Síða 1 af 2
Tannlæknar
Sent: Mið 28. Okt 2020 14:53
af tanketom
Sælir vaktarar.
Nú er ég að leita mér að góðum tannlækni sem maður þarf ekki að selja á sér annað nýrað til að traðka í kjaftinum á manni. Hver mæli þið með?
Re: Tannlæknar
Sent: Mið 28. Okt 2020 14:55
af rapport
Geir Atli Zöega, mikill markaðsmaður
Re: Tannlæknar
Sent: Mið 28. Okt 2020 14:58
af vesi
Mæli með Oddgeir hja borabora
https://www.borabora.is/
Svo eru þeir með verðskrá
Re: Tannlæknar
Sent: Mið 28. Okt 2020 15:23
af tanketom
Ánþess að gera lítið úr þessum Tannlækni en þetta lýtur út eins og ég sé að fara bóka ferð á ferðaskrifstofu
Re: Tannlæknar
Sent: Mið 28. Okt 2020 15:59
af GuðjónR
Re: Tannlæknar
Sent: Mið 28. Okt 2020 17:17
af littli-Jake
Ég var einmitt í skoðun í dag.
Heiðdís. Ég man aldrei hvað stofan heitir en hún er í turninum Kópavogi
Re: Tannlæknar
Sent: Mið 28. Okt 2020 19:07
af agnarkb
Mjög ánægður með minn, Benedikt Ægisson í Síðumúla. Man ekki eftir að hafa greitt yfir 20 kallinn hjá honum í 10 ár sem ég hef verið hjá honum. Að því sögðu þá hef ég aldrei þurft að láta gera eitthvað stórkostlega mikið við.
Re: Tannlæknar
Sent: Mið 28. Okt 2020 22:42
af kizi86
ef það þarf að gera MIKIÐ við hjá þér.. þá mæli ég eindregið með þessari stofu:
http://www.tannlaeknathjonusta.is Fedasz Dental, er rétt fyrir utan Búdapest í Ungverjalandi.. miðað við það að ég fékk verðmat hjá nokkrum tannlæknum hérna á íslandi upp á 5 fokkin milljónir +-5% .. þá sparaði ég mér ca 4 milljónir í heildina. 1.1 milljón með 3 ferðum út, hóteli og flugi og öllu saman.
Re: Tannlæknar
Sent: Mið 28. Okt 2020 23:29
af Black
Ég hef farið á mjög margar stofur, Þessi þykir mér langbest. Heiðarlegir, vandvirkir og með nýjan búnað.
Hrikalegt að borga tugi þúsunda fyrir tannviðgerðir á stofu sem er með innbú og græjur frá 1990.
Re: Tannlæknar
Sent: Fim 29. Okt 2020 08:30
af CendenZ
kizi86 skrifaði:ef það þarf að gera MIKIÐ við hjá þér.. þá mæli ég eindregið með þessari stofu:
http://www.tannlaeknathjonusta.is Fedasz Dental, er rétt fyrir utan Búdapest í Ungverjalandi.. miðað við það að ég fékk verðmat hjá nokkrum tannlæknum hérna á íslandi upp á 5 fokkin milljónir +-5% .. þá sparaði ég mér ca 4 milljónir í heildina. 1.1 milljón með 3 ferðum út, hóteli og flugi og öllu saman.
Ég á mjög bágt með að trúa 5 milljóna áætlun, má ég fá að sjá slíka kostnaðaráætlun ?
Re: Tannlæknar
Sent: Fim 29. Okt 2020 08:42
af fedora1
CendenZ skrifaði:kizi86 skrifaði:ef það þarf að gera MIKIÐ við hjá þér.. þá mæli ég eindregið með þessari stofu:
http://www.tannlaeknathjonusta.is Fedasz Dental, er rétt fyrir utan Búdapest í Ungverjalandi.. miðað við það að ég fékk verðmat hjá nokkrum tannlæknum hérna á íslandi upp á 5 fokkin milljónir +-5% .. þá sparaði ég mér ca 4 milljónir í heildina. 1.1 milljón með 3 ferðum út, hóteli og flugi og öllu saman.
Ég á mjög bágt með að trúa 5 milljóna áætlun, má ég fá að sjá slíka kostnaðaráætlun ?
Ég kaupi það, tannplanta aðgerð á einni tönn getur verið 800k eða svo.
Re: Tannlæknar
Sent: Fim 29. Okt 2020 09:22
af ColdIce
Ágúst
Reykjavíkurvegur 66
Langódýrasti sem ég veit um. Rukkaði mig 8500 fyrir skoðun, myndir og flúorhreinsun
Re: Tannlæknar
Sent: Fim 29. Okt 2020 09:29
af CendenZ
fedora1 skrifaði:CendenZ skrifaði:kizi86 skrifaði:ef það þarf að gera MIKIÐ við hjá þér.. þá mæli ég eindregið með þessari stofu:
http://www.tannlaeknathjonusta.is Fedasz Dental, er rétt fyrir utan Búdapest í Ungverjalandi.. miðað við það að ég fékk verðmat hjá nokkrum tannlæknum hérna á íslandi upp á 5 fokkin milljónir +-5% .. þá sparaði ég mér ca 4 milljónir í heildina. 1.1 milljón með 3 ferðum út, hóteli og flugi og öllu saman.
