Síða 1 af 2

Microsoft Flight Simulator 2020

Sent: Þri 18. Ágú 2020 17:46
af Black
Sá ekki þráð fyrir leikinn.
Leikurinn kom út í dag og kostar frá 5.990 - 11.990kr íslenskar í gegnum Microsoft store. Leikurinn er líka á steam en virðist vera hagstæðara að kaupa hann í gegnum microsoft.

Það sem ég hef heyrt er að fólk sé í óratíma að downloada honum og leikurinn sé mjög unstable.
Ætti maður að kaupa leikinn eða bíða í hálft ár ? er einhver vaktari hérna búinn að prófa ? :)

Re: Microsoft Flight Simulator 2020

Sent: Þri 18. Ágú 2020 20:59
af JVJV
Ekki búinn að prófa, en ég er með Xbox Game Pass áskrift þannig að ég þarf ekki að kaupa hann, upphaflega downloadið er ekki stórt, en svo þegar maður ræsir hann í fyrsta skipti fer af stað 91gb download, sem er í gangi í augnablikinu.

Re: Microsoft Flight Simulator 2020

Sent: Þri 18. Ágú 2020 21:53
af arons4
JVJV skrifaði:Ekki búinn að prófa, en ég er með Xbox Game Pass áskrift þannig að ég þarf ekki að kaupa hann, upphaflega downloadið er ekki stórt, en svo þegar maður ræsir hann í fyrsta skipti fer af stað 91gb download, sem er í gangi í augnablikinu.
Ef leikurinn er keyptur á steam þá er þetta 91gb download í gangi á meðan leikurinn er í "gangi" og þar af leiðandi ekki hægt að refunda leikinn ef hann virkar ekki rétt þar sem 2 tímar eru liðnir.

Re: Microsoft Flight Simulator 2020

Sent: Mið 19. Ágú 2020 00:09
af kjartanbj
Þetta er simulator ekki leikur :)

Re: Microsoft Flight Simulator 2020

Sent: Mið 19. Ágú 2020 00:15
af kristo_124
Er forvitinn að vita hvort að leikurinn virki í crossfire..

Re: Microsoft Flight Simulator 2020

Sent: Mið 19. Ágú 2020 00:53
af Henjo
kjartanbj skrifaði:Þetta er simulator ekki leikur :)
Hver er munurinn?

- Annars er ég mega spenntur fyrir leiknum, prófa hann líklega síðar. Fólk er að væla yfir server veseni og svona.

Re: Microsoft Flight Simulator 2020

Sent: Mið 19. Ágú 2020 09:54
af zetor
Ég keypti áskrift að xbox game pass á 1 evru fyrsta mánuðinn. Downloadaði leiknum á tæpum 3 tímum. Flaug aðeins, frá Vestmanneyjum til Reykjavikur og um suðurlandið. Flottur leikur, fyndið á sjá öll þessi tré á íslandi, þyrfti t.d. að laga vestmanneyjar þær eru alaveg flatar.

Re: Microsoft Flight Simulator 2020

Sent: Mið 19. Ágú 2020 10:28
af Hannesinn
zetor skrifaði:...þyrfti t.d. að laga vestmanneyjar þær eru alaveg flatar.
Alveg eins og bílastæði eiga að vera? :)

Re: Microsoft Flight Simulator 2020

Sent: Mið 19. Ágú 2020 10:34
af Sydney
zetor skrifaði:Ég keypti áskrift að xbox game pass á 1 evru fyrsta mánuðinn. Downloadaði leiknum á tæpum 3 tímum. Flaug aðeins, frá Vestmanneyjum til Reykjavikur og um suðurlandið. Flottur leikur, fyndið á sjá öll þessi tré á íslandi, þyrfti t.d. að laga vestmanneyjar þær eru alaveg flatar.
Þurftiru að gera einhver VPN/Region brögð til þess að kaupa gama passið? Microsoft virðist ekki vilja peningana mína þar sem ég er á Íslandi.... :uhh1

Re: Microsoft Flight Simulator 2020

Sent: Mið 19. Ágú 2020 12:16
af darkppl
Breyta region í windows í Bretland ef ég man rétt

Re: Microsoft Flight Simulator 2020

Sent: Mið 19. Ágú 2020 14:22
af zetor
Sydney skrifaði:
zetor skrifaði:Ég keypti áskrift að xbox game pass á 1 evru fyrsta mánuðinn. Downloadaði leiknum á tæpum 3 tímum. Flaug aðeins, frá Vestmanneyjum til Reykjavikur og um suðurlandið. Flottur leikur, fyndið á sjá öll þessi tré á íslandi, þyrfti t.d. að laga vestmanneyjar þær eru alaveg flatar.
Þurftiru að gera einhver VPN/Region brögð til þess að kaupa gama passið? Microsoft virðist ekki vilja peningana mína þar sem ég er á Íslandi.... :uhh1
já ég var á þýskri ip tölu, með þýskt heimilsfang, en borgaði með paypal; íslenska kortið mitt

Re: Microsoft Flight Simulator 2020

Sent: Mið 19. Ágú 2020 14:40
af Sydney
zetor skrifaði:
Sydney skrifaði:
zetor skrifaði:Ég keypti áskrift að xbox game pass á 1 evru fyrsta mánuðinn. Downloadaði leiknum á tæpum 3 tímum. Flaug aðeins, frá Vestmanneyjum til Reykjavikur og um suðurlandið. Flottur leikur, fyndið á sjá öll þessi tré á íslandi, þyrfti t.d. að laga vestmanneyjar þær eru alaveg flatar.
Þurftiru að gera einhver VPN/Region brögð til þess að kaupa gama passið? Microsoft virðist ekki vilja peningana mína þar sem ég er á Íslandi.... :uhh1
já ég var á þýskri ip tölu, með þýskt heimilsfang, en borgaði með paypal; íslenska kortið mitt
Sehr gut, ég prófa það.

