Síða 1 af 1
Finna hita inn í kassanum.?
Sent: Mán 12. Okt 2020 22:50
af Aimar
sælir .
Hvernig hafa menn verið að mæla lofthitann í kassanum?
Hvað telja menn góðan lofthita?
Re: Finna hita inn í kassanum.?
Sent: Mán 12. Okt 2020 23:20
af vesi
held að fólk sé alment ekki að mæla Lofthitan í kassanum, allavega hef ég ekki séð mæli á mínum móðuborðum.
Hinnsvegar er hægt að fylgjast með hita íhluta s.s. cpu,gpu,ram (held ég), og eflaust fleirru.
Leitar bara að t.d cpu temp á guggle og fynnur forrit eins og speccy, afterburner fyrir msi. ofl.
Re: Finna hita inn í kassanum.?
Sent: Þri 13. Okt 2020 09:54
af Aimar
Takk fyrir i leggið , geri það alltaf.
Er að hugsa um hraðann a viftunum og hvenær þær eru orðnar nægilega hraðar til að viðhalda nægu loftflæði.
Re: Finna hita inn í kassanum.?
Sent: Þri 13. Okt 2020 11:57
af Hizzman
Veðurstöð með þráðlausum nema?
Re: Finna hita inn í kassanum.?
Sent: Þri 13. Okt 2020 12:16
af Njall_L
Sum nýrri móðurborð og skjákort hafa hitanema víðsvegar um borðin en ekki bara á mikilvægustu íhlutunum, spurning hvort það sé eitthvað sem þú getur skoðað?
Annars hef ég notað fjölsviðsmæla (rafmagnsmæla) með hitanema og fest einn nema í miðju kassans og annan utan. Þá ertu kominn með hitamun innan og utan kassans. Síðan hef ég fest þriðja nemann á mismunandi stöðum innan kassans og þannig tekist að mappa aðeins hvernig hitinn hagaði sér. Mikilvægt að nota bara alltaf sama stress-test og passa að viftur séu að snúast á sama hraða en ekki breytilegum.
Re: Finna hita inn í kassanum.?
Sent: Þri 13. Okt 2020 12:53
af vesi
Njall_L skrifaði:Sum nýrri móðurborð og skjákort hafa hitanema víðsvegar um borðin en ekki bara á mikilvægustu íhlutunum, spurning hvort það sé eitthvað sem þú getur skoðað?
Annars hef ég notað fjölsviðsmæla (rafmagnsmæla) með hitanema og fest einn nema í miðju kassans og annan utan. Þá ertu kominn með hitamun innan og utan kassans. Síðan hef ég fest þriðja nemann á mismunandi stöðum innan kassans og þannig tekist að mappa aðeins hvernig hitinn hagaði sér. Mikilvægt að nota bara alltaf sama stress-test og passa að viftur séu að snúast á sama hraða en ekki breytilegum.
Ekki àttu link á svona mæli?
Re: Finna hita inn í kassanum.?
Sent: Þri 13. Okt 2020 13:01
af Njall_L
vesi skrifaði:Njall_L skrifaði:Sum nýrri móðurborð og skjákort hafa hitanema víðsvegar um borðin en ekki bara á mikilvægustu íhlutunum, spurning hvort það sé eitthvað sem þú getur skoðað?
Annars hef ég notað fjölsviðsmæla (rafmagnsmæla) með hitanema og fest einn nema í miðju kassans og annan utan. Þá ertu kominn með hitamun innan og utan kassans. Síðan hef ég fest þriðja nemann á mismunandi stöðum innan kassans og þannig tekist að mappa aðeins hvernig hitinn hagaði sér. Mikilvægt að nota bara alltaf sama stress-test og passa að viftur séu að snúast á sama hraða en ekki breytilegum.
Ekki àttu link á svona mæli?
Það er auðvitað til aragrúi af fjölsviðsmælum sem styðja hitamælingu. Ég hef mest verið að nota mæla frá Fluke, Tenma, Extech, Amprobe og Testboi og að mínu mati eru langbestu kaupin í Extech, fást hjá Fálkanum. Þeir eru í ódýrari kantinum en gefa manni áræðanlegar mælingar hratt og eru ekki úttroðnir með hinum ýmsu aukafídusum.
