Síða 1 af 1

Verktakavinna

Sent: Sun 19. Júl 2020 23:17
af sigxx
Sælir félagar.

Ég er að taka að mér smá verktakavinnu, sem skiptist í tvær greiðslur.
Ég er búinn að vera að leita á netinu, einhverskonar tékklista eða "how to guide".
Ég veit ég þarf að standa skil á staðgreiðslu, tryggingagjaldi, lífeyrissjóð og fleiru, en ég finn hvergi heildar lista eða reiknivélar um hvað þetta er nákvæmlega mikið.
Er ekki rétt skilið hjá mér að það sé ekki skattur á fyrstu X-hundruð þúsundunum ?

Er einhver sem hefur reynslu í þessu og getur beint mér í rétta átt ?

Takk

Re: Verktakavinna

Sent: Mán 20. Júl 2020 00:01
af dori
Skatturinn er með fullt af upplýsingum á vefnum hjá sér og BHM er líka með eitthvað og reiknivél sem auðvitað miðast mikið í kringum forsendur "háskólamenntaðs sérfræðings" sem er meðlimur í BHM en flest á við um alla verktöku.

https://www.rsk.is/atvinnurekstur/ad-he ... a-rekstur/
https://www.bhm.is/kaup-og-kjor/sjalfstaett-starfandi/
https://www.bhm.is/reiknivel/

Þegar þú segir "ekki skattur á fyrstu x-hundruð þúsundunum" áttu þá við að þú þurfir ekki að rukka virðisauka? Eins og er tekið fram á síðunni frá Skattinum þá þarftu ekki að rukka virðisauka ef þú ert ekki með yfir 2 milljónir í veltu á 12 mánaða tímabili. Ég þekki þetta ekki sérstaklega vel og ætla ekkert að ráðleggja umfram það að fara bara vel yfir síðurnar hjá Skattinum og hafa samband við þá ef það er eitthvað sem þú ert ekki með á hreinu.

Re: Verktakavinna

Sent: Mán 20. Júl 2020 14:50
af Hizzman
Það er því miður oftast gagnslaust að hringja í skattinn til að fá upplýsingar. Svörin eru loðin vegna þess að viðkomandi veit ekki mikið. Þetta endar gjarnan í tuði um að verktökuvinna sé slæm og það sé betra að vera launamaður.

Re: Verktakavinna

Sent: Mán 20. Júl 2020 16:30
af rapport
Er þetta ekki hér?

https://www.rsk.is/einstaklingar/reikni ... slu/nr/286

https://www.rsk.is/atvinnurekstur/ad-he ... a-rekstur/

https://www.rsk.is/atvinnurekstur/ad-he ... kattsskra/
Þeir sem selja vörur eða þjónustu fyrir minna en 2.000.000 kr. (án VSK.) á sérhverju tólf mánaða tímabili þurfa ekki að innheimta virðisaukaskatt og þar að leiðandi ekki að skrá sig og sækja um virðisaukaskattsnúmer. Þessi undanþága er valkvæð. Kjósi aðili með veltu undir 2.000.000 kr. á ári að tilkynna sig til skráningar á virðisaukaskattsskrá þá skal hann innheimta virðisaukaskatt af sölu, annars ekki.

Re: Verktakavinna

Sent: Mán 20. Júl 2020 16:32
af hagur
Ef þetta er svona one off dæmi þá er í raun nóg fyrir þig að telja þetta bara fram á næsta framtali og þá ertu rukkaður við næstu álagningu. Þannig hef ég gert þetta hingað til, þegar maður hefur verið að fá verktakagreiðslur af og til fyrir einhver freelance jobb.

Re: Verktakavinna

Sent: Mán 20. Júl 2020 16:34
af Revenant
Ef þú vilt ekki standa í þessu sjálfur gæti þjónusta eins og payday.is hentað.
Ég þekki tvo sjálfstætt starfandi aðila sem nota þetta til að gefa út reikninga, standa skil á vsk og greiða sér út laun (með öllu því sem tilheyrir).

Re: Verktakavinna

Sent: Mán 20. Júl 2020 21:32
af vesi
Hizzman skrifaði:Það er því miður oftast gagnslaust að hringja í skattinn til að fá upplýsingar. Svörin eru loðin vegna þess að viðkomandi veit ekki mikið. Þetta endar gjarnan í tuði um að verktökuvinna sé slæm og það sé betra að vera launamaður.
Get ekki tekið undir þetta, hef fengið svör við flestu sem ég hef spurt,
Kanski þarf að spyrja réttu spurninganna.

Re: Verktakavinna

Sent: Þri 21. Júl 2020 00:35
af sigxx
Takk kærlega fyrir þetta félagar.

Ég er búinn að finna allar þær upplýsingar sem ég þarf,
Ég þakka kærlega fyrir. !