Síða 1 af 2

Er að spá í uppfærslu...

Sent: Fim 02. Jún 2005 17:49
af DoofuZ
Ok, ég er með svona kassa eins og er hér fyrir neðan...

Mynd

Og ég er að spá í að uppfæra kvikyndið. Þessi vél er bara 1.4ghz en ég var að lenda í því að tölvan sem systir mín notar, sem er ekki nema 450mhz, bara dó og ég var að spá í að flytja móðurborðið úr mínum kassa yfir í hennar og fá mér einfaldlega bara nýtt móðurborð + gott hljóðkort + gott skjákort + 1gb í minni minnst + 3ghz örgjörva minnst og + góða viftu og kælingu. Er það sniðugt eða er kanski sniðugara að fá sér nýjan kassa líka? Vil ekki eyða neinum rosa pening í þetta, helst í kringum 100þús. kall eða svo, en ég vil samt sem áður að þetta sé nógu gott í alla nýjustu leikina og bara eitthvað sem endist frekar vel. Ég er samt ekki neitt rosalega mikið í leikjaspilun en vil samt helst geta kíkt á einn og einn leik svona við og við án þess að þurfa að stilla á lélegt quality í grafíkinni í leikjunum svo að þeir keyrist nógu vel.

Varðandi örgjörva, þá hef ég hingað til bara verið með tölvur með intel örgjörvum en er alveg tilbúinn að taka vél með amd ef það er þess virði, en ég hef einmitt séð töluvert mikið talað um að amd séu málið í dag.

Einhverjar hugmyndir?

Sent: Fim 02. Jún 2005 19:59
af gnarr
Radeon x800xl 256MB ~ 32k
AMD64 3000+ ~ 16k
DFI Lanparty NF4 SLI-DR ~ 25k
1024MB PC-3200 OCZ Premier Series Dual Channel ~ 12k
OCZ Powerstream 420W ~ 9k
Zalman CNPS7700-AlCu ~ 3k

Samtals ~ 97.000kr

and your set for life.. ;)

það er fínt onboard hljóðkort á þessu móðurborði.

svo ef þér á einhverntíman eftir að finnast tölvan hæg í framtíðinni, þá ætti að vera lítið mál að overclocka hana í eitthvað vangefið.

Sent: Fim 02. Jún 2005 21:03
af kristjanm
Hann ætti að taka nVidia skjákort ef hann tekur SLI móðurborð.

Ég myndi líka hafa aðeins öflugri örgjörva ef hann ætlar ekki að yfirklukka þetta. Taka þá 3200+/3500+ og ódýrara móðurborð. Líka hægt að fá ódýrara minni sem gerir sama gagn á DDR400.

Sent: Fim 02. Jún 2005 21:05
af SolidFeather
Taka NX6600GT hjá @tt á 20þús og DFI SLI-DR hjá Start á 19.990.

Sent: Fim 02. Jún 2005 21:20
af gnarr
afhverju ætti hann eitthvað frekar að taka nVidia skjákort þótt hann sé með borð sem býður uppá sli?
6600GT er mun lélegta kort en x800xl ati kortið er 16pípur en 6600gt kortið 8.

ég stórlega efast um að hann munu nokkurntíman nota það.

það væri reyndar kanski sniðugra fyrir hann að taka non-sli borðið http://computer.is/vorur/5150, en þá neyðist hann náttúrulega til að taka það hjá computer.is.. eða er það til annarstaðar?

þetta minni er líka alveg í það ódýrasta.

Sent: Fim 02. Jún 2005 23:19
af DoofuZ
Er computer.is eitthvað slæmt eða?

Og varðandi örgjörvann þá er þessi AMD64 3000+ örri að vinna á 1.8Ghz tíðni en ég er að leita að einhverju um 3Ghz, vil hafa þetta nógu andskoti öflugt. AMD64 3200+ og 3500+ eru undir 3Ghz líka, er það kanski samt álíka gott og 3Ghz hjá intel eða? Hvaða amd örgjörvi er í svipað öflugur og 3Ghz intel örgjörvi?

