Síða 1 af 1

Tímareimaskipti í Skoda Octaviu 2011

Sent: Mán 19. Okt 2020 16:34
af Skodi88
Sæl/ir!
Langaði aðeins að forvitnast með tímareimaskipti í Skoda Octaviu dísel árgerð 2011.
Í manualinum frá Skoda segir að það sé við 210 þús kílómetra en segja ekkert til um einhvern árafjölda.
Minn er að verða 10 ára í mars 2021 en er ekki ekinn nema 115 þús.
Er einhver hérna sem er sérfræðingur í þessu og veit hvort það sé öruggt að keyra áfram að þessari tölu eða kominn tími á skipti?
Hef skoðað erlenda þræði og sumir vilja meina það sé við 10 ára aldur en svo segja sumir að það sé save að keyra upp að 210 þús óháð aldri.
Þetta er nefnilega pakki sem ég væri til í að geta sleppt við að borga sé ekki þörf á því strax :catgotmyballs

Re: Tímareimaskipti í Skoda Octaviu 2011

Sent: Mán 19. Okt 2020 16:40
af KLyX
Framleiðendur miða yfirleitt við einhverja x kílómetra eða x ár, hvort sem fyrr kemur. Þekki þetta ekki á Skoda, en gæti alveg verið að þeir miði við 210þús eða 10 ár, hvort sem fyrr kemur.

Re: Tímareimaskipti í Skoda Octaviu 2011

Sent: Mán 19. Okt 2020 18:24
af worghal
KLyX skrifaði:Framleiðendur miða yfirleitt við einhverja x kílómetra eða x ár, hvort sem fyrr kemur. Þekki þetta ekki á Skoda, en gæti alveg verið að þeir miði við 210þús eða 10 ár, hvort sem fyrr kemur.
þar sem þetta er bara VW þá gilda sömu tölur og það er einmitt 210þús eða 10ár síðast þegar ég skoðaði þetta, en það var reyndar á 2015 golf en ég trúi því alveg að þetta sé það sama.

Re: Tímareimaskipti í Skoda Octaviu 2011

Sent: Mán 19. Okt 2020 19:36
af Skodi88
Jæja þannig þessi 10 ár virðast eiga við einhver rök að styðjast.
Þetta er bara rosalegur pakki! 170 þús hjá Bílson (sem ég vill helst láta þjónusta hann)

Re: Tímareimaskipti í Skoda Octaviu 2011

Sent: Mán 19. Okt 2020 21:10
af tobbibraga
Ég er með 2016 Skoda superb og var að kaupa tímareim og vatnsdælu í bílanaust það er nákvæmlega sama og Hekla er að selja ss orginal sett, í Heklu kostaði það rétt tæp 80.000 en í bílanaust borgaði ég 35,225, þetta sett er gefið upp fyrir 210,000 km eða 10 ár.
ég er að skipta núna í annað skiptið í þessum bíl enda er hann að detta í 400,000km eða 399,345 :D rétt tilkeyrt kvikind

Re: Tímareimaskipti í Skoda Octaviu 2011

Sent: Mán 19. Okt 2020 21:24
af Skodi88
tobbibraga skrifaði:Ég er með 2016 Skoda superb og var að kaupa tímareim og vatnsdælu í bílanaust það er nákvæmlega sama og Hekla er að selja ss orginal sett, í Heklu kostaði það rétt tæp 80.000 en í bílanaust borgaði ég 35,225, þetta sett er gefið upp fyrir 210,000 km eða 10 ár.
ég er að skipta núna í annað skiptið í þessum bíl enda er hann að detta í 400,000km eða 399,345 :D rétt tilkeyrt kvikind
Það er reyndar svakalegur munur!
Og hvert ferðu með hann til að láta skipta um? :-k

Re: Tímareimaskipti í Skoda Octaviu 2011

Sent: Mán 19. Okt 2020 21:53
af tobbibraga
ég fæ pólverja hér í kef til að henda henni í fyrir 40,000 sá var að vinna í Heklu reykjanesbæ í 6 ár

Re: Tímareimaskipti í Skoda Octaviu 2011

Sent: Fim 22. Okt 2020 08:21
af Halli25
átti 2 Skoda octaviur og það var skipt um tímareimi á 120K KM fresti eða 6 ára hvort sem kom á undan ef mig misminnir ekki.

Re: Tímareimaskipti í Skoda Octaviu 2011

Sent: Fim 22. Okt 2020 10:52
af worghal
tobbibraga skrifaði:Ég er með 2016 Skoda superb og var að kaupa tímareim og vatnsdælu í bílanaust það er nákvæmlega sama og Hekla er að selja ss orginal sett, í Heklu kostaði það rétt tæp 80.000 en í bílanaust borgaði ég 35,225, þetta sett er gefið upp fyrir 210,000 km eða 10 ár.
ég er að skipta núna í annað skiptið í þessum bíl enda er hann að detta í 400,000km eða 399,345 :D rétt tilkeyrt kvikind
100þ km á ári? holy moly!

Re: Tímareimaskipti í Skoda Octaviu 2011

Sent: Lau 24. Okt 2020 16:51
af tobbibraga
hehe já enda taxi :)