Vantar álit frá einhvejrum sem veit meira en ég..
Er semsagt að fara að kaupa mér parta og setja saman pc turn, tölvan verður aðalega notuð fyrir tölvuleiki og netið. Ég er algjör beginner og er mjög spennt að setja hana saman en er frekar lost þegar það kemur að velja parta og hvað er compatible og hvað ekki. Bugdetið mitt er 150þús.
Væri mjög þakklát ef þið gætuð gefið mér eitthvað feedback á þessu og hvað ég mætti breyta.
Og varðandi kælinguna, þá myndi ég sleppa því að eyða þessum 9000kr. og nota frekar það sem kemur með örgjörvanum, eða þú getur keypt Wraith Prism RGB (Kemur með öflugri örgjörvum eins og 3900x.) notað eða nýtt. Kísildalurinn selur þær á 4000kr, getur fengið mína á 2000
Re: Setja saman PC turn, vantar álit á pörtum!
Sent: Þri 04. Ágú 2020 23:23
af Klemmi
Ertu að fara að kaupa þetta úti eða hér heima?
S.s. má raða saman á PCpartpicker eða úr verslunum hér?
Re: Setja saman PC turn, vantar álit á pörtum!
Sent: Mið 05. Ágú 2020 09:49
af bestplayer
@Dóri Okei ætla að skoða þetta aðeins betur á eftir takk fyrir!
@Klemmi Ætla að kaupa þetta hérna heima, held að það sé ódyrara en að kaupa allt úti og láta senda heim útaf genginu... Ég raðaði saman á partpicker það sem ég fann í verslunum hérna til að hjálpa mér með compatibility
Re: Setja saman PC turn, vantar álit á pörtum!
Sent: Mið 05. Ágú 2020 10:53
af Trihard
Ef þú getur beðið í ca. 2 mánuði þá munu nýju skjákortin frá Nvidia og AMD detta inn á markað og fólk mun selja gömlu íhlutina sína, maður getur nælt sér í öfluga en notaða tölvuíhluti á lægra verði og það verður heldur betur future-proof frekar en gtx 1660. Svo tekur það einhvern lengri tíma fyrir ódýrari skjákortin að koma út kannski 3-4 mánuðir.
Svo er líka stutt í að nýju Ryzen 4000 örgjörvarnir frá AMD koma, kannski í Október/Nóvember svo 3600x mun líka lækka í verði og þú getur þá keypt eitthvað betra í staðinn.
Re: Setja saman PC turn, vantar álit á pörtum!
Sent: Mið 05. Ágú 2020 11:04
af Dóri S.
bestplayer skrifaði:@Dóri Okei ætla að skoða þetta aðeins betur á eftir takk fyrir!
Gætir líka sparað á aflgjafanum, t.d þessi þó að hann sé ekki modular, ef þú tekur m-atx kassa með "aflgjafahlíf" þá er auðvelt að fela þær snúrur sem þú notar ekki. https://www.tl.is/product/mwe-750w-aflgjafi
Gætir hugsanlega fundið aðeins fleiri peninga í skjákortið með sumum af þessum lausnum.
Og já góður punktur með væntanlegu skjákortin. En það er samt líka alltaf hægt að bíða eftir næstu og þarnæstu kynslóð af svona dóti.
Re: Setja saman PC turn, vantar álit á pörtum!
Sent: Mið 05. Ágú 2020 11:12
af Atvagl
Það er allan daginn þess virði að bíða eftir nýju kortunum sem koma vonandi til landsins í lok september
Re: Setja saman PC turn, vantar álit á pörtum!
Sent: Mið 05. Ágú 2020 12:03
af Uncredible
Ég myndi ekki nota stock kælinguna, þessi á 9k eru vel þess virði. Þetta er mjög góð kæling.
Þetta er örlítið dýrara en þá þarftu ertu með alveg solid kælingu.
Ég líka efast um að nýju kortin séu að koma til landsins í lok september, meira eins og í nóvember og við vitum voða lítið um þau og ég efast um að þau muni lækka verðið á skjákortum.
Re: Setja saman PC turn, vantar álit á pörtum!
