Síða 1 af 1
Vantar "PÍPARA" allir ofnar kaldir!!! KOMIÐ Í LAG
Sent: Mán 28. Sep 2020 22:05
af Verisan
Vantar "PÍPARA" allir ofnar kaldir!!!
Er einhver pípari hérna sem getur kíkt á þetta hjá mér?
Málið er að allir ofnar í íbúðinni eru kaldir.
Búinn að tappa af lofti, sem var ekkert, sprautaði bara vatni (ekkert fruss).
Búinn að berja tippinn á öllum ofnum, ekkert gerist.
Búinn að skrúfa upp og niður þrýstijafnarann, ekker gerist.
Fékk góðan vin sem er smiður til að kíkja á mælana, og hann sagði
að þrýstingurinn inn í hús er eðlilegur, og hitastig er rétt.
Mín tilfinning er að þrýstijafnarinn er ekki að gera sig.
En vantar virkilega einhvern með þekkingu á þessu til að skoða þetta.
Þetta er tvíbýli í Grafarvogi, efri og neðri hæð, og það er það sama á báðum hæðum.
Húsið er byggt 86' með Danfoss ofnastilli.
Öll hjálp vel þeginn.
Re: Vantar "PÍPARA" allir ofnar kaldir!!!
Sent: Mán 28. Sep 2020 22:30
af DaRKSTaR
getur prufað að taka þreifarann af og athuga hvort það sé drulla að stífla endann á honum , þreifarinn er koparrörið sem er vafið upp eins og gormur á inntaksgrindinni,,, skrúfa fyrst fyrir vatnsinntakið
Re: Vantar "PÍPARA" allir ofnar kaldir!!!
Sent: Mán 28. Sep 2020 23:10
af Verisan
Takk fyrir svarið DaRKSTaR.
Örugglega eitthvað sem hægt væri að skoða.
En vill sem minnst fikta í þessu. því ég hef enga þekkingu á þessu.
Væri frekar til í að fá fagmann til að kíkja á þetta.
Re: Vantar "PÍPARA" allir ofnar kaldir!!!
Sent: Mán 28. Sep 2020 23:28
af lifeformes
Auglýstu inná Facebook á grúbbu, iðnaðarmenn Íslands, þar eru menn með réttindi
Re: Vantar "PÍPARA" allir ofnar kaldir!!!
Sent: Þri 29. Sep 2020 00:38
af Verisan
Ég hætti á facebook, fyrir fjórum árum, og sé ekki eftir því.
Ég veit að það er allt á facebook.
En takk fyrir að nefna iðnaðarmenn Íslands.
Því þeir eru með "venjulega" síðu sem hægt er að setja inn upplýsingar, um hvað málið snýst og óska eftir aðstoð, sem ég hef og gert.
Re: Vantar "PÍPARA" allir ofnar kaldir!!!
Sent: Þri 29. Sep 2020 01:28
af Sir_Binni
Þrýstijafnarinn líklegast sökudólgurinn. Menn hafa verið að taka þá í sundur og hreinsa fyrir einhvern aur en stundum borgar sig bara að fá sér nýjan ef hann er kominn á aldur. Annars er hætta á að hann festist aftur og aftur.
Væri möguleiki á að fá myndir af grindinni?
Re: Vantar "PÍPARA" allir ofnar kaldir!!!
Sent: Þri 29. Sep 2020 10:17
af tanketom
Pípari með 6 ára starfsreynslu. 7611205
Fann þetta á fb fyrir þig, getur prófað að bjalla í hann
Re: Vantar "PÍPARA" allir ofnar kaldir!!!
Sent: Þri 29. Sep 2020 11:28
af Frussi
Sir_Binni skrifaði:Þrýstijafnarinn líklegast sökudólgurinn. Menn hafa verið að taka þá í sundur og hreinsa fyrir einhvern aur en stundum borgar sig bara að fá sér nýjan ef hann er kominn á aldur. Annars er hætta á að hann festist aftur og aftur.
Væri möguleiki á að fá myndir af grindinni?
Allt var kalt hjá mér fyrir einhverju síðan. Keypti nýja jafnara og allt lagaðist
Re: Vantar "PÍPARA" allir ofnar kaldir!!! KOMIÐ Í LAG
Sent: Þri 29. Sep 2020 17:03
af Verisan
Takk fyrir aðstoðina.
Lagði inn beiðni hjá
https://idnadarmennislands.is/
Fékk svar í morgun, og hann kom og græjaði þetta.
Eins og menn grunuðu þá var þetta þrýstijafnarinn.
þannig að nú er heitt í kotinu.
Re: Vantar "PÍPARA" allir ofnar kaldir!!! KOMIÐ Í LAG
Sent: Þri 29. Sep 2020 22:23
af pepsico
Hvað kostaði þetta með öllu? Er í sama ástandi.
Re: Vantar "PÍPARA" allir ofnar kaldir!!! KOMIÐ Í LAG
Sent: Þri 29. Sep 2020 23:04
af Verisan
Þrýstijafnarinn er á ca. 70.Þ
Vinnna og akstur ca.30.
