Síða 1 af 1

Sjónvarp kveikir ekki á sér [hjálp!]

Sent: Fim 17. Sep 2020 19:30
af explorer1958
Einhverjir sjónvarps/rafmagns snillingar hér?

Er með sony bravia sjónvarp sem að kveikir ekki á sér. Allt benti til þess að þetta væri power boardið sem að væri dautt, pantaði nýtt og skipti um, en ennþá gerist ekkert. Engin ljós, ekki neitt.

Hvað annað gæti verið að? Fékk ég annað gallað power board? Öll ráð vel þegin!

Re: Sjónvarp kveikir ekki á sér [hjálp!]

Sent: Fim 17. Sep 2020 19:34
af Póstkassi
Virkar tengillinn í veggnum? Er snúran nokkuð ónýt? Sérðu nokkuð eitthvað afbrigðilegt í tenginu í sjónvarpinu sjálfu?

Re: Sjónvarp kveikir ekki á sér [hjálp!]

Sent: Fim 17. Sep 2020 19:50
af explorer1958
Póstkassi skrifaði:Virkar tengillinn í veggnum? Er snúran nokkuð ónýt? Sérðu nokkuð eitthvað afbrigðilegt í tenginu í sjónvarpinu sjálfu?
Tengill virkar (búinn að prufa nokkra), snúran er í lagi, ekkert skrýtið í tenginu..

Re: Sjónvarp kveikir ekki á sér [hjálp!]

Sent: Fim 17. Sep 2020 21:20
af McBain
nú skaltu mæla voltinn sem koma frá PS þú ættir að fá nokkrar spennur