Ég á mjög bágt með að trúa 5 milljóna áætlun, má ég fá að sjá slíka kostnaðaráætlun ?
Ég kaupi það, tannplanta aðgerð á einni tönn getur verið 800k eða svo.
Ég kaupi þetta ekki hjá þér, Sævar Pétursson kjálkaskurðlæknir er með implantaðagerðina á ca 250-300 með beinuppbyggingu, og gott að vita að hálft gramm af beini frá Parlogis kostar ca 30 þúsund og svo þarf himnu yfir sem kostar sömuleiðis 30-40 þúsund.
Ertu með einhverja staðfesta kostnaðaráætlun sem gefur þetta til kynna, eða er þetta bara "frétti þetta" tala ?
Re: Tannlæknar
Sent: Fim 29. Okt 2020 15:24
af pukinn
Já, kanski er þeta "bara" 500k, til viðbótar við 300k hjá sævari þarf að rífa tönn úr, smíða tönn, smíða tímabundinn góm, þetta er fljótt að safnast upp þessi tannlækna kostnaður.
Re: Tannlæknar
Sent: Fim 29. Okt 2020 22:29
af kizi86
CendenZ skrifaði:fedora1 skrifaði:CendenZ skrifaði:kizi86 skrifaði:ef það þarf að gera MIKIÐ við hjá þér.. þá mæli ég eindregið með þessari stofu:
http://www.tannlaeknathjonusta.is Fedasz Dental, er rétt fyrir utan Búdapest í Ungverjalandi.. miðað við það að ég fékk verðmat hjá nokkrum tannlæknum hérna á íslandi upp á 5 fokkin milljónir +-5% .. þá sparaði ég mér ca 4 milljónir í heildina. 1.1 milljón með 3 ferðum út, hóteli og flugi og öllu saman.
Ég á mjög bágt með að trúa 5 milljóna áætlun, má ég fá að sjá slíka kostnaðaráætlun ?
Ég kaupi það, tannplanta aðgerð á einni tönn getur verið 800k eða svo.
Ég kaupi þetta ekki hjá þér, Sævar Pétursson kjálkaskurðlæknir er með implantaðagerðina á ca 250-300 með beinuppbyggingu, og gott að vita að hálft gramm af beini frá Parlogis kostar ca 30 þúsund og svo þarf himnu yfir sem kostar sömuleiðis 30-40 þúsund.
Ertu með einhverja staðfesta kostnaðaráætlun sem gefur þetta til kynna, eða er þetta bara "frétti þetta" tala ?
það eru meira en 2 ár síðan ég fór, svo nei hef ekki lengur kostnaðaráætlunirnar sem ég fékk frá þeim íslensku tannlæknum sem ég fór til.
nota bene, þá þurfti alveg heilsherjar yfirhalninguá gjaftinum á mér, voru rifnar út 17 tennur og tannbrot, aðgerð til að fjarlægja sýkingu og byrjun á drepi í beini..
Re: Tannlæknar
Sent: Fim 12. Nóv 2020 13:28
af tanketom
Jæja smá update:
Ég endaði að fara til Borabora, Sigurjon Orn Bodvarsson Tannlaeknir. Frábær þjónusta og örugglega fyrst skipti sem ég get farið nánast beint inní stól á settum tíma og ekki látið mann bíða í stólnum í 20mín. Hann kemur beint inn og græjar þetta. Myndataka, tannsteinahreinsun og þetta kostaði 21þ sem held ég sé bara nokkuð vel sloppið. Ég kom út sáttur.
Re: Tannlæknar
Sent: Fim 12. Nóv 2020 13:53
af hangikjet
Ég hef verið hjá Tannval í Skeifunni, fínn staður í minni reynslu.
Re: Tannlæknar
Sent: Fim 12. Nóv 2020 13:54
af C3PO
CendenZ skrifaði:fedora1 skrifaði:CendenZ skrifaði:kizi86 skrifaði:ef það þarf að gera MIKIÐ við hjá þér.. þá mæli ég eindregið með þessari stofu:
http://www.tannlaeknathjonusta.is Fedasz Dental, er rétt fyrir utan Búdapest í Ungverjalandi.. miðað við það að ég fékk verðmat hjá nokkrum tannlæknum hérna á íslandi upp á 5 fokkin milljónir +-5% .. þá sparaði ég mér ca 4 milljónir í heildina. 1.1 milljón með 3 ferðum út, hóteli og flugi og öllu saman.
Ég á mjög bágt með að trúa 5 milljóna áætlun, má ég fá að sjá slíka kostnaðaráætlun ?
Ég kaupi það, tannplanta aðgerð á einni tönn getur verið 800k eða svo.
Ég kaupi þetta ekki hjá þér, Sævar Pétursson kjálkaskurðlæknir er með implantaðagerðina á ca 250-300 með beinuppbyggingu, og gott að vita að hálft gramm af beini frá Parlogis kostar ca 30 þúsund og svo þarf himnu yfir sem kostar sömuleiðis 30-40 þúsund.
Ertu með einhverja staðfesta kostnaðaráætlun sem gefur þetta til kynna, eða er þetta bara "frétti þetta" tala ?
Ég er ný kominn frá SigurGísla kjálkaskurðlækni í Garðabæ. Hann tók 350 þús fyrir að koma implantinu fyrir. Tekur svo minnst 35 þús fyrir að setja pinnan í eftir ca. 3 mánuði. Tönnin mun svo kosta 300þús plús samkv. mínum tannlækni. Svo ég verð ansi nálægt 700 þús fyrir þessa einu tönn. Tek það fram að það þurfti ekki að kaupa eitt einasta gram af beini fyrir uppbyggingu.
Re: Tannlæknar
Sent: Mið 06. Okt 2021 17:02
af netkaffi
Var að koma frá BoraBora í morgun. Mæli með þeim alveg. Fékk tíma mjög fljótt útaf tannpínu, og hann reddaði að bora út sjittið á morgunstund í morgun. Kostaði 30.000, mynd, hreinsa úr holu að rótum, og svo steypa yfir holuna. Þessi stofa er mjög sambærileg og Hallur á Selfossi nema að þessi er með fiskabúr, og fiskabúrið er snilld. Svaka fiskar þarna.
Re: Tannlæknar
Sent: Mið 06. Okt 2021 17:11
af straumar
agnarkb skrifaði:Mjög ánægður með minn, Benedikt Ægisson í Síðumúla. Man ekki eftir að hafa greitt yfir 20 kallinn hjá honum í 10 ár sem ég hef verið hjá honum. Að því sögðu þá hef ég aldrei þurft að láta gera eitthvað stórkostlega mikið við.
Hef verið hjá honum og finnst alltaf merkilegt hann þarf aldrei að taka myndir.
Re: Tannlæknar
Sent: Mið 06. Okt 2021 17:28
af netkaffi
Sigurjón hjá Borabora tók mynd hjá mér en var ógeðslega flótur að því. Og fljótur að fá niðurstöður. Hann tók bara af tönninni sem þurfti að taka af, ekkert verið að taka myndir af öllu án samþykkis eins og mig rámar að Halls stofa á Selfossi hafi oft gert.
Re: Tannlæknar
Sent: Mið 06. Okt 2021 20:26
af agnarkb
straumar skrifaði:agnarkb skrifaði:Mjög ánægður með minn, Benedikt Ægisson í Síðumúla. Man ekki eftir að hafa greitt yfir 20 kallinn hjá honum í 10 ár sem ég hef verið hjá honum. Að því sögðu þá hef ég aldrei þurft að láta gera eitthvað stórkostlega mikið við.
Hef verið hjá honum og finnst alltaf merkilegt hann þarf aldrei að taka myndir.
Hann tekur nú yfirleitt myndir þegar ég fer til hans sem er svona 1-2 á ári. Langoftast bara tannsteinshreinsun og svo ef það er eitthvað sem hann vill skoða nánar þá smellir hann af einni mynd sitthvoru meginn.
En annars er ég með alveg afskaplega fallegan kjálka, kannski finnst honum bara svona gaman að eiga myndir af honum.
Re: Tannlæknar
Sent: Fim 07. Okt 2021 09:55
af stefhauk
Þetta er frábær síða
fá allaveganna
fyrir hugmyndaflug.
Re: Tannlæknar
Sent: Fim 07. Okt 2021 12:19
af kassi
ColdIce skrifaði:Ágúst
Reykjavíkurvegur 66
Langódýrasti sem ég veit um. Rukkaði mig 8500 fyrir skoðun, myndir og flúorhreinsun
Mæli klárlega með Ágústi mjög sanngjarn og vandvirkur!
Re: Tannlæknar
Sent: Sun 24. Okt 2021 13:39
af Black
Félagi minn fór til einhvers tannlæknis á Suðurlandsbraut um daginn sem er eldri kall búinn að vera í þessu fagi í tugi ára.
Hann hefur alltaf verið í vandræðum með tennurnar þrátt fyrir að hugsa vel um þær (sama og ég er að lenda í)
Nema hvað að þessi tannlæknir segir við hann að líklega séu orsökinn hjá honum of hátt sýrustig útfrá bakflæði. Mælir með að hann fari til læknis og láti mæla sýrustigið hjá sér og sækja svo um styrk í sjúkratryggingar til að fá niðurgreiðslu á tannviðgerðum hjá sér.
Eftir öll þessi ár og hundraðþúsundkalla var þá vandamálið kannski bakflæði og hefði maður getað verið að fá niðurgreiðslu frá Sjúkratryggingum ?
einhver farið þessa leið sem þekkir betur inná það ?