Síða 1 af 1

Er þetta slæmur tími til að kaupa nýtt skjákort ?

Sent: Fim 13. Ágú 2020 13:57
af Cozmic
Ætlaði að henda mér í 2080 kort en á svipuðu leiti hendir Nvidia í countdown fyrir 1 September og internetið missir sig.

Nú veit enginn officially við hverju má búast en ég er meira að spá hvernig verðlækkanir hafa verið hér á landi þegar nýju kortin detta inn. Ef kortin eru tilkynnd 1 sept hvenær ætli þau detti í sölu hér og hvenær (ef) dettur verðið á 20xx kortunum þá ?


Mig langar helst í nýtt kort sem fyrst þar sem mitt gamla er farið að struggla :shock:

Re: Er þetta slæmur tími til að kaupa nýtt skjákort ?

Sent: Fim 13. Ágú 2020 14:02
af Atvagl
Ég myndi bíða eftir nýju kortunum.

Markaðurinn er aldrei að fara að versna á næstu 30 dögum, með smá þolinmæði hefur þú til alls að vinna og einskis að tapa.

Re: Er þetta slæmur tími til að kaupa nýtt skjákort ?

Sent: Fim 13. Ágú 2020 14:40
af MrIce
Gefðu þessu 2-3 mánuði tops, það verður útsala hérna á vaktinni á 20 series þegar þeir allra fyrstu kaupa sér 30 series kort :P

Re: Er þetta slæmur tími til að kaupa nýtt skjákort ?

Sent: Fim 13. Ágú 2020 14:56
af GullMoli
Verðið á notuðum 900 kortum hríðféll amk þegar 1000 línan kom út, man eftir því. Eflaust verið svipað fyrir 1000 línuna þegar 2000 kom út.