Síða 1 af 1
Hugmynd fyrir vatskælingarbyrjandann (alphacool útg.)
Sent: Lau 18. Júl 2020 20:31
af jonsig
Alphacool Eisblock XPX CPU 48.69euro
linkur
Alphacool NexXxoS ST30 Full Copper 240mm radiator V.2 58.49euro
linkur
Alphacool Eisstation DDC reservoir incl. Alphacool Laing DDC310 pump 68.19euro
linkur
Masterkleer tubing PVC 13/10mm (3/8"ID) UV-active blue 2.39 mtr*3 (7,17euro)
linkur
Alphacool Eiszapfen 13/10mm compression fitting G1/4 - chrome sixpack 29.19euro
linkur
----------------------------------EÐA---------------------------------------
Alphacool HF 10mm (3/8") barbed fitting G1/4 with O-Ring "FatBoy" - Deep Black 2.39*6 (14,34euro)
linkur
Alphacool Eiszapfen 13/10mm compression fitting 90° rotatable G1/4 - chrome 7.8*2 (15,6euro)
linkur
Alphacool Eiszapfen screw plug G1/4 - deep black 1.89*3 (5,67euro)
linkur
*Ég tel með 90° olnbogana og tappana seinast, en það er mjög gott að hafa þá við hendina ef maður lendir í veseni með pláss.
*Kittið er um 300 euro og sendingarkostnaður án skatts.
*Svo er valið milli compression fittingsa og slöngu fittingsa, sjálfur hef ég allt í compression fittings uppá þægindi og hafa ekki hosuklemmur. Sex
stykki ættu að duga, en ekkert að því að kaupa 8x
*Sting uppá ódýrri dælu með innbyggðu resevoir, stærðin á því skiptir nákvæmlega engu máli, nema þá uppá þægindin þessar 10mínutur sem tekur að setja loopuna í gang.
*Einnig væri ekki vitlaust að finna einhverskonar leiðslu við pumpuna, þegar maður er að setja inná kerfið til að kveikja og slökkva snögglega meðan vökvinn fyllir loopuna, sjálfur er ég með ódýran 12V spennibreyti og afklippan spennugjafakapal.
Re: Hugmynd fyrir vatskælingarbyrjandann (alphacool útg.)
Sent: Lau 18. Júl 2020 22:12
af Haraldur25
Re: Hugmynd fyrir vatskælingarbyrjandann (alphacool útg.)
Sent: Lau 18. Júl 2020 22:22
af mercury
Er ekki alveg að fatta þennan þráð. Ert þú að leiðbeina mönnum sem eru að byrja að byggja loopu eða ertu að sækjast eftir hjálp ?
Re: Hugmynd fyrir vatskælingarbyrjandann (alphacool útg.)
Sent: Lau 18. Júl 2020 22:53
af jonsig
mercury skrifaði:Er ekki alveg að fatta þennan þráð. Ert þú að leiðbeina mönnum sem eru að byrja að byggja loopu eða ertu að sækjast eftir hjálp ?
já í raun framhald af öðrum þræði þar sem menn eru ekki að sjá fyrir sér hvernig fyrsta pöntunin á að lýta út. Ég er annars góður með tvo 360rads og allt í topp málum eins og er.
Ekki að segja það en ætlaði að gera þennan þráð með ekwb íhlutum en blöskraði verðin hjá þeim í dag, og lét mig fara hugsa hvað ég hef eytt í þetta

kannski maður tæki það til næst.
En varðandi þessa pöntun, þá geturu keypt vökvan í kælinguna á 2,5k í kísildal, vonandi rúmar tölvan hjá þér 420 rad. En kalla ekki hard tubing auðvelt , einnig massa vesen ef þú værir svo t.d. með gallað móðurborð, þá þarftu að endurvinna helling eins og jayz2cents lenti í.
Svo með power on pluggið, voru ekwb ekki farnir að selja eitthvað svona með takka. Ég hef alltaf verið bara með ódýran 12V aflgjafa og kúkmixað einhverja víra í pinna 1og2 á þessum d5 dælum
Re: Hugmynd fyrir vatskælingarbyrjandann (alphacool útg.)
