Síða 1 af 1
Static sound í hátölurum
Sent: Fim 20. Ágú 2020 23:36
af Dúlli
Er einhver einföld leið til að losna við static sound úr 2.0 tölvuhátulurum sem eru tengdir með AUX í sjónvarp ?
lætin eru orðin aðeins meiri en ég þoli og er að velta fyrir mér hvort það sé til einföld lausn á þessu.
Re: Static sound í hátölurum
Sent: Fös 21. Ágú 2020 00:12
af jonsig
Hvernig spennir er á tölvuhátölurunum?
Re: Static sound í hátölurum
Sent: Fös 21. Ágú 2020 08:01
af Dúlli
Svona hátalarar bara gamla gerðin.
https://thonet-vander.com/us/product/kurbis-bt/
Spennubreytirinn er innbyggður.
Re: Static sound í hátölurum
Sent: Fös 21. Ágú 2020 08:09
af Njall_L
Búinn að prófa þetta basic? Nýja snúru, prófa aðra hátalara og þess háttar? Reyna þá að einangra vandamálið við TV eða hátalara
Re: Static sound í hátölurum
Sent: Fös 21. Ágú 2020 08:20
af jonsig
Þetta er vesen. Ef þetta er ekki vesen á AUX tengingunni þá þarftu einangrunarspenni mili tv eða hátalarna. En þeir kosta.. annars er ég orðinn ryðgaður í fræðunum. Pæla hvort þetta sé flökkustraumur gegnum sameiginlega neutral vírinn í húsinu hjá þér
Re: Static sound í hátölurum
Sent: Fös 21. Ágú 2020 09:56
af steiniofur
Stundum er orsökin fyrir suði léleg/engin jarðtenging á tækjum.
Er suð ef þú tengir eitthvað annað við hátalarana?
Er suð ef þú tengir ekki neitt við hátalarana?
Re: Static sound í hátölurum
Sent: Fös 21. Ágú 2020 10:31
af Hizzman
ef þetta hefur verið að versna án þess að setuppinu hafi verið breytt er einhver íhlutur að gefa sig. mögulega þéttir í spennugjafa.