Síða 1 af 1

Um RAM

Sent: Þri 31. Maí 2005 14:29
af Arkidas
Ég er núna með einn 512MB DDR kubb og einn 256 í vélinni minni. Ég var að spá í að kaupa annan 512 og skipta honum yfir þennan 256, mun það muna einhverju uppá hraða? Ég meina þá einhverju sem maður tekur eftir..

Sent: Þri 31. Maí 2005 15:12
af MezzUp
Hmm, auka 256 meg... það er spurning.
Í hvernig vinnslu ertu? Tölvuleikjum aðallega eða myndvinslu eða?
Geturðu ekki haft alla þrjá kubbana saman?

Sent: Þri 31. Maí 2005 15:24
af Stutturdreki
Ef þú kaupir annann alveg eins og nærð minninu í Dual Channel (að því gefnu að móðurborðið styðji það) þá ættirðu að fá ágætis hraðaaukningu á minnisvinnslu.

Samt ekki víst að þú verðir var við það svona í almennri tölvunotkun :) 768Mb er annars nóg fyrir flesta vinnslu, en yfirleitt er meira betra.

Sent: Þri 31. Maí 2005 16:09
af Arkidas
Spila mest leiki, ég veit ekki nákvæmlega hvaða 512 vinnsulminni ég er með núna en svona er sagt frá því í lýsingu Tölvulistanns.
Vinnsluminni - 512MB DDR 400MHz hágæða minni frá Corsair með lífstíðarábyrgð

Spurning hvort þetta sé ekki það http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=1149