Unnið af fyritæki sem heitir AfarLagnir.
Sigurjón H Steindórsson Pípulagningameistari með 15 ára starfsreinslu.
Get alveg mælt með honum, en þetta kostar, þannig er þetta bara.
Re: Vantar "PÍPARA" allir ofnar kaldir!!! KOMIÐ Í LAG
Sent: Mið 30. Sep 2020 08:54
af Pandemic
Verisan skrifaði:Þrýstijafnarinn er á ca. 70.Þ
Vinnna og akstur ca.30.
Unnið af fyritæki sem heitir AfarLagnir.
Sigurjón H Steindórsson Pípulagningameistari með 15 ára starfsreinslu.
Get alveg mælt með honum, en þetta kostar, þannig er þetta bara.
Þrýstijafnarinn er 45 og hann tekur 24þúsund af sem er afslátturinn í vasann.
þannig að vinnan er í raun á 54 þegar nánar er skoðað.
Þess vegna sem sumir píparar koma ekki ef þú segist vera með efni sjálfur.
Re: Vantar "PÍPARA" allir ofnar kaldir!!! KOMIÐ Í LAG
Sent: Mið 30. Sep 2020 09:47
af Plushy
Svo áttu að geta fengið endurgreiddan VSK af vinnunni amk.
Re: Vantar "PÍPARA" allir ofnar kaldir!!! KOMIÐ Í LAG
Sent: Mán 05. Okt 2020 21:41
af Sidious
Pandemic skrifaði:Verisan skrifaði:Þrýstijafnarinn er á ca. 70.Þ
Vinnna og akstur ca.30.
Unnið af fyritæki sem heitir AfarLagnir.
Sigurjón H Steindórsson Pípulagningameistari með 15 ára starfsreinslu.
Get alveg mælt með honum, en þetta kostar, þannig er þetta bara.
Þrýstijafnarinn er 45 og hann tekur 24þúsund af sem er afslátturinn í vasann.
þannig að vinnan er í raun á 54 þegar nánar er skoðað.
Þess vegna sem sumir píparar koma ekki ef þú segist vera með efni sjálfur.
Er það rétt skilið hjá mér að píparinn kaupir þennan þrýstijafnara á sirka 45 þúsund en rukkar kúnnan 70 þúsund?
Er þetta eitthvað sem er fullkomlega eðlilegt í þessum bransa?
Re: Vantar "PÍPARA" allir ofnar kaldir!!! KOMIÐ Í LAG
Sent: Mán 05. Okt 2020 21:55
af Minuz1
Sidious skrifaði:Pandemic skrifaði:Verisan skrifaði:Þrýstijafnarinn er á ca. 70.Þ
Vinnna og akstur ca.30.
Unnið af fyritæki sem heitir AfarLagnir.
Sigurjón H Steindórsson Pípulagningameistari með 15 ára starfsreinslu.
Get alveg mælt með honum, en þetta kostar, þannig er þetta bara.
Þrýstijafnarinn er 45 og hann tekur 24þúsund af sem er afslátturinn í vasann.
þannig að vinnan er í raun á 54 þegar nánar er skoðað.
Þess vegna sem sumir píparar koma ekki ef þú segist vera með efni sjálfur.
Er það rétt skilið hjá mér að píparinn kaupir þennan þrýstijafnara á sirka 45 þúsund en rukkar kúnnan 70 þúsund?
Er þetta eitthvað sem er fullkomlega eðlilegt í þessum bransa?
Já
Re: Vantar "PÍPARA" allir ofnar kaldir!!! KOMIÐ Í LAG
Sent: Mán 05. Okt 2020 22:06
af Dúlli
Pandemic skrifaði:Verisan skrifaði:Þrýstijafnarinn er á ca. 70.Þ
Vinnna og akstur ca.30.
Unnið af fyritæki sem heitir AfarLagnir.
Sigurjón H Steindórsson Pípulagningameistari með 15 ára starfsreinslu.
Get alveg mælt með honum, en þetta kostar, þannig er þetta bara.
Þrýstijafnarinn er 45 og hann tekur 24þúsund af sem er afslátturinn í vasann.
þannig að vinnan er í raun á 54 þegar nánar er skoðað.
Þess vegna sem sumir píparar koma ekki ef þú segist vera með efni sjálfur.
Góður þessi, listaverð á jafnara er um 70. Mátt endilega finna stað sem listaverðið 45þ
Re: Vantar "PÍPARA" allir ofnar kaldir!!! KOMIÐ Í LAG
Sent: Mán 05. Okt 2020 22:28
af Pandemic
Kom nú bara með þessa tölu sem dæmi, en flestar pípulagningaverslanir Tengi, V&V, Ísleifur Jónsson, Hringás etc.. og fagmannaverslanir yfirhöfuð í öllum geirum bjóða fagmönnum ríflega afslætti, til þess að þeir óheiðarlegu geti tekið milligjöfina í vasann.
