Síða 1 af 1

Windows þráðurinn. Hvað má bæta? + Terminal + Windows store öpp + Windows 95 tuttugu og fimm ára!

Sent: Fös 18. Sep 2020 16:49
af netkaffi
1. Langaði að benda á þetta mergjaða fríkeypis PDF app í Windows store, en Xodo PDF Reader er eitt það besta sem ég hef notað: https://www.microsoft.com/en-us/p/pdf-r ... zdncrdjxp4 Mjög auðvelt að stilla Dark Mode/Night Mode og þannig. Getur gert annotations en hef ekki prófað það, nota þetta bara til að lesa.

2. Og Freda epub ebook reader. Þetta EPUB reader sem er geggjað! https://www.microsoft.com/en-us/p/freda ... verviewtab

3. Jæja, Windows elskan orðin 25 ára. Hvað var gert í tilefni dagsins?!





Windows 3.1 og 95 voru mest smooth stýrikerfin! Í minningunni.

4. Það vantar alveg í Windows að það muni uppröðun þína á Start menu þyljum eftir að þú gerir reset eða format. Það þyrfti bara að vistast í skýjinu, eins og margt er farið að gera í Windows (t.d. litasamsetning og desktop bakgrunnur).

Re: Windows þráðurinn. Windows 95 tuttugu og fimm ára!

Sent: Fös 18. Sep 2020 16:53
af GuðjónR
Held maður verði bara að detta'íða!

Re: Windows þráðurinn. Hvað má bæta? + Windows store öpp + Windows 95 tuttugu og fimm ára!

Sent: Fös 18. Sep 2020 17:26
af netkaffi
Eru ekki örugglega allir að nota winget install í CMD/terminal til að setja upp forrit? Það er málið!

Mynd

https://www.microsoft.com/en-gb/p/windo ... verviewtab
https://www.howtogeek.com/674470/how-to ... er-winget/

Re: Windows þráðurinn. Hvað má bæta? + Terminal + Windows store öpp + Windows 95 tuttugu og fimm ára!

Sent: Fim 24. Sep 2020 14:52
af netkaffi
1. Mér langar að benda á þetta möst app fyrir Windows: EarTrumpet
Mynd
https://www.microsoft.com/en-us/p/eartr ... blggh516xp

2. Microsoft voru að uppfæra Winget (packet manager) fídusinn!
Mynd
https://devblogs.microsoft.com/commandl ... v0-2-2521/

Til að setja upp EarTrumpet opnið bara CMD, skrifið winget install eartrumpet



3. Terminal sjálft er komið í útgáfu 1.4!
Mynd

https://devblogs.microsoft.com/commandl ... 4-release/

4. Verð að benda á Wox, eitthvað það sniðugasta sem ég hef notað í desktop/laptop fyrr eða síðar.
Mynd

Svona fídus er reyndar innbyggt í Windows PowerToys núna, en mæli með þessu frá upprunalegu hönnuðunum sjálfum af því þá geturðu sett upp plugins.

http://www.wox.one/

Re: Windows þráðurinn. Hvað má bæta? + Terminal + Windows store öpp + Windows 95 tuttugu og fimm ára!

Sent: Fim 24. Sep 2020 15:08
af Hjaltiatla
Winget lítur ágætlega út, en er ennþá ónothæft að mörgu leiti eitt og sér , maður þarf að blanda við
https://chocolatey.org/ til að það sé að nýtast manni eitthvað þessir package manager-ar fyrir Windows.
Ef ég þyrfti að pæla mikið í að setja upp forrit í dag (á fleiri en einni Windows vél) þá myndi ég eflaust nota Ansible + chocolatey (Ansible module-ar eru skrifaðir í Powershell þannig að það er ágætist samhæfing þar á milli)
https://docs.ansible.com/ansible/latest ... odule.html

Re: Windows þráðurinn. Hvað má bæta? + Terminal + Windows store öpp + Windows 95 tuttugu og fimm ára!

Sent: Fim 24. Sep 2020 15:25
af netkaffi
Mynd
Dang.

Re: Windows þráðurinn. Hvað má bæta? + Terminal + Windows store öpp + Windows 95 tuttugu og fimm ára!