Sent: Lau 18. Júl 2020 23:09
af Haraldur25
ahh skil þig.
Nóg pláss í mínum turni. Cosmos C700M,
Re: Hugmynd fyrir vatskælingarbyrjandann (alphacool útg.)
Sent: Sun 19. Júl 2020 13:52
af jojoharalds
Manfred Peter Hein er módernískt skáld af þeirri kynslóð sem kom upp undir lok sjötta áratugarins í Þýskalandi. Þeirra tímarit var Akzente, sem var svolítið eins og Birtingur hér á landi, tímarit með markvissa fagurfræði í anda módernismans, þar sem ljóðskáld gerðu tilraunir með form og tungumál.
Re: Hugmynd fyrir vatskælingarbyrjandann (alphacool útg.)
Sent: Sun 19. Júl 2020 14:25
af Dóri S.
jojoharalds skrifaði:ahm ert þú allt í einu "Sérfræðingur" í þessum málum?
hvað er hugmyndinn þín með þessum þræði?
láta fólk eyða í óþarfa fittinga?
Alphacool,ekwb og fleiri framleiðendur eru með pakka fyrir byrjendur með öllu sem þarf.
90 gráðu fittings er ekki eitt af þeim hlutum (lúxus en ekki þörf)
Eða vantar þér ráðleggingar sjálfur?
Hann sagðist aldrei vera sérfræðingur hann setti þetta fram sem mögulegan kost fyrir þá sem gæti hugsanlega langað að prófa þetta. Sem er mjög næs, ef þú hefur aðrar skoðanir þá er þetta fínasti þráður til að diskútera það, en svona komment er bara frekar óþarfi og leiðinlegt..
Re: Hugmynd fyrir vatskælingarbyrjandann (alphacool útg.)
Sent: Sun 19. Júl 2020 15:02
af MrIce
jojoharalds skrifaði:ahm ert þú allt í einu "Sérfræðingur" í þessum málum?
hvað er hugmyndinn þín með þessum þræði?
láta fólk eyða í óþarfa fittinga?
Alphacool,ekwb og fleiri framleiðendur eru með pakka fyrir byrjendur með öllu sem þarf.
90 gráðu fittings er ekki eitt af þeim hlutum (lúxus en ekki þörf)
Eða vantar þér ráðleggingar sjálfur?
Titlaði hann sig sem sérfræðingur? Skítkast er þetta í fólki alla daga...
Re: Hugmynd fyrir vatskælingarbyrjandann (alphacool útg.)
Sent: Sun 19. Júl 2020 16:07
af jonsig
Pælingin með vaktinni var að deila áunni reynslu og hjálpa öðrum eins og t.d. einhverjum vantar hdmi snúru á sunnudegi. Eða það hélt ég.
Og þar sem örgjörvar af nýjustu intel línunni og 39xxX línu af amd eru að hitna svakalega í dag og umræða um það hérna á vaktinni þá fannst mér ekki veita af einhverjum svona þræði til að starta amk umræðunni um vatnskælingarnar. Ég bjóst alveg við uppbyggilegri gagrýni en ekki alveg svona furðulegri.
En eftir situr spurningin.. ef maður er búinn að gera þetta í nokkur ár og búinn að rekast á allskonar vandamál varðandi vatnskælingarnar og leyst úr því, hvað gerir Þá mann að "sérfræðingi" svo maður hafi rétt á að hafa skoðanir á þessu tópiki ?
Re: Hugmynd fyrir vatskælingarbyrjandann (alphacool útg.)
Sent: Sun 19. Júl 2020 16:16
af gotit23
jonsig skrifaði:Pælingin með vaktinni var að deila áunni reynslu og hjálpa öðrum eins og t.d. einhverjum vantar hdmi snúru á sunnudegi. Eða það hélt ég.
Og þar sem örgjörvar af nýjustu intel línunni og 39xxX línu af amd eru að hitna svakalega í dag og umræða um það hérna á vaktinni þá fannst mér ekki veita af einhverjum svona þræði til að starta amk umræðunni um vatnskælingarnar. Ég bjóst alveg við uppbyggilegri gagrýni en ekki alveg svona furðulegri.