Sent: Mið 05. Ágú 2020 12:40
af Atvagl
Uncredible skrifaði:Ég líka efast um að nýju kortin séu að koma til landsins í lok september, meira eins og í nóvember og við vitum voða lítið um þau og ég efast um að þau muni lækka verðið á skjákortum.
Ókei ég játa það alveg að það er kannske full mikil bjartsýni að við fáum þau svo snemma á klakann...
Re: Setja saman PC turn, vantar álit á pörtum!
Sent: Mið 05. Ágú 2020 12:49
af Dóri S.
Atvagl skrifaði:
Uncredible skrifaði:Ég líka efast um að nýju kortin séu að koma til landsins í lok september, meira eins og í nóvember og við vitum voða lítið um þau og ég efast um að þau muni lækka verðið á skjákortum.
Ókei ég játa það alveg að það er kannske full mikil bjartsýni að við fáum þau svo snemma á klakann...
Jebb, og held að það séu meiri líkur en minni á að það verði tafir á útgáfunni, framleiðslunni og sendingum á þessum kortum útaf covid.
Re: Setja saman PC turn, vantar álit á pörtum!
Sent: Mið 05. Ágú 2020 14:22
af pepsico
Þetta er allt of dýrt móðurborð fyrir það sem þú ert að gera og of dýrt vinnsluminni fyrir hraðann á því.
Skjákortið er líka á dýrara verði en GTX 1660 Super sem er talsvert betra kort en GTX 1660, en kannski meintirðu það allan tímann því ég veit ekki til þess að GTX 1660 sé ennþá til sölu.
Að lokum vil ég benda á að svona low profile örgjörvakælingar borga dýran prís í afköstum m.v. ekki-low profile örgjörvakælingar á sama verði. Þetta er eiginlega bara ætlað í mjög litla turna þar sem nánast ekkert pláss er til staðar. Á sama verði geturðu fengið kælingu sem kælir miklu betur á sama hávaðastigi, og hefur miklu meiri kæligetu yfir heildina. Þarft bara að passa að það sé stuðningur fyrir örgjörvakælingar upp að 155mm hæð á kassanum sem þú velur ef þú tekur þessa kælingu sem ég læt hér fyrir neðan.
Taktu frekar þetta vinnsluminnis kit, þetta móðurborð, GTX 1660 Super, og þessa örgjörvakælingu: https://tolvutaekni.is/collections/vinn ... geance-lpx https://www.att.is/product/asus-tuf-b450-plus-modurbord https://kisildalur.is/category/12/products/1408 https://kisildalur.is/category/13/products/1609
Re: Setja saman PC turn, vantar álit á pörtum!
Sent: Mið 05. Ágú 2020 14:33
af Klemmi
Ég er hrifinn af Intel, svo þessi vél er samsett sem slík. Miða hér við vandaða en hagstæða íhluti á öllum sviðum.
Ef þú þorir að taka smá "áhættu", þá myndi ég reyna að finna gott notað GTX 1080 eða GTX 1080Ti kort.
Klemmi eftir því sem ég best veit þá styður i5/i3 á B460M bara 2666 MHz. Miðað við öll benchmörk sem ég hef séð er það einfaldlega verra setup í leikjum en R5 3600 m. sæmilegu vinnsluminni, og kostar auk þess meira en R5 3600 á µATX móðurborði: https://kisildalur.is/category/8/products/1051 https://kisildalur.is/category/9/products/740
3.400 kr. minna fyrir meiri afköst.
R5 3600 + µATX móðurborð + 3200MHz CL16 vinnsluminni fyrir betri leikjaupplifun á 2.400 kr. lægra verði. https://tolvutaekni.is/collections/vinn ... geance-lpx
10400 er hins vegar örlítið betri í leikjum en R5 3600 ef hann er á Z-borði (m. góðu vinnsluminni) en þau kosta a.m.k. 6.400 kr. meira og þá er þetta líka komið í ~9-10 þúsund krónum dýrari uppsetningu fyrir sömu afköst í flestum leikjum en betri afköst í sumum leikjum.
pepsico skrifaði:Klemmi eftir því sem ég best veit þá styður i5/i3 á B460M bara 2666 MHz. Miðað við öll benchmörk sem ég hef séð er það einfaldlega verra setup í leikjum en R5 3600 m. sæmilegu vinnsluminni, og kostar auk þess meira en R5 3600 á µATX móðurborði: https://kisildalur.is/category/8/products/1051 https://kisildalur.is/category/9/products/740
3.400 kr. minna fyrir meiri afköst.