Ég get tekið dæmi af t.d rönnig
Selja 16mm barka rúllu á ~10000kr, en ef ég nota fagmannareikninginn fæ ég hana á 6000kr
Það kaupir enginn vöru á listaverði.
Re: Vantar "PÍPARA" allir ofnar kaldir!!! KOMIÐ Í LAG
Sent: Mán 05. Okt 2020 22:52
af Dúlli
Pandemic skrifaði:Kom nú bara með þessa tölu sem dæmi, en flestar pípulagningaverslanir Tengi, V&V, Ísleifur Jónsson, Hringás etc.. og fagmannaverslanir yfirhöfuð í öllum geirum bjóða fagmönnum ríflega afslætti, til þess að þeir óheiðarlegu geti tekið milligjöfina í vasann.
Ég get tekið dæmi af t.d rönnig
Selja 16mm barka rúllu á ~10000kr, en ef ég nota fagmannareikninginn fæ ég hana á 6000kr
Það kaupir enginn vöru á listaverði.
Það er ástæða fyrir þessum kjörum og eru veltutengd, viltu frekar sem viðskiptavinur hirða afsl og greiða 15-20þ + vsk á tímann ? Nei sjálfsögðu ekki allir myndu grenja yfir svoleiðis taxta. Samt vilja allir hærri laun, styttri vinnuviku og blablabla.
70k fyrir þrýstings jafnara er bara nokkur fair verð, þeir geta kostað alveg upp í 100k.
Síðan með kjör í heildsölum, ef ég versla fyrir einhverjar milljónir á mánuði af hverju í fjandanum ættir þú að fá svipaðan afslátt og ég.
Vá hvað svona kúnar eru óþolandi sem grenja yfir því að iðnaðarmaður reynir að lífa af og við það að vera tryggur við sýna heildsölu þá fær hann betri kjör. Ert þú þá náunginn sem skaffar alltaf efni fyrir iðnaðarmenn því þú sparaðir þér 1000 kall hér 500 kall þar ? En endar að greiða iðnaðarmann fleiri klst því það vantar fullt af drasli inn á milli og hann þarf að standa í því að sækjast eftir efni í stað að hafa leyft honum að preppa verkið frá A-Ö.
Re: Vantar "PÍPARA" allir ofnar kaldir!!! KOMIÐ Í LAG
Sent: Mán 05. Okt 2020 23:57
af Pandemic
Dúlli skrifaði:Pandemic skrifaði:Kom nú bara með þessa tölu sem dæmi, en flestar pípulagningaverslanir Tengi, V&V, Ísleifur Jónsson, Hringás etc.. og fagmannaverslanir yfirhöfuð í öllum geirum bjóða fagmönnum ríflega afslætti, til þess að þeir óheiðarlegu geti tekið milligjöfina í vasann.
Ég get tekið dæmi af t.d rönnig
Selja 16mm barka rúllu á ~10000kr, en ef ég nota fagmannareikninginn fæ ég hana á 6000kr
Það kaupir enginn vöru á listaverði.
Það er ástæða fyrir þessum kjörum og eru veltutengd, viltu frekar sem viðskiptavinur hirða afsl og greiða 15-20þ + vsk á tímann ? Nei sjálfsögðu ekki allir myndu grenja yfir svoleiðis taxta. Samt vilja allir hærri laun, styttri vinnuviku og blablabla.
70k fyrir þrýstings jafnara er bara nokkur fair verð, þeir geta kostað alveg upp í 100k.
Síðan með kjör í heildsölum, ef ég versla fyrir einhverjar milljónir á mánuði af hverju í fjandanum ættir þú að fá svipaðan afslátt og ég.
Vá hvað svona kúnar eru óþolandi sem grenja yfir því að iðnaðarmaður reynir að lífa af og við það að vera tryggur við sýna heildsölu þá fær hann betri kjör. Ert þú þá náunginn sem skaffar alltaf efni fyrir iðnaðarmenn því þú sparaðir þér 1000 kall hér 500 kall þar ? En endar að greiða iðnaðarmann fleiri klst því það vantar fullt af drasli inn á milli og hann þarf að standa í því að sækjast eftir efni í stað að hafa leyft honum að preppa verkið frá A-Ö.
Ekkert að því að benda á hvernig þetta virkar. Þú ert á verðvaktinni og hérna eru rædd verð, kaup og sala alla daga.
OP slopp ágætlega með sína vinnu en það eru margar hryllingsögur af allskonar iðnaðarmönnum og ég held að það sé ekkert að ástæðulausu. Það er auðvelt að henda feitum reikningi í kúnna sem veit oftast ekkert fyrir hvað hann er að borga. Það er eins og allstaðar, þá eru þeir heiðarlegu og óheiðarlegu.
Ég er nú sjálfur ekkert að pönkast í fólki sem ég ræð með mínu efni sérstaklega, enda velur maður fólk sem hefur verið sanngjarnt í gegnum tíðina. En það getur verið erfitt að vita hvort einhver sér sanngjarn þegar maður þarf ekki að nýta þjónustuna nema með einhverju ára millibili.