Re: Microsoft Flight Simulator 2020

Sent: Mið 19. Ágú 2020 15:49
af Hannesinn
darkppl skrifaði:Breyta region í windows í Bretland ef ég man rétt
Eina sem þarf að gera. Breyta region á Windows í UK og skrá country á xbox aðganginum á UK, finnur eitthvað póstnúmer í London með google. Borgar svo með kortinu eða paypal, skiptir ekki máli upp á þetta.

Þetta eru 4 pund, ef ég man rétt. kemur út á svipuðum stað og $5.

Re: Microsoft Flight Simulator 2020

Sent: Mið 19. Ágú 2020 18:45
af agnarkb
Búinn að vera spila smá. Mikið sem þarf að læra upp á nýtt, það mikill munur á þessum og gamla FSX. Svo þarf maður kannski smá þolinmæði, hann er ennþá mikið buggaður, var núna til dæmis að krassa á desktop á meðan ég flaug yfir Bergen.

En hvaða stýripinna ætti maður svo loksins að kaupa sér fyrir flight sim?

Re: Microsoft Flight Simulator 2020

Sent: Mið 19. Ágú 2020 21:46
af kjartanbj
Hjá mér krassar nánast hvar sem er á íslandi, en gat flogið yfir Frakklandi án vesens

Re: Microsoft Flight Simulator 2020

Sent: Fim 20. Ágú 2020 12:29
af brain
Get ekki notað Keflavíkurflugvöll sem departure, en alla aðra sem ég hef prófað.

Get lent á Keflavíkurflugvelli hinsvegar.
Ekki lent í neinu öðru böggi

Re: Microsoft Flight Simulator 2020

Sent: Fim 20. Ágú 2020 15:09
af norex94
Rakst á þetta: http://facetracknoir.sourceforge.net/home/default.htm

Sniðugt í svona simulators og það var einhver búinn að prufa þetta á nýja FS2020.
Notaði þetta í FSX en er ekki búinn að kaupa nýja.
Þá fyrir PC

Re: Microsoft Flight Simulator 2020

Sent: Fim 20. Ágú 2020 22:49
af Semboy
brain skrifaði:Get ekki notað Keflavíkurflugvöll sem departure, en alla aðra sem ég hef prófað.

Get lent á Keflavíkurflugvelli hinsvegar.
Ekki lent í neinu öðru böggi

þetta er smá föndur en það gengur upp, búinn að prófa þetta
https://www.youtube.com/watch?v=_AjspC0Acfo

Re: Microsoft Flight Simulator 2020

Sent: Fös 21. Ágú 2020 13:06
af zetor
brain skrifaði:Get ekki notað Keflavíkurflugvöll sem departure, en alla aðra sem ég hef prófað.

Get lent á Keflavíkurflugvelli hinsvegar.
Ekki lent í neinu öðru böggi
Furðulegt með kef, flaug að honum og þá fraus allt.

Re: Microsoft Flight Simulator 2020

Sent: Fös 21. Ágú 2020 13:22
af Sydney
Já fólk hefur verið að tala um að keflavík sé eitthvað böggaður og crashi leikinn hjá fólki, hef bara verið að fljúga frá Reykjavík í staðinn, virkar fínt fyrir allt að A320 (þarf flaps til þess að komast á loft, en rétt sleppur), mæli ekki með að reyna að taka 747 í loft í Reykjavík haha.

Re: Microsoft Flight Simulator 2020

Sent: Fös 21. Ágú 2020 17:15
af Black
Jæa, náði í leikinn í gegnum gamepass og borgaði 1$ fyrir mánuð, Búinn að fljúga slatta bæði í multiplayer og solo. Kemur að óvart hvað allt er fjarskafallegt í leiknum. Mjög léleg hæðarlíkön og Ísland er allt í hólum.Mikill arcade fýlingur og takmarkað sem hægt er að fikta innanborðs í vélinni.
Ég er hrifnari að Xplane11 eins og er en vonandi að þessi verði betri með árunum.

Set inn link á nokkur screenshot sem ég tók. :fly
https://imgur.com/a/MfBHNtQ

Re: Microsoft Flight Simulator 2020

Sent: Fös 21. Ágú 2020 18:52
af zetor
Ég flaug aðeins áðan... golden hour :)

https://imgur.com/a/WcJarKm

Re: Microsoft Flight Simulator 2020

Sent: Þri 25. Ágú 2020 20:02
af norex94
Það er komið fix fyrir Ísland: https://www.reddit.com/r/MicrosoftFligh ... _coverage/
Mynd

Mynd

Veit ekki hvort það mun samt laga BIKF...

Re: Microsoft Flight Simulator 2020

Sent: Þri 25. Ágú 2020 22:16
af brain
Prófiði að fljúgja til Vestmannaeyja.....

Ekki verða eyjamenn hrifnir.... engin fjöll......

Re: Microsoft Flight Simulator 2020

Sent: Fim 27. Ágú 2020 11:06
af bjornvil
Sydney skrifaði:Já fólk hefur verið að tala um að keflavík sé eitthvað böggaður og crashi leikinn hjá fólki, hef bara verið að fljúga frá Reykjavík í staðinn, virkar fínt fyrir allt að A320 (þarf flaps til þess að komast á loft, en rétt sleppur), mæli ekki með að reyna að taka 747 í loft í Reykjavík haha.
BTW allar þotur þurfa flaps fyrir flugtak, sama hvaða flugvelli þú ert að fara frá. Standard á A320 er CONF 2, en má nota CONF 1, 2 eða 3, fer eftir ýmsu.