En eftir situr spurningin.. ef maður er búinn að gera þetta í nokkur ár og búinn að rekast á allskonar vandamál varðandi vatnskælingarnar og leyst úr því, hvað gerir Þá mann að "sérfræðingi" svo maður hafi rétt á að hafa skoðanir á þessu tópiki ?
þessi títill er þá kanski ekki aveg það sem þú ert að gefa í skyn...
eða ....
fannst þetta samt góð ábending hjá honum jojo sem er búin að vera sjálfur míkið í þessum vökvakælingarbransa
og eitt,hann sagði aldrei þú værir sérfræðingur,mér synist hann setti gæsalabba í kringum það orð til að benda á að hann væri ekki segja það í orðsins fyllstu meiningu en frekar að kanna ástæðuna á bak við þessum þræði og þá mjög líklega í þeim tilgangi að mögulega koma með ábendingar sjálfur.
og ef hann hefði kallað þíg sérfræðing þá hefði það verið akkúrat það sem þér langaði að heyra (miðað við þessum skrífum sem ég er að vítna í núna)
þvílikur saumaklúbbur sem þetta er orðið...
Re: Hugmynd fyrir vatskælingarbyrjandann (alphacool útg.)
Sent: Sun 19. Júl 2020 16:20
af gotit23
MrIce skrifaði:jojoharalds skrifaði:ahm ert þú allt í einu "Sérfræðingur" í þessum málum?
hvað er hugmyndinn þín með þessum þræði?
láta fólk eyða í óþarfa fittinga?
Alphacool,ekwb og fleiri framleiðendur eru með pakka fyrir byrjendur með öllu sem þarf.
90 gráðu fittings er ekki eitt af þeim hlutum (lúxus en ekki þörf)
Eða vantar þér ráðleggingar sjálfur?
Titlaði hann sig sem sérfræðingur? Skítkast er þetta í fólki alla daga...
hver er með skítkast?
Re: Hugmynd fyrir vatskælingarbyrjandann (alphacool útg.)
Sent: Sun 19. Júl 2020 16:23
af MrIce
gotit23 skrifaði:MrIce skrifaði:jojoharalds skrifaði:ahm ert þú allt í einu "Sérfræðingur" í þessum málum?
hvað er hugmyndinn þín með þessum þræði?
láta fólk eyða í óþarfa fittinga?
Alphacool,ekwb og fleiri framleiðendur eru með pakka fyrir byrjendur með öllu sem þarf.
90 gráðu fittings er ekki eitt af þeim hlutum (lúxus en ekki þörf)
Eða vantar þér ráðleggingar sjálfur?
Titlaði hann sig sem sérfræðingur? Skítkast er þetta í fólki alla daga...
hver er með skítkast?
Finnst þetta vera smá skítkast hjá honum JojoHaralds.
láta fólk eyða í óþarfa fittinga og að hann Gotit sé allt í einu "sérfræðingur" í þessum málum.
Bara mín skoðun

og já, þetta er besti saumaklúbbur ever hérna inni

Re: Hugmynd fyrir vatskælingarbyrjandann (alphacool útg.)
Sent: Sun 19. Júl 2020 16:28
af gotit23
MrIce skrifaði:gotit23 skrifaði:MrIce skrifaði:jojoharalds skrifaði:ahm ert þú allt í einu "Sérfræðingur" í þessum málum?
hvað er hugmyndinn þín með þessum þræði?
láta fólk eyða í óþarfa fittinga?
Alphacool,ekwb og fleiri framleiðendur eru með pakka fyrir byrjendur með öllu sem þarf.
90 gráðu fittings er ekki eitt af þeim hlutum (lúxus en ekki þörf)
Eða vantar þér ráðleggingar sjálfur?
Titlaði hann sig sem sérfræðingur? Skítkast er þetta í fólki alla daga...
hver er með skítkast?
Finnst þetta vera smá skítkast hjá honum JojoHaralds.
láta fólk eyða í óþarfa fittinga