Og þetta sli, það eru s.s. móðurborð með 2 PCI Express raufar, rétt? Og það er hægt að hafa tvö eins skjákort í báðum og fá eitt öflugt útúr því er það ekki? Ef ég er ekki að misskilja eitthvað í öllu þessu nýja dæmi þá væri ég alveg til í að vera með svona sli móðurborð, svo lengi sem ég sé ekki að tapa einhverjum öðrum góðum eiginleika sem er kanski á non-sli móðurborði. Og hvernig er það annars svo með þessar PCI Express raufar, eru þær bara fyrir skjákort eða?

Sent: Fim 02. Jún 2005 23:38
af SolidFeather
Taktu AMD ef þú spilar leiki.

@Gnarr: Eyða 32þús í kort þegar að nýju kortin eru rétt handan við hornið?

Sent: Fös 03. Jún 2005 07:20
af gnarr
Solid: "nýju skjákortin" eru ALLTAF handan við hornið. það er alltaf að koma eitthvað betra, svo að hann getur alveg eins beðið endalaust.

Nýju kortin munu líka kosta um 60-70.000kr, og það er talsvert yfir hanns mörkum.

BTW, það verður mjög líklega hægt að nota crossfire á SLI móðurborðum.

Doofuz: AMD64 3000+ er öflugri en Intel Prescott 3GHz

Sent: Fös 03. Jún 2005 08:12
af kristjanm
Það getur verið löng bið í nýju kortin. En annars finnst mér Athlon64 3000+ allt of lítill örgjörvi fyrir svona stóra uppfærslu.

Sent: Fös 03. Jún 2005 08:45
af gnarr
ertu að segja mér að þér þykir 5-10% performance munur á 3000+ og 3500+ virkilega réttlæta tvöfalt hærra verð á 3500+?

ég stórlega efa það að hann eigi eftir að taka eftir muninum.

Sent: Fös 03. Jún 2005 12:53
af Yank
gnarr skrifaði:ertu að segja mér að þér þykir 5-10% performance munur á 3000+ og 3500+ virkilega réttlæta tvöfalt hærra verð á 3500+?

ég stórlega efa það að hann eigi eftir að taka eftir muninum.
Kannski taka ódýrar móðurborð og dýrari cpu.
Get ekki séð að DFI á 25 þús sé möst í þennann kassa :wink: . Enda vara sérstaklega hönnuð fyrir áhugamenn um yfirklukkunn og verðið því í samræmi við það.

Sent: Fös 03. Jún 2005 13:33
af gnarr
aldrei ða vita nema að hann fái áhuga á yfirklukkun eftir smá tíma. svo eru góð móðurborð ALDREI slæmur díll. versta sem maður getur gert er að kaupa lélegt móðurborð.

ég var líka að benda honum á 20k non-sli dfi borðið.

Sent: Fös 03. Jún 2005 15:47
af kristjanm
Þá getur hann sett auka 5k í að fá sér Athlon64 3200+.

Sent: Fös 03. Jún 2005 16:02
af Hognig
ég held að allir oc einhvertíma :D það er bara svo freistandi að prufa það og afhverju ekki að fá sér DFI borðið? bezt :D líst vel á þetta sem agnarr kom með nema ég myndi frekar vilja sjá einhvað nvidia kort (hef alltaf verið meira fyrir nvidia) :P

Sent: Fös 03. Jún 2005 16:24
af urban
Hognig skrifaði:ég held að allir oc einhvertíma :D það er bara svo freistandi að prufa það og afhverju ekki að fá sér DFI borðið? bezt :D líst vel á þetta sem agnarr kom með nema ég myndi frekar vilja sjá einhvað nvidia kort (hef alltaf verið meira fyrir nvidia) :P
ég hef nú aldrei gert það enþá.... og er ekkert að far agera það í bráð (kann það reyndar nákvæmlega ekki neitt)

Sent: Fös 03. Jún 2005 20:25
af MezzUp
Hognig skrifaði:ég held að allir oc einhvertíma :D það er bara svo freistandi að prufa það og afhverju ekki að fá sér DFI borðið?
Ekki ég*. Ókostirnir finnst mér vera stærri en kostirnir.



* enn sem komið er :P

Sent: Lau 11. Jún 2005 00:31
af DoofuZ
Ok, núna er ég kominn með eftirfarandi á lista, eitthvað vit í þessu segiði?

