 02. Nóv 2020 20:17
af axyne
Ég var í dag gamall þegar:
Sallarólegur skrifaði:Það er nú enginn heimsendir að ýta á Win+Space.
Takk :happy

Re: Bestu kaupin á fartölvum ?

Sent: Mán 02. Nóv 2020 20:22
af MarsVolta
mjolkurdreytill skrifaði:Ertu ekki að leita þér bara að notuðum thinkpad eða sambærilegri tölvu frá öðrum framleiðanda?

T.d. T440.

Uppfyllir kröfur um skjá og rafhlöðu. Lyklaborðið er gott (en smekkur manna er vissulega mismunandi).
Í guðanna bænum ekki kaupa þér T440 vél. Versta trackpad sem gert hefur verið. Það er svo slæmt að þú átt eftir að vilja henda vélinni í vegg. T450 og nýrri vélar eru málið.

Re: Bestu kaupin á fartölvum ?

Sent: Mán 02. Nóv 2020 20:52
af jonsig
Takk fyrir svörin félagar.

Re: Bestu kaupin á fartölvum ?

Sent: Lau 07. Nóv 2020 11:43
af jonsig
Keypti mok dýra tölvu á ebay ThinkPad t14s með biluðum pixil af ebay lol

Re: Bestu kaupin á fartölvum ?

Sent: Sun 08. Nóv 2020 21:12
af netkaffi
Mok dýra?

Re: Bestu kaupin á fartölvum ?

Sent: Sun 08. Nóv 2020 21:34
af jonsig
netkaffi skrifaði:Mok dýra?
Já eða þannig, ástandið "open box" eitthvað undir 1000$ og var innflutt á einhvern 160-170 kall. Og bilaður pixill included. Samt skárra en 300k ish í origo.

Ætlaði bara í eitthvað ódýrt dæmi til að hafa í kjöltunni og prógramma á kvöldin eins og ég er búinn að vera gera reyndar mjög mikið af.