Síða 1 af 1
Álit á MI 34" Curved skjár
Sent: Fös 16. Okt 2020 10:47
af Richter
Sælir,
einhverjir með reynslu og skoðun á
https://mii.is/collections/hljod-og-myn ... monitor-34 og hvernig hann er?
Stór skjár á góðu verði, en er hann að standa undir?
Þakka fyrirfram

Re: Álit á MI 34" Curved skjár
Sent: Fös 16. Okt 2020 10:50
af zurien
Re: Álit á MI 34" Curved skjár
Sent: Fös 16. Okt 2020 10:56
af Richter
Já ég þoli ekki svona reviews þar sem aðilinn fær borgað fyrir hvert selt unit í gegnum hann eða simply promoted video. Þetta er svo styggilega asnalegt, ekkert ósvipað og hlusta á "áhrifavald" tala þvælu um einhvern stól sem hann fékk frítt frá Húsgagnahöllinni.
Re: Álit á MI 34" Curved skjár
Sent: Fös 16. Okt 2020 11:12
af zurien
Vissulega, algerlega sammála.
Þessi keypti þennan í gegnum patreon styrki...en ok

Re: Álit á MI 34" Curved skjár
Sent: Fös 16. Okt 2020 12:39
af Viggi
Þessi borgar sitt dót sjálfur áður en hann dæmir. Myndi sjálfur henda mér á hann ef ég væri að fá mér skjá í dag
https://www.youtube.com/watch?v=JWo34Cf4E3I&t=386s
Re: Álit á MI 34" Curved skjár
Sent: Fös 16. Okt 2020 13:07
af Dr3dinn
34" verða svo langir og þunnir, margir i kringum mig fara i samsung odyssy 32" bara til að fá fulla stærð á skjá.
Re: Álit á MI 34" Curved skjár
Sent: Þri 20. Okt 2020 08:20
af brynjarbergs
Ég var að panta mér þennan og fæ afhent á morgun (landsbyggðarpakk).
Verður gaman að sjá hvernig hann stendur sig :-)
Re: Álit á MI 34" Curved skjár
Sent: Þri 20. Okt 2020 10:10
af Jón Ragnar
Dr3dinn skrifaði:34" verða svo langir og þunnir, margir i kringum mig fara i samsung odyssy 32" bara til að fá fulla stærð á skjá.
Hann er samt í 1440p hæð. Það er mjög fínt
Re: Álit á MI 34" Curved skjár
Sent: Þri 20. Okt 2020 19:24
af kizi86
Richter skrifaði:Já ég þoli ekki svona reviews þar sem aðilinn fær borgað fyrir hvert selt unit í gegnum hann eða simply promoted video. Þetta er svo styggilega asnalegt, ekkert ósvipað og hlusta á "áhrifavald" tala þvælu um einhvern stól sem hann fékk frítt frá Húsgagnahöllinni.
endilega bentu mér á asnalegu hlutina í þessu vídjói? hvar er hann að tala þvælu? fannst hann akkúrat fara fáránlega vel í smáatriðin og var alveg vel gagnrýninn á skjáinn, fór vel í hvernig hann performar, og líka góður samanburður við aðra skjái. nákvæmlega ekkert í þessu vidjói samanburðarhæft við hvað þú ert að þvæla um.. ég er alveg sammála um áhrifavaldadjókið, en það bara á alls ekki við hérna.
Re: Álit á MI 34" Curved skjár
Sent: Þri 20. Okt 2020 19:37
af DaRKSTaR
örugglega fínasti skjár, ég var að skoða þetta á fullu sjálfur og ákvað að fá mér samsung g7 odyssey 32", efast um að ég gæti vanist svona ultrawide.
Re: Álit á MI 34" Curved skjár
Sent: Fim 22. Okt 2020 08:22
af brynjarbergs
Ég er að fíla þennan skjá í ræmur!
Spilaði bæði Rocket League (windowed í 1920x1080 144hz) meðan ég var með hellings info sitt hvorum megin (discord, chrome etc etc)
Svo fór ég í Amnesia: Rebirth og drullaði harkalega á mig...
Engan veginn vonsvikinn með þessi kaup!
Gæði & hraði!
Re: Álit á MI 34" Curved skjár
Sent: Fim 22. Okt 2020 23:58
af ElvarP
Var sjálfur í hugleyðingum að kaupa mer 34" 1440hp 144hz ultrawide skjá og endaði að kaupa þennan:
https://www.coolshop.is/vara/lenovo-g34 ... de/23647A/
Alveg töluvert ódýrari heldur en MI skjárinn með svipaða specca,
En minn lenovo skjár reyndar bilaði eftir 2 vikur í notkun (kominn svona rönd á botni skjásins), á eftir að fara með hann í ábyrgðarþjónustu. Hefði alveg mælt með honum hefði hann ekki bilað, var mjög glaður með hann, ég hef líklegast bara fengið slæmt eintak.