Síða 1 af 1

uppfærsla, tímabundinn ódýr aflgjafi

Sent: Mán 05. Okt 2020 19:15
af DaRKSTaR
er að uppfæra og nenni ekki að rífa 850w psu úr vélinni hjá mér fyrren ég er kominn með rtx3080 í hendur og var að velta fyrir mér
að kaupa bara ódýran https://www.computer.is/is/product/aflg ... s-aps-720w

til að nota í millitíðinni, ætla bara að henda vélinni saman í nýjann kassa án skjákorts og nota bara onboard skjákort þar til að ég fæ skjákort í hendur
og vill ekki tæta vélina hjá mér niður þar sem ég ætla að nota hana þar til allt er komið.

er þessi psu ekki meira en nóg til að keyra 10900k, m2 ssd og 32gb minni á stock settings.. veit að þetta er dirt cheap aflgjafi en
finnst ekki meika sens að kaupa aflgjafa á 30-40 þús þar sem ég er með topp aflgjafa í vélinni hjá mér og fengi aldrei neitt af viti þannig að það myndi
ekki meika sens hjá mér að selja vélina með þessum aflgjafa í, var að hugsa að henda honum bara saman í endirnn með þessu psu.

nema einhver eigi góðann 850w modular psu til sölu á eðlilegu verði, ekki beint risa markaður á akureyri með notuð power supply, ég held að ég sé að reikna þetta rétt, 850w ætti að vera nóg fyrir 10900k með rtx3080 eða þarf ég að fara í 1000w?

Re: uppfærsla, tímabundinn ódýr aflgjafi

Sent: Mán 05. Okt 2020 19:35
af pepsico
Ég skil ekki alveg hvað er að gerast í þessari sögu en: Þessi 850W aflgjafi sem þú ert með er miklu meira en nóg fyrir 10900K með RTX 3080. Auk þess er 720W aflgjafi ca. tvö til þrefalt meira en nóg fyrir skjákortslausa vél með 10900K.

Re: uppfærsla, tímabundinn ódýr aflgjafi

Sent: Mán 05. Okt 2020 19:43
af SolidFeather
Ég myndi ekki treysta þessum Inter Tech aflgjafa...

Re: uppfærsla, tímabundinn ódýr aflgjafi

Sent: Mán 05. Okt 2020 19:56
af pepsico
Ég hef séð nákvæmlega þennan 720W Inter Tech aflgjafa bila ansi oft hjá vinum og vandamönnum, virðist hafa verið gríðarlega vinsæl vara yfir árin, en það er alltaf eftir 4-8 ára notkun og þeir hafa aldrei skemmt út frá sér. Ég myndi ekki hafa áhyggjur af honum í skjákortslausri uppsetningu en ég er sammála því að þessum aflgjafa er ekki treystandi fyrir lokauppsetningunni m. 10900K og RTX 3080.

Re: uppfærsla, tímabundinn ódýr aflgjafi

Sent: Mán 05. Okt 2020 20:19
af DaRKSTaR
pepsico skrifaði:Ég hef séð nákvæmlega þennan 720W Inter Tech aflgjafa bila ansi oft hjá vinum og vandamönnum, virðist hafa verið gríðarlega vinsæl vara yfir árin, en það er alltaf eftir 4-8 ára notkun og þeir hafa aldrei skemmt út frá sér. Ég myndi ekki hafa áhyggjur af honum í skjákortslausri uppsetningu en ég er sammála því að þessum aflgjafa er ekki treystandi fyrir lokauppsetningunni m. 10900K og RTX 3080.
það var aldrei hugsunin að nota hann í endanlegri uppsetningu, þegar hvenær sem ég fæ kortið í hendur þá myndi ég rífa 850w psu úr vélinni sem ég
er með núna og færa yfir og basicly henda þessu þessu 720w í gömlu vélina og selja hana þannig.

Re: uppfærsla, tímabundinn ódýr aflgjafi

Sent: Mán 05. Okt 2020 20:27
af jonsig
Þú getur auðveldlega sprengt útganginn á þessu drasli og skemmt kortið.

Frítt rafeindavirkjatips dagsins

Bequiet dark power p11 (850w) er 950W við 50c° m.v. test. Þessi et kannski 600W með klikkuðum spennugárum og lélegum viðbragðstíma á snöggum breytingum á afl dragi

Re: uppfærsla, tímabundinn ódýr aflgjafi

Sent: Mán 05. Okt 2020 20:46
af jonsig
Því miður eru engin traustvekjandi psu á undir 25k hérna á klakanum

Re: uppfærsla, tímabundinn ódýr aflgjafi

Sent: Mán 05. Okt 2020 20:49
af DaRKSTaR
jonsig skrifaði:Þú getur auðveldlega sprengt útganginn á þessu drasli og skemmt kortið.

Frítt rafeindavirkjatips dagsins

Bequiet dark power p11 (850w) er 950W við 50c° m.v. test. Þessi et kannski 600W með klikkuðum spennugárum og lélegum viðbragðstíma á snöggum breytingum á afl dragi
sé bara engann með nein góð psu til á lager á skerinu.

næsta sem ég kemst þessu er corsair 850w sem er í raun á pari við thermaltake grand 850w gold sem ég er með nú þegar
kannski bara best að geyma dótið þar til allt er komið og notast við psu sem ég hef.

Re: uppfærsla, tímabundinn ódýr aflgjafi

Sent: Mán 05. Okt 2020 20:54
af jonsig
Oft til sölu notuð high end psu á vaktinni. Frekar tæki ég 5ára dark power pro yfir eitthvað king-kong rusl ef maður splæsir í svona dýr skjákort . Vissulega geta þau bilað þessi dýru, en þó hönnuð með einhverju efforti til að eyðileggja ekki útfrá sér

Re: uppfærsla, tímabundinn ódýr aflgjafi

Sent: Þri 06. Okt 2020 11:20
af ÓmarSmith
hvað með öll Corsair CX / RM psu ?

Kosta frá 15k og skilst að þau séu fantagóð.
Er sjálfur með RM650 og hef aldrei orðið var við vesen.

Re: uppfærsla, tímabundinn ódýr aflgjafi

Sent: Þri 06. Okt 2020 11:22
af Harold And Kumar
ÓmarSmith skrifaði:hvað með öll Corsair CX / RM psu ?

Kosta frá 15k og skilst að þau séu fantagóð.
Er sjálfur með RM650 og hef aldrei orðið var við vesen.
Ég hef unnið með cx 750m og rm650x aflgjöfum, og þeir eru báðir mjög áreiðanlegir

Re: uppfærsla, tímabundinn ódýr aflgjafi

Sent: Þri 06. Okt 2020 12:36
af jonsig
ÓmarSmith skrifaði:hvað með öll Corsair CX / RM psu ?

Kosta frá 15k og skilst að þau séu fantagóð.
Er sjálfur með RM650 og hef aldrei orðið var við vesen.

Ódýru Corsair eru sorp, passa sig á að skoða svona síðu fyrst.

http://www.realhardtechx.com/index_arch ... abase.html