Dæmi um nokkra sem styðja hitamælingu:
-
https://falkinn.is/vara/fjolsvidsmaelar-mn36-og-mn36/
-
https://falkinn.is/vara/litlir-fjolsvidsmaelar-mn16a/
-
https://falkinn.is/vara/oflugir-fjolsvidsmaelar-ex505/
-
https://falkinn.is/vara/snertilaus-fjol ... lir-ex330/
Svo eru líka til frá þeim sérstakir hitamælar en ég hef ekki prófað þá sjálfur
-
https://falkinn.is/vara/hitamaelar-tm20/
Re: Finna hita inn í kassanum.?
Sent: Þri 13. Okt 2020 13:13
af Aimar
Njall_L skrifaði:vesi skrifaði:Njall_L skrifaði:Sum nýrri móðurborð og skjákort hafa hitanema víðsvegar um borðin en ekki bara á mikilvægustu íhlutunum, spurning hvort það sé eitthvað sem þú getur skoðað?
Annars hef ég notað fjölsviðsmæla (rafmagnsmæla) með hitanema og fest einn nema í miðju kassans og annan utan. Þá ertu kominn með hitamun innan og utan kassans. Síðan hef ég fest þriðja nemann á mismunandi stöðum innan kassans og þannig tekist að mappa aðeins hvernig hitinn hagaði sér. Mikilvægt að nota bara alltaf sama stress-test og passa að viftur séu að snúast á sama hraða en ekki breytilegum.
Ekki àttu link á svona mæli?
Það er auðvitað til aragrúi af fjölsviðsmælum sem styðja hitamælingu. Ég hef mest verið að nota mæla frá Fluke, Tenma, Extech, Amprobe og Testboi og að mínu mati eru langbestu kaupin í Extech, fást hjá Fálkanum. Þeir eru í ódýrari kantinum en gefa manni áræðanlegar mælingar hratt og eru ekki úttroðnir með hinum ýmsu aukafídusum.
Dæmi um nokkra sem styðja hitamælingu:
-
https://falkinn.is/vara/fjolsvidsmaelar-mn36-og-mn36/
-
https://falkinn.is/vara/litlir-fjolsvidsmaelar-mn16a/
-
https://falkinn.is/vara/oflugir-fjolsvidsmaelar-ex505/
-
https://falkinn.is/vara/snertilaus-fjol ... lir-ex330/
Svo eru líka til frá þeim sérstakir hitamælar en ég hef ekki prófað þá sjálfur
-
https://falkinn.is/vara/hitamaelar-tm20/
Snillingur takk.
Re: Finna hita inn í kassanum.?
Sent: Þri 13. Okt 2020 13:17
af Hizzman
Re: Finna hita inn í kassanum.?
Sent: Þri 13. Okt 2020 16:26
af elri99
Gætir notað Shelly 1 og tengt við hann 1-3 hitaskynjara. Shelly1 gengur á 12voltum eða 220V. Svo gerturðu látið hann kveikja á viftu þegar hitinn fer yfir einhver mörk sem þú setur. Notar svo Shelly appið eða browser UI til að fyljast með hitanum. Þar sérðu líka hvernig hitinn hefur verið undanfarnar vikur og mánuði.
https://shelly.cloud/products/shelly-1- ... ion-relay/
https://shop.shelly.cloud/temperature-s ... mation#315
Re: Finna hita inn í kassanum.?
Sent: Þri 13. Okt 2020 20:03
af pepsico
Þetta er tilgangslaus æfing að mínu mati. Þú ert nú þegar að fá góðar hitatölur beint frá skjákortinu og örgjörvanum - sem eru ekki bara íhlutirnir sem breyta getu tölvunnar mest eftir hitastigi, heldur líka þeir sem eru uppruni nánast alls varma í kassanum. Ofan á það er þegar hægt að fá fullt af öðrum hitatölum t.d. er móðurborðið þitt með tíu hitamælum, átta "innvortis" og tvo "útvortis".
Það er miklu betra að læsa kúrvurnar á kassaviftunum við skjákortið eða örgjörvann (ég nota örgjörvann) en einhvern útvortis hitamæli í kassanum. Það sem skiptir máli er að halda þessum ákveðnu íhlutum á ákveðnu hitabili.
Það gerist aldrei hjá mér að skjákortið sé á fullu án þess að örgjörvinn sé þá líka í vinnslu svo ég læsi þessu við örgjörvann. Ekkert annað í tölvunni getur myndað svo merkilegan varma að það réttlæti að kassavifturnar keyri sig hærra svo það er einföld og frábær lausn.