R5 3600 + µATX móðurborð + 3200MHz CL16 vinnsluminni fyrir betri leikjaupplifun á 2.400 kr. lægra verði. https://tolvutaekni.is/collections/vinn ... geance-lpx
10400 er hins vegar örlítið betri í leikjum en R5 3600 ef hann er á Z-borði (m. góðu vinnsluminni) en þau kosta a.m.k. 6.400 kr. meira og þá er þetta líka komið í ~9-10 þúsund krónum dýrari uppsetningu fyrir sömu afköst í flestum leikjum en betri afköst í sumum leikjum.
Þarf bara að bæta við einu fyrir þennann þráð. Þetta er alveg mjög góður listi, stock coolerinn er alveg nógu gôður fyrir 3600. Þá mundi maður spara 6.796kr. Bara mín skoðun, gæti þessvegna verið rangt, ef svo endilega látið mig vita
Re: Setja saman PC turn, vantar álit á pörtum!
Sent: Mið 05. Ágú 2020 16:22
af pepsico
Það er hárrétt að hann er nóg til að kæla örgjörvann og bara missa af ~100-150 MHz af boosting sem myndi annars eiga sér stað en vandamálið við hann er hávaðinn. Ég myndi ekki vilja hafa hann persónulega og það er þrátt fyrir að nota lokuð heyrnatól. Sama segi ég um Intel stock kælinguna.
Re: Setja saman PC turn, vantar álit á pörtum!
Sent: Mið 05. Ágú 2020 16:24
af Harold And Kumar
pepsico skrifaði:Það er hárrétt að hann er nóg til að kæla örgjörvann og bara missa af ~100-150 MHz af boosting sem myndi annars eiga sér stað en vandamálið við hann er hávaðinn. Ég myndi ekki vilja hafa hann persónulega og það er þrátt fyrir að nota lokuð heyrnatól. Sama segi ég um Intel stock kælinguna.
Ah já reyndar þá er hann stock coolerinn svoldið hávær. Gleymdi að hugsa útí það
Re: Setja saman PC turn, vantar álit á pörtum!
Sent: Mið 05. Ágú 2020 16:52
af Klemmi
pepsico skrifaði:Klemmi eftir því sem ég best veit þá styður i5/i3 á B460M bara 2666 MHz. Miðað við öll benchmörk sem ég hef séð er það einfaldlega verra setup í leikjum en R5 3600 m. sæmilegu vinnsluminni, og kostar auk þess meira en R5 3600 á µATX móðurborði:
Mjög góð ábending hjá þér varðandi 2666MHz á B460 kubbasettinu, og alveg hárrétt hjá þér
Hins vegar sýnist mér þeir vera að performa mjög svipað í leikjum, i5-10400F m. 2666MHz vs R5 3600 m. öflugra minni, sbr. lengst til vinstri og hægri í þessu myndbandi:
Samkvæmt OP þá sýnist mér að aðal þunga notkun tölvunnar verði leikir, svo ég ætla ekki að spá í öðrum benchmarks en leikjum. Það er alveg rétt hjá þér líka, ef tölvan ætti að vera notuð í einhverja aðra þunga vinnslu, s.s. mynd- og eða hljóðvinnslu, þá væri mjög erfitt að rökstyðja það að fara í Intel frekar en AMD
Þó ég færi sjálfur Intel leiðina, þá ætla ég ekkert að reyna að selja Intel hér neitt frekar en AMD, hvora leiðina sem OP fer, þá verður hún örugglega mjög sátt.
Ég myndi þó velja Arctic kælinguna frekar en Hyper 212 Evo, og ef hún fer í kassa með gluggahlið, þá myndi ég taka eSports týpuna frekar en CO... og reyndar kemur þá inn punktur fyrir Intel pakkann, móðurborðið er talsvert fallegra
En er þó hrifinn af þessum Silencio kassa, virkar hljóðlátur og veglegur.