Síða 1 af 1

Hvaða vélbúnað/hugbúnað er best að nota fyrir heimanetþjón + Kodi?

Sent: Mið 30. Sep 2020 13:49
af Zeratul
Góðan daginn.

Ég er með nokkrar spurningar varðandi internetþjónustu/router, netþjón og Kodi.
Mig er farið að langa að hýsa minn eigin netþjón hérna heima. Þetta væri þá til að komast í helstu skrár sem ég gæti þurft að nota að heiman og einnig til að synca dagatal í símann og eitthvað svoleiðis dútl.

Núna hef ég enga reynslu í svona málum en hvaða vélbúnað/hugbúnað væri best fyrir mig að nota í svona? Ég hef aðeins skoðað að nota ubuntu server með nextcloud en þegar ég ætlaði að prófa að setja svoleiðis upp í borðtölvunni þá komst ég að því að ég þurfi að vera með fasta ip tölu til að geta gert þetta í gegnum routerinn minn (er með 4g huawei router hjá nova) þannig að ég fór ekkert lengra með það. Ég er reyndar líka að spá í að fara að skipta um nettengingu þannig að það væri líka gott að fá góð ráð varðandi möguleika þar, bæði með fyrirtæki og hvernig router væri hentugur. Er í Keflavík og get í mesta lagi fengið 50 mb ljósnet.

Ég er búinn að vera að nota plex frá borðtölvunni en langar að vera með dedicated græju fyrir eitthvað eins og Kodi. Gæti ég notað sömu vél fyrir þennan server sem ég er að hugsa um og Kodi fyrir sjónvarpið? Ef það er hægt væri sniðugt að nota eitthvað eins og Raspberry Pi eða eitthvað annað?

Afsakið hvað þessi þráður fór út um allt. Allar ábendingar, vísbendingar og ráð eru vel þegin.

Re: Hvaða vélbúnað/hugbúnað er best að nota fyrir heimanetþjón + Kodi?

Sent: Mán 05. Okt 2020 15:55
af kusi
Það að setja upp sinn eigin heimaserver er mjög skemmtilegt verkefni. Það er margt að varast og i mörg horn að líta en það er líka mikið um gagnlegar leiðbeiningar á netinu.

En að þeim spurningum sem þú hefur:

Já, þú getur notað sömu vél fyrir t.d. NextCloud og fyrir Plex Media Server (þ.e. keyrt á sama server). Mín reynsla er sú að á heimilis server er ekki þannig álag á hverri þjónustu að þú getir ekki keyrt margar saman á einni vél.

Ég er ekki viss um að Raspberry Pi myndi duga vel fyrir Plex þar sem örgjörvinn er varla nógu öflugur til að geta "transkóðað" efni samhliða spilun. Það má þó vera að það séu einhverjar nýjar útfærslur sem eru öflugri sem ég þekki ekki.

Hvaða vélbúnað þú notar fer kannski eftir því hvað þú vilt eyða miklum peningum í þetta. Sjálfur er ég með gamla Core2Quad vél sem dugar vel.

Varðandi hugbúnað þá er ekki óalgengt að nota einhverja útgáfu af Linux sem stýrikerfi og svo keyra hverja þjónustu í Docker þar ofan á.

Hér er tutorial sem gæti gagnast þar sem farið er yfir algengar þjónustur sem keyrðar eru á heimaserverum, hvernig vélbúnað væri hægt að nota ofl.:
https://www.smarthomebeginner.com/traef ... -tutorial/

Re: Hvaða vélbúnað/hugbúnað er best að nota fyrir heimanetþjón + Kodi?

Sent: Mán 05. Okt 2020 16:44
af vesi
Zeratul skrifaði:Góðan daginn.

Er í Keflavík og get í mesta lagi fengið 50 mb ljósnet.
En kapalvæðing https://www.kv.is/

Re: Hvaða vélbúnað/hugbúnað er best að nota fyrir heimanetþjón + Kodi?

Sent: Þri 06. Okt 2020 06:13
af dori
Ef þú ert fastur á 4G nettengingu í einhvern tíma (ef það virkar fyrir þig myndi ég líklega hanga þar þangað til það er í boði að fá ljósleiðara) þá ættirðu að geta borgað fyrir að fá fasta ip tölu á þetta box.

Re: Hvaða vélbúnað/hugbúnað er best að nota fyrir heimanetþjón + Kodi?

Sent: Mið 07. Okt 2020 11:53
af Zeratul
Takk fyrir svörin.

Ég endaði á því að kaupa mér Raspberry Pi 4, 4gb. Er búinn að setja upp Kodi og það virkar fínt eftir að ég jók minnið sem skjákjarninn fær til afnota. Fyrir það þá hrundi Kodi um leið og ég reyndi að spila myndbönd.

Skjámyndin passaði ekki rétt á sjónvarpinu hjá mér, myndin náði aðeins út fyrir rammann. Mér sýnist þetta hafa lagast við það að setja upp xscreensaver sem ég var reyndar að setja upp til að geta vakið skjáinn remotely með vnc svo ég þurfi ekki að vera með lyklaborð eða mús tengt við Pi.

Kapalvæðing segist geta boðið mér 500 mb tengingu með fastri ip tölu þar sem ég er staðsettur. Mér finnst alveg líklegt að ég taki því, veit ekkert hvenær ljósleiðari á að koma hingað í hverfið.

Ég er aðeins búinn að skoða þetta Docker en skil það ekki alveg nógu vel ennþá, er það eitthvað sem ég ætti að reyna að nota í framtíðinni þegar ég fer að keyra serverinn eða er fínt að setja forritin bara upp eins og maður gerir venjulega? Ég veit ekki alveg hver munurinn er.


Allt í allt er þetta mjög skemmtilegt og fræðandi. Ekki svo mikið vesen hingað til en ég hef líka aðeins verið að gera mjög einfaldar aðgerðir.

Re: Hvaða vélbúnað/hugbúnað er best að nota fyrir heimanetþjón + Kodi?

Sent: Mið 07. Okt 2020 12:09
af Hjaltiatla
Zeratul skrifaði:Takk fyrir svörin.
Ég er aðeins búinn að skoða þetta Docker en skil það ekki alveg nógu vel ennþá, er það eitthvað sem ég ætti að reyna að nota í framtíðinni þegar ég fer að keyra serverinn eða er fínt að setja forritin bara upp eins og maður gerir venjulega? Ég veit ekki alveg hver munurinn er.


Allt í allt er þetta mjög skemmtilegt og fræðandi. Ekki svo mikið vesen hingað til en ég hef líka aðeins verið að gera mjög einfaldar aðgerðir.
Held það sé nokkuð borðleggjandi sérstaklega þar sem þú ert að nota Raspberry pi að það er eina vitið að keyra þjónustur á Docker containerum.
Meiri hlutinn af fólki inná https://www.reddit.com/r/selfhosted/ keyrir stóran hluta af sínum þjónustum í container uppsetningum (þar á meðal ég). Hins vegar er þetta eins og margt annað sem maður þarf að setja sig inní (ekkert óyfirstíganlegt). Byrjaðu bara að fikta og sjáðu hvert það leiðir þig.

Hérna eru fyrirfram skilgreindar þjónustur sem ég mæli með í Docker uppsetningar:
https://fleet.linuxserver.io/

Ætla ekki að skrifa ritgerð um Docker , mun auðveldara að detta inná Udemy kúrs sem kennir þér þetta og hægt og rólega byrja hlutinir að verða skýrari.