Síða 1 af 1

Crackling / popping hljóð í Wireless USB headphones

Sent: Fös 23. Okt 2020 17:33
af akij
Sælir,

Mig vantar ráð. Ég er með Steelseries Arctis Wireless Pro heyrnatól, USB tengdur sendir. Vandamálið liggur í USB tenginu, það kemur svona surg, þegar það er tengt við turninn minn. Nota bene, þetta virkar fullkomlega við tvær aðrar tölvur, þannig turninn minn er vandamálið. Asus Z170-A Móðurborð, 6700K.

Það sem ég er búinn að prófa og virkar ekki:
Breyta format á sample rate og bit depth.
Uppfæra / niðurfæra USB drivera.
Nýtt windows install.
Exclusive mode.
Taka út önnur tæki.

Mig vantar önnur ráð, eða hvort að einhver hafi lennt í svipuðu vandamáli.

Bestu kveðjur

Re: Crackling / popping hljóð í Wireless USB headphones

Sent: Fös 23. Okt 2020 17:57
af mjolkurdreytill
er þetta ekki bara einhver útleiðsla?

þ.e. ekki hugbúnaðarvandamál heldur vélbúnaðarvandamál

Re: Crackling / popping hljóð í Wireless USB headphones

Sent: Fös 23. Okt 2020 20:11
af akij
mjolkurdreytill skrifaði:er þetta ekki bara einhver útleiðsla?

þ.e. ekki hugbúnaðarvandamál heldur vélbúnaðarvandamál
Já, það gæti verið rétt. Ég var bara að vonast eftir því að einhver hérna hefði lennt í svipuðu og væri með fleiri hugmyndir til að prófa.

Re: Crackling / popping hljóð í Wireless USB headphones

Sent: Fös 23. Okt 2020 20:14
af mjolkurdreytill
ertu alltaf að tengja í sama usb tengið eða búinn að prufa mörg og alltaf sama niðurstaða?

ertu að tengja í usb á móðurborðinu og/eða önnur?

Re: Crackling / popping hljóð í Wireless USB headphones

Sent: Fös 23. Okt 2020 23:43
af akij
Já, búinn að prófa mismunandi usb port, bæði beint á moðurborð og headera.

Re: Crackling / popping hljóð í Wireless USB headphones

Sent: Lau 24. Okt 2020 12:12
af Zethic
Ég fann fyrir þessu líka. Virðist koma fram ef volume-ið á headsettinu/base-inu er í botni
Virkaði fyrir mig að hækka hljóðið í Windows í botn og fara ekki yfir 75% á headsettinu (meira er hvort eð er alltof hátt fyrir eyrun)

Re: Crackling / popping hljóð í Wireless USB headphones

Sent: Lau 24. Okt 2020 15:05
af Cozmic
Eru þetta ný headphones ? Og hefuru prófað að update'a firmwareið með steelseries engine

Re: Crackling / popping hljóð í Wireless USB headphones

Sent: Sun 25. Okt 2020 11:29
af akij
Þessi tvö ráð gerðu það að verkum að hljóðið er töluvert betra, en það kemur samt inn á milli. Jafnvel þó að eg se með hljóðið í undir 10% á headsettinu sjálfu.

Re: Crackling / popping hljóð í Wireless USB headphones

Sent: Sun 25. Okt 2020 12:38
af Zethic
Þetta er snúið, frá tæknilegu hliðinni. Það er ekki ástæðulaust að wireless gaming headset eru sjaldséð og rándýr. Suð (white noise) er t.d. mjög þekkt vandamál í bluetooth heyrnatólum
Að ná Hi-Fi hljóði wireless með instant response er afrek útaf fyrir sig.

Fleira sem ég hef tekið eftir sem hjálpar til:
- Slekk á mic þegar ég nota hann ekki (með takkanum). Það minnkar suðið (minni truflun á merki því MICinn er ekki að senda í base-ið)
- DTS off minnkar suð (en hljóðið verður flatara, hef það í On með studio)
- Volume limiter on

Mynd