Síða 1 af 1

Gallaður örgjörvi?

Sent: Mið 21. Okt 2020 02:23
af Danni1804
Var að henda í build í dag, Vélin runnaði silkimjúkt í tvo tíma af testing, gott temp á örgjörva i7 9700k (30 - 34°) ekkert vesen með h100i corsair kælingu. Solid fps í csgo testi líka.

Fór síðan í bios og set á gamer/advanced profile, ég held það hafi blastað örgjörvann. Vélin runnaði ekki, kveikti og slökkti á sér endurtekið. Viftur og rgb ljós á öllu virka, ekkert power á mús eða lyklaborði. Bios kemur ekki upp - það kemur ekkert upp.

Það er ljós á cpu led á móðurborðinu.

Ég var með static wrist wrap eins og alltaf þegar ég byggði og allir temps og allt voru í toppstandi fyrir þetta.

Öll hjálp væri mér vel þegin.

Specs:
z390 auros elite
I7 9700k
GTX 1660 super
2x8 16gb 4000 mhz

Re: Gallaður örgjörvi?

Sent: Mið 21. Okt 2020 02:47
af pepsico
Slökktu á tölvunni, dreptu á aflgjafanum, taktu batterýið úr móðurborðinu, bíddu í mínútu, og skelltu því svo aftur í. Þetta resettar BIOS/UEFI og setur allt þar á default stillingar. Tölvan mun að öllum líkindum ræsa sig og þú skellir X.M.P. profile bara aftur á og sleppir hinu.
Líkurnar á því að einhver OC profile frá Gigabyte hafi drepið örgjörvann þinn eru ca. 0%, en líkurnar á því að premade OC profile hafi ekki verið undirbúinn með 100% stuðning við 4000 MHz X.M.P. profiles samhliða sér eru ca. 100%.

Ef þú vilt síðan aðstoð með það að yfirklukka þetta samhliða hvoru öðru handvirkt þá læturðu bara vita.

Re: Gallaður örgjörvi?

Sent: Mið 21. Okt 2020 03:34
af Danni1804
pepsico skrifaði:Slökktu á tölvunni, dreptu á aflgjafanum, taktu batterýið úr móðurborðinu, bíddu í mínútu, og skelltu því svo aftur í. Þetta resettar BIOS/UEFI og setur allt þar á default stillingar. Tölvan mun að öllum líkindum ræsa sig og þú skellir X.M.P. profile bara aftur á og sleppir hinu.
Líkurnar á því að einhver OC profile frá Gigabyte hafi drepið örgjörvann þinn eru ca. 0%, en líkurnar á því að premade OC profile hafi ekki verið undirbúinn með 100% stuðning við 4000 MHz X.M.P. profiles samhliða sér eru ca. 100%.

Ef þú vilt síðan aðstoð með það að yfirklukka þetta samhliða hvoru öðru handvirkt þá læturðu bara vita.
Sæll, þetta virkaði! Þakka þér kærlega fyrir maður. Úff.

Ég skal glaður þyggja aðstoð hjá þér með yfirklukkun síðar meir!