Síða 1 af 1

Virka svona flugnafælur á lúsmý?

Sent: Þri 21. Júl 2020 10:28
af GuðjónR
Hefur einhver reynslu af svona flugnafælum?

Re: Virka svona flugnafælur á lúsmý?

Sent: Þri 21. Júl 2020 17:07
af natti
GuðjónR skrifaði:Hefur einhver reynslu af svona flugnafælum?
Dóttirin og vinkonur hennar voru með svona þegar þær fóru í sumarbúðir í sumar.
Það var ekki að sjá að þetta hefði hjálpað mikið, allar töluvert bitnar.

Re: Virka svona flugnafælur á lúsmý?

Sent: Þri 21. Júl 2020 17:54
af ZiRiuS
Það er ekkert skylt með moskító og lúsmý

Re: Virka svona flugnafælur á lúsmý?

Sent: Þri 21. Júl 2020 19:27
af GuðjónR
Pjakkurinn minn er einmitt að fara í sumarbúðir, er þá ekkert sem maður getur gert til að lágmarka þessi lúsmý bit?

Re: Virka svona flugnafælur á lúsmý?

Sent: Þri 21. Júl 2020 19:50
af gnarr
bitin sjálf eru ekki slæm, það eru ofnæmisviðbrögðin sem eru vandamálið. Ég myndi mæla með anit-histamine til þess að losna við kláðan.

Re: Virka svona flugnafælur á lúsmý?

Sent: Þri 21. Júl 2020 20:46
af rapport
gnarr skrifaði:bitin sjálf eru ekki slæm, það eru ofnæmisviðbrögðin sem eru vandamálið. Ég myndi mæla með anit-histamine til þess að losna við kláðan.
Gyllinæðakrem er víst "the bomb" á þessi bit...

Mamma sjúkraliði fór í sveitina í fyrra og öll krem voru uppseld og keypti sér túbu af þessu því hún vissi að þetta væri með svona kláðastillandi efnum í.
Believe it or not, hemorrhoid creams such as Analpram and Rectocort-HC contain hydrocortisone and pramoxine, and therefore can be used for itching due to bug bites as well.
https://www.miamiherald.com/living/heal ... the%20skin.



p.s. það er samt eitthvað rangt við að pakka gyllinæðakremi með sumarbúðadótinu

Re: Virka svona flugnafælur á lúsmý?

Sent: Þri 21. Júl 2020 20:51
af daremo
Þetta sprey virkar ágætlega.
Notaði það í fyrra þegar ég var á lúsmýsvæði. Fékk einhver örfá bit.

Re: Virka svona flugnafælur á lúsmý?

Sent: Mið 22. Júl 2020 00:22
af Pandemic
Kaupir bara DEET sprey og setur það á alla líkamsparta sem eru berskjaldaðir og málið dautt. Ekkert annað virkar nema þá einhverskonar varnir gegn því að þær komist inn. Svo er líka sterkur leikur að hafa alltaf slökkt ljós í svefnherbergjum og passa sig að kveikja þau bara þegar allt er lokað.

Re: Virka svona flugnafælur á lúsmý?

Sent: Mið 22. Júl 2020 11:23
af littli-Jake
rapport skrifaði:
gnarr skrifaði:bitin sjálf eru ekki slæm, það eru ofnæmisviðbrögðin sem eru vandamálið. Ég myndi mæla með anit-histamine til þess að losna við kláðan.
Gyllinæðakrem er víst "the bomb" á þessi bit...


p.s. það er samt eitthvað rangt við að pakka gyllinæðakremi með sumarbúðadótinu
Ohhh svo fullkomið tækifæri á orðagríni til einskis....

Re: Virka svona flugnafælur á lúsmý?

Sent: Mið 22. Júl 2020 11:59
af rapport
littli-Jake skrifaði:
rapport skrifaði:
gnarr skrifaði:bitin sjálf eru ekki slæm, það eru ofnæmisviðbrögðin sem eru vandamálið. Ég myndi mæla með anit-histamine til þess að losna við kláðan.
Gyllinæðakrem er víst "the bomb" á þessi bit...


p.s. það er samt eitthvað rangt við að pakka gyllinæðakremi með sumarbúðadótinu
Ohhh svo fullkomið tækifæri á orðagríni til einskis....
Orðagrín vikunnar er nammið sem ég fékk frá TokyoTreat.com og fór með í vinnuna.

Ég kom með brandara um að þetta væri í uppáhaldi hjá meltingalæknum og fannst ég sérstaklega fyndinn. Einn á kaffistofunni sagði þá að þetta væri uppáhalds flokkurinn hans á Pornhub... fólk annað hvort sjokkeraðist illa eða grenjaði af hlátri.

Mynd