Sent: Fim 24. Sep 2020 15:34
af Hjaltiatla
netkaffi skrifaði:Mynd
Dang.
Í raun og veru þarf maður að setja upp Linux vél til að setja upp Ansible , maður stofnar Windows notanda á windows vél/unum (fyrir Ansible deployment serverinn) og tengist frá ansible server í gegnum WinRM við Windows vélar

Smá sýnidæmi: https://www.youtube.com/watch?v=tBqOSIwyTnI

Getur þá gert eftirfarandi í gegnum Ansible

Gather facts on Windows hosts
Install and uninstall MSIs
Enable and disable Windows Features
Start, stop, and manage Windows services
Create and manage local users and groups
Manage Windows packages via the Chocolatey package manager
Manage and install Windows updates
Fetch files from remote sites
Push and execute any PowerShell scripts you write

Re: Windows þráðurinn. Hvað má bæta? + Terminal + Windows store öpp + Windows 95 tuttugu og fimm ára!

Sent: Fim 24. Sep 2020 19:54
af Sallarólegur
Það er ótrúlegt að þetta stýrikerfi sé orðið 25 ára en ekki ennþá komin almennileg leit.

Mjög skrítið að þurfa að setja upp sér forrit til að finna eitthvað á vélinni.

Ég mæli með Win+V fyrir copy paste history. Mjög næs fítus, styður myndir og texta.

Svo Win+Shift+S til að taka skjáskot.

Re: Windows þráðurinn. Hvað má bæta? + Terminal + Windows store öpp + Windows 95 tuttugu og fimm ára!

Sent: Fös 25. Sep 2020 00:20
af netkaffi
Já, þeir ættu bara að kaupa Everything frá Voidtools. Það er alveg langbesta leitarforritið svona almennt, og breytti upplifun minni á stýrikerfum for good. Það er meira segja svo gott að Wox stingur upp á að þú setjir það upp til að bæta Wox leitina. Ég hafði samt notað Everything í meira en áratug áður en ég heyrði af Wox. Wox er svipað og Pentadactyl og Vimperator fyrir Firefox og Vimium fyrir Chrome. Þetta er allt eitthvað dót sem ætti að vera inbbygt í stýrikerfin/browserana af því þetta gerir alla notkun svo mikið auðveldari og fljótari, eða gefur möguleika um það. Everything kynntist ég með hakkaðri útgáfu af Windows, en slíkar útgáfur eru oft með mjög sniðguar breytingar eða viðbætur á stýrikerfinu sem er furða að Microsoft taki ekki upp. Microsoft er búið að gera svo mikið af steiktu rugli í gegnum tíðina að það væri hægt að skrifa 10 volume bók um það í árlegri útgáfu sem fyllir heilan bókaskáp.

Re: Windows þráðurinn. Hvað má bæta? + Terminal + Windows store öpp + Windows 95 tuttugu og fimm ára!

Sent: Fös 02. Okt 2020 22:34
af netkaffi
Langar að benda á þetta, þetta gerir script þar sem þú getur gert pakka sem setur upp alskonar forrit með winget, t.d. alla helstu game clients (verður nytsamlegt fyrir mig næst þegar ég geri Reset á uppsetningunni á Windows --- sem ég geri reglulega af því tölvan er fresh þannig): https://winstall.app

Winstall heitir þetta

Re: Windows þráðurinn. Hvað má bæta? + Terminal + Windows store öpp + Windows 95 tuttugu og fimm ára!

Sent: Lau 13. Nóv 2021 10:39
af netkaffi
Firefox var að lenda á Microsoft Store. https://www.pcworld.com/article/550946/ ... store.html
https://techunwrapped.com/normal-or-fro ... i-install/

Þannig að núna er hægt að setja upp Firefox með command line: winget install -e --id Mozilla.Firefox
Held það sé samt bara nóg að gera winget install firefox

Upplýsinga um forrit og pakka sem hægt er að setja upp með winget: https://winget.run

Re: Windows þráðurinn. Hvað má bæta? + Terminal + Windows store öpp + Windows 95 tuttugu og fimm ára!

Sent: Lau 13. Nóv 2021 10:46
af Hjaltiatla
Það er margt í windows sem er búið að batna. T.d er ég hægt og rólega hættur að nota Putty og nota openssh-client í gegnum Powershell þegar ég þarf að tengjast Linux vélum í vinnuni. Sé ekki margar ástæður að halda áfram að nota putty (nema af gömlum vana).
Nota WSl2 og Ubuntu á Windows 10 client vélinni minni en Openssh client er í boði bæði á MS server stýrikerfum og Win10/Win11

Grunar að Winget muni skána í framtíðinni og verði nothæfur :)