Skjákort: ATI Radeon X800XL 256MB 32.141 Kr. (Tölvuvirkni)
Örgjörvi: Athlon 64 3500+ (Newcastle) 25.700Kr með viftu (Start)
Móðurborð: DFI Lanparty NF4 SLI-DR 19.990Kr (Start)
Minni: 1024MB PC-3200 OCZ Premier Series Dual Channel 12.190 Kr. (Task)
PSU: 420W OCZ Powerstream aflgjafi 8.985 Kr. (Task)

Samtals: 99.006 Kr.

Varðandi þetta móðurborð... Ég sé að það er bara með tvær venjulegar PCI raufar, er það ekki full lítið af þeim? Eða get ég sett venjuleg PCI kort í PCI Express raufarnar? Og er ég alveg pottþétt með fínan kassa fyrir þetta? Ég er reyndar bara mjög ánægður með kassann en það er gott að vera viss ;)

Sent: Lau 11. Jún 2005 03:32
af gnarr
þú getur ekki sett venjulega pci kort í PCIe :p

Sent: Lau 11. Jún 2005 14:05
af galileo
líst betur á þetta sem gnarr setti fram með 3000+

AMD eru miklu betri í því að halda Tíðninni(ghz) niðri og hafa sama hraða (sem er betra.). svo bara geturu lært einfalda yfirklukkun og yfirklukkað upp í 3500+ sé ekkert gagnm í því að kaupa sér tvöfalt dýrari örgjörva og svona lítinn mun. (Gerði það nú reyndar sjálfur þegar ég var nýliði :oops: sé ný soldið eftir því)

Sent: Lau 11. Jún 2005 14:38
af DoofuZ
Ok, datt svosem í hug þetta með pci express raufarnar :roll:

En þá finnst mér þetta móðurborð vera með alltof fáum venjulegum pci raufum, hvað geri ég t.d. ef ég er með klippikort og sjónvarpskort og vil svo setja gott hljóðkort í líka? Það gengur ekki alveg upp á þessu móðurborði :cry:

Sent: Lau 11. Jún 2005 14:47
af gnarr
þá kaupiru pcie hljóðkort eða klippikort.

Sent: Lau 11. Jún 2005 14:51
af galileo
Þarft ekkert hljóðkort þetta er geðveikt hljóðkort sem er í borðinu fyrirfram(karajan 8 rása hljóðkort) og svo er PCI ekki mjög nothæft myndi frekar vilja getað sleppt þeim og sett einhvað annað í staðinn.

Þarft ekkert svona pci usb,firewire controller.

Heldur ekki neinn svona sata controller því þú getur tengt 8 sata tengjum íþetta borð svo sé ekki alveg tilhversþú þarft pci. :? Nota ekki eitt einasta sjálfur. og svo eru IDE að verða úrelt og Þ.Á.M IDE controllerar.

Það er oft búið að segja að þetta sé besta móðurborð í heiminum. :8)

Held síðan að þú ættir að fá þér nýjan kassa þar sem að artemis er svo lítill að það gæti vel verið að móbóið passi í kassan veit það samt ekki alveg.

Sent: Lau 11. Jún 2005 14:57
af DoofuZ
Já, þá hljómar þetta ekki eins vitlaust. En ég er samt að spá, er kanski eitthvað meira vit í Asus A8N-Sli Deluxe? Það er með 3 venjuleg PCI slot þó þau séu kanski meira og minna óþarfi þá lítur þetta móðurborð alveg þokkalega vel út. Ég er annars hugsanlega að fara að kaupa allt draslið bara núna rétt á eftir ;) Mjög líklega - AMD64 3500+ og + AMD64 3000+.

Sent: Lau 11. Jún 2005 15:00
af galileo
Færð meira útúr DFI borðinu fyrir monníngana. held ég

Sent: Lau 11. Jún 2005 15:07
af DoofuZ
Eða kanski ekki... Það er einhver gaur þarna sem segir undir dómunum á start.is að viftan á chippsettinu sé eitthvað svo hávær :? hmm...

Held ég kaupi bara allt sem ég sagði hér aðeins ofar og ég held að það sé kanski svoldið ósniðugt að taka AMD64 3000+ þegar ég get tekið AMD64 3500+, það er líka mælt með 3500+ í öfluga leikjavél undir þræðinum hérna þar sem eru ráðleggingar um val á íhlutum. Á ég ekki bara að skella mér í bæinn og kaupa allt draslið?