Síða 1 af 1

Net yfir rafmagn

Sent: Mið 19. Ágú 2020 01:48
af Sveinn
Ein auka spurning við "Vantar netkort!" þráðinn sem ég gerði. Við að rannsaka þennan heim þráðlausa netkorta, rakst ég á powerline adapters, eða net yfir rafmafn. Hvernig er það að standa sig samanborið við PCIe og USB dongles? Tek það fram að routerinn og desktop tölvan mín eru í sitthvorum enda íbúðarinnar minnar og rekst í slatta á leiðinni.

Re: Net yfir rafmagn

Sent: Mið 19. Ágú 2020 10:54
af norex94
Hafðu það sem síðasta valkostinn ef allt annað klikkar. Gott netkort og sendir skila miklu betra og stöðugra net.

Að senda net í gegnum rafmang getur verið mjög óstöðugt og hraðinn fer mjög mikið eftir hversu mikið noize er í rafmagninu og lengd á milli sendir og reciver. Fyrir utan það ertu að gera bara rafmagnið hjá þér "skítugt" með því að senda einhverjar tíðnir inn á 50Hz bylgjuna.

Fun fact: Landsnet (eða RARIK man ekki) ætluðu að bjóða upp á internet í gegnum línunar hjá sér og flutningskerfið. Þetta var á tímum þegar ADSL var að byrja minnir mig. Virkaði semi vel en átti aldrei séns við að keppast við hina upp á hraða og bandvídd.

Re: Net yfir rafmagn

Sent: Mið 19. Ágú 2020 11:39
af jonsig
norex94 skrifaði:Hafðu það sem síðasta valkostinn ef allt annað klikkar. Gott netkort og sendir skila miklu betra og stöðugra net.

Að senda net í gegnum rafmang getur verið mjög óstöðugt og hraðinn fer mjög mikið eftir hversu mikið noize er í rafmagninu og lengd á milli sendir og reciver. Fyrir utan það ertu að gera bara rafmagnið hjá þér "skítugt" með því að senda einhverjar tíðnir inn á 50Hz bylgjuna.

Fun fact: Landsnet (eða RARIK man ekki) ætluðu að bjóða upp á internet í gegnum línunar hjá sér og flutningskerfið. Þetta var á tímum þegar ADSL var að byrja minnir mig. Virkaði semi vel en átti aldrei séns við að keppast við hina upp á hraða og bandvídd.


Þú ert ekki að menga rafmagnið að ráði, þeim mun minna en mörg önnur tæki á heimilinu. Þetta er fasamótun .

Varðandi rafnets ævintýrið þá er helvíti langt síðan og þessi tækni þróast helling síðan þá. Þessu var droppað útaf þessi ríkisfyrirtæki eru yfirleitt í ruglinu og geta ekki haldið sig við neitt.
Breiðbandið hefði getað komið vel út og verið að gefa 10gbps tengingar jafnvel í dag með gömlu lögnunum eins og Bretar eru búnir að gera

Re: Net yfir rafmagn

Sent: Mið 19. Ágú 2020 13:33
af norex94
Já okey, þekki ekki hversu mikið það er en ég er á því að alltaf forðast óþarafa hnjask á sínusbylgjunni :D

Ætli maður geti fundið eitthvað um þetta rafnets mál, hef bara heyrt af þessu en aldrei lesið um þetta...

Re: Net yfir rafmagn

Sent: Mið 19. Ágú 2020 16:01
af jonsig
norex94 skrifaði:Já okey, þekki ekki hversu mikið það er en ég er á því að alltaf forðast óþarafa hnjask á sínusbylgjunni :D

Ætli maður geti fundið eitthvað um þetta rafnets mál, hef bara heyrt af þessu en aldrei lesið um þetta...

Það var örugglega stofnað eitthvað fyrirtæki kringum þetta með fancy nafni.

Þú fokkar í sínusnum álíka upp með að hafa síman þinn í gangi nálægt rafmagnsröri í veggnum hjá þér