Síða 1 af 1

Vandræði með hdd.

Sent: Fös 03. Jún 2005 14:26
af Birkir
Sælir, ég er í smá vandræðum með harðan disk hjá mér af gerðinni Hitachi Deskstar. Málið er að þegar ég set hann í samband við IDE rásina þá heyrist bara „tikk“ hljóð og tölvan finnur hann ekki (og ekki heldur hinn diskinn sem ég nota sem master, þetta er semsagt slave) og neitar því að boota. Hinsvegar þegar ég hef hann ekki tengdan þá bootar tölvan upp á masternum og allt er í fína.

Ég þarf semsagt að fá einhver ráð um það hvernig ég næ gögnunum aftur af disknum.

Ég verð víst að játa það að ég er ekkert of vongóður en það væri fínt að fá uppástungur, ég er alveg miður mín vegna þess að á þessum disk voru nánast ÖLL gögnin mín. :?

Með kveðju, Birkir.

Sent: Fös 03. Jún 2005 14:38
af fallen
Ef að það heyrist tikk hljóð úr disknum þá er leshausinn bilaður/ónýtur, skeði fyrir mig og það er ekki sjéns í helvíti að recovera gögn af disknum.. :\

Sent: Fös 03. Jún 2005 15:28
af gnarr
það er alltaf séns.

náðu í get data back for ntfs og skannaðu diskinn.

Sent: Fös 03. Jún 2005 15:35
af Mr.Jinx
Hitachi Deskstar" Frekar " Hitachi Deathstar
En eins og gnarr sagði það er alltaf einhver sjéns. :)

Sent: Fös 03. Jún 2005 15:38
af Birkir
gnarr skrifaði:það er alltaf séns.

náðu í get data back for ntfs og skannaðu diskinn.
Kannski tók ég það ekki nógu skýrt fram en allavega get ég ekki bootað upp þegar diskurinn er tengdur :S

Ætli það sé einhver séns að redda þessu ef ég tengi hann við flakkara?

Sent: Fös 03. Jún 2005 20:22
af MezzUp
Nahh, kannski þess virði að prófa ef að þú átt flakkara eða ef þetta voru mjög mikilvæg gögn, en ég stór efast um að þú náir að bjarga einhverju.
Það að diskurinn komi ekki upp í BIOS og það komi bara 'tikk' hljóð er líklega vélbúnaðarbilun sem þú getur ekkert gert í. Ef að þú færð tölvuna til þess að finna diskinn þá skaltu endilega keyra GDB, en mér þykir ólíklegt að það gerist.