Síða 1 af 1
Leikjatölva 200-300k - ráðleggingar óskast
Sent: Fim 17. Sep 2020 10:42
af yamms
Sælir!
Mig vantar smá aðstoð varðandi smíði á nýrri leikjatölvu fyrir "lítinn" frænda.
Budgetið er 200-300k með skjá.
Ég smíðaði mér seinast leikjavél árið 2016 og hef lítið fylgst með breytingum síðan þá.
Eina notkunin á þessari vél verður leikjaspilun.
Varðandi skjái. Í dag nota ég 27" Full HD skjá 144hz. Eru til 2k 144hz leikjaskjáir eða hvað er verið að nota í dag?
Því fleiri ljós og meira glans er betra.
Getið þið aðstoðað mig að setja saman skotheldan pakka?
Re: Leikjatölva 200-300k - ráðleggingar óskast
Sent: Fim 17. Sep 2020 13:03
af pepsico
Þetta er frekar hræðilegur tími til að kaupa glænýtt skjákort. Ný lína sem verður á svakalega góðu verði miðað við styrk er "handan við hornið". Myndi alvarlega íhuga að kaupa notað kort. En það sama gildir eiginlega með restina líka, miklu meira bang-for-the-buck sem ég hef séð á notuðum tölvum nýlega en vanalega, og það er nú þegar alltaf meira bang-for-the-buck.
96.950 RTX 2070 Super
https://www.att.is/product/zotac-rtx207 ... i-skjakort
44.900 i5-10600K 6c/12t örgjörvi
https://tolvutaekni.is/products/intel-c ... ara-abyrgd
32.900 Gigagbyte Z390 UD móðurborð
https://tolvutaekni.is/products/gigabyt ... ara-abyrgd
16.900 2x8 GB 3600 MHz vinnsluminni
https://tolvutaekni.is/products/corsair ... geance-lpx
26.900 1TB 860 Evo SSD drif
https://tolvutaekni.is/products/samsung ... -0gb-s-ssd
21.900 650W Gold aflgjafi
https://tolvutaekni.is/products/phantek ... ara-abyrgd
240.450 kr. en ekki stök króna fór í RGB.
Re: Leikjatölva 200-300k - ráðleggingar óskast
Sent: Fim 17. Sep 2020 13:45
af DaRKSTaR
myndi bíða með þetta í mánuð.. þegar 30xx línan verður komin í sölu verða örugglega 20xx kortin á tilboði.
eða jafnvel henda inn hérna budged 300k og séð hvort einhver bjóði þér ekki hörkuvél fyrir þann pening.
Re: Leikjatölva 200-300k - ráðleggingar óskast
Sent: Fim 17. Sep 2020 21:40
af yamms
Takk fyrir þessar hugmyndir.
Það fylgir reyndar tækninni að það er "alltaf eitthvað betra" á leiðinni svo ef maður ætti að fara eftir því þá myndi aldrei neitt gerast
Annars er þessi tölva gjöf svo notað dót kemur ekki til greina, þó það sé mun hagstæðara.
Re: Leikjatölva 200-300k - ráðleggingar óskast
Sent: Fim 17. Sep 2020 23:07
af Klemmi
yamms skrifaði:Takk fyrir þessar hugmyndir.
Það fylgir reyndar tækninni að það er "alltaf eitthvað betra" á leiðinni svo ef maður ætti að fara eftir því þá myndi aldrei neitt gerast
Annars er þessi tölva gjöf svo notað dót kemur ekki til greina, þó það sé mun hagstæðara.
Myndi nú segja að það væri í lagi að kaupa notað kort úr RTX 2xxx línunni, sem ætti þá líklega 1-2 ár eftir í ábyrgð
Rykhreinsað og sett í glænýja tölvu? Ef maður er að fylgja budgetti, þá myndi ég allavega myndi frekar vilja fá notað, öflugra kort, heldur en glænýtt slakara.