Síða 1 af 8

Geforce event 2020

Sent: Þri 01. Sep 2020 14:25
af Atvagl
Eru ekki fleiri en ég tilbúnir að verða fyrir vonbrigðum með verðið kl. 16 í dag?

https://www.nvidia.com/en-eu/geforce/special-event/

Re: Geforce event 2020

Sent: Þri 01. Sep 2020 15:33
af fhrafnsson
Verður gaman að sjá hvort Ti verði kynnt (20GB útgáfan af 3080) og hvort verðin verði viðráðanleg :)

Re: Geforce event 2020

Sent: Þri 01. Sep 2020 15:51
af Dóri S.
fhrafnsson skrifaði:Verður gaman að sjá hvort Ti verði kynnt (20GB útgáfan af 3080) og hvort verðin verði viðráðanleg :)
Ef 3090 er "afmælisútgáfa" þá veðja ég á að Ti verði geymt þangað til salan á 3080 og 3090 verður rólegri.

Re: Geforce event 2020

Sent: Þri 01. Sep 2020 16:32
af Cozmic
Jæja hvar og hvenær má ég blæða úr budduni minni hérna á klakanum \:D/

Re: Geforce event 2020

Sent: Þri 01. Sep 2020 16:34
af Atvagl
Verðin koma á óvart! Þeir hafa örugglega viljandi lekið of háum verðum til þess að fólk verði ánægt að sjá óbreytt verð... Þetta lítur vel út fyrir mér!

Re: Geforce event 2020

Sent: Þri 01. Sep 2020 16:57
af elvarb7
Mér finnst það looka rosalega vel

Re: Geforce event 2020

Sent: Þri 01. Sep 2020 17:22
af MrIce

Re: Geforce event 2020

Sent: Þri 01. Sep 2020 17:29
af JVJV
Hvaða verðum erum við þá að búast við hér heima?

Re: Geforce event 2020

Sent: Þri 01. Sep 2020 17:34
af Atvagl
800$ eru 115k og með vaski er það um 140k svo það er örugglega 150k vonandi fyrir 3080?... Ég óska öllum til hamingju sem náðu að selja 2080ti í sumar því verðin gætu hrunið í vetur

edit: algjörlega rangt hjá mér - kortið er á 699$

Re: Geforce event 2020

Sent: Þri 01. Sep 2020 17:38
af Cozmic
Atvagl skrifaði:140k vonandi fyrir 3080? Örugglega 150-60 samt... Ég óska öllum til hamingju sem náðu að selja 2080ti í sumar því verðin gætu hrunið í vetur
Giska líka á 150-160k þúsund

Re: Geforce event 2020

Sent: Þri 01. Sep 2020 17:54
af golfarinn
Ég mun negla mér í 3070 eins fljótlega og hægt er fyrir cyberpunk

Re: Geforce event 2020

Sent: Þri 01. Sep 2020 18:09
af agnarkb
Atvagl skrifaði:800$ eru 115k og með vaski er það um 140k svo það er örugglega 150k vonandi fyrir 3080?... Ég óska öllum til hamingju sem náðu að selja 2080ti í sumar því verðin gætu hrunið í vetur
Ætli það megi þá ekki búast við því að 3090 verði svona á svipuðu róli og 2080Ti er núna.

Re: Geforce event 2020

Sent: Þri 01. Sep 2020 18:13
af Atvagl
agnarkb skrifaði:
Atvagl skrifaði:800$ eru 115k og með vaski er það um 140k svo það er örugglega 150k vonandi fyrir 3080?... Ég óska öllum til hamingju sem náðu að selja 2080ti í sumar því verðin gætu hrunið í vetur
Ætli það megi þá ekki búast við því að 3090 verði svona á svipuðu róli og 2080Ti er núna.
Ég ætla að skjóta á 280k lágmark fyrir nýtt 3090 kort. Kannski 300k fyrir einhverjar útgáfur :twisted:

Re: Geforce event 2020

Sent: Þri 01. Sep 2020 18:30
af Penguin6
sagði hann ekki 699 bucks fyrir 3080

Re: Geforce event 2020

Sent: Þri 01. Sep 2020 18:49
af Atvagl
Jú, það er bara hárrétt hjá þér, jumped the gun aðeins þarna. 699$ eru þá 98k, sem er 121k með vaski svo við fáum kannski að sjá 140k? Ég geri ráð fyrir 150k en leyfi mér að vona \:D/

Re: Geforce event 2020

Sent: Þri 01. Sep 2020 18:55
af Bandit79
Ég á afmæli í Október .. þannig 3070 verður á "frá mér til mín" gjafalistanum. :D :D En miðað við þessi verð þá mun örugglega koma algjört hrun á notaða "High end" Pascal og RTX 1st. gen markaðinum.

Re: Geforce event 2020

Sent: Þri 01. Sep 2020 19:11
af Atvagl
Er einhver hérna með skoðun á þessari kælingu sem þeir halda ekki kjafti yfir?
Hvort það verði kannski þess virði að kaupa frekar bara refernce kort heldur en frá vendor eins og Asus, Zotac, EVGA?
Ég á erfitt með að trúa að sú verði raunin, en maður veit aldrei.

Re: Geforce event 2020

Sent: Þri 01. Sep 2020 19:50
af mercury
Helvíxxx.... uppfærsla inc.... ](*,) #-o

Re: Geforce event 2020

Sent: Þri 01. Sep 2020 19:51
af gotit23

Re: Geforce event 2020

Sent: Þri 01. Sep 2020 20:19
af Hjaltiatla

Re: Geforce event 2020

Sent: Þri 01. Sep 2020 20:44
af GuðjónR
Ég trú ekki þessum verðum...

Re: Geforce event 2020

Sent: Þri 01. Sep 2020 20:47
af g0tlife
Vá hvað ég er glaður yfir því að Cyperpunk var frestað. Ætlaði að kaupa nýja vél fyrir þann leik.

Re: Geforce event 2020

Sent: Þri 01. Sep 2020 20:55
af Dóri S.
GuðjónR skrifaði:Ég trú ekki þessum verðum...
Heldur þú að þau breytist?

Re: Geforce event 2020

Sent: Þri 01. Sep 2020 21:30
af GuðjónR
Dóri S. skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ég trú ekki þessum verðum...
Heldur þú að þau breytist?
nVidia hefur enga samkeppni þannig að mér finnst líklegt að nýju 30xx kortin verði á pari við 20xx kortin verðlega séð, nema hvað þú færð miklu meira fyrir peninginn.

Re: Geforce event 2020

Sent: Þri 01. Sep 2020 21:36
af SolidFeather
GuðjónR skrifaði:
Dóri S. skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ég trú ekki þessum verðum...
Heldur þú að þau breytist?
nVidia hefur enga samkeppni þannig að mér finnst líklegt að nýju 30xx kortin verði á pari við 20xx kortin verðlega séð, nema hvað þú færð miklu meira fyrir peninginn.
Hmm, þetta er samt official verð ($499) á 3070 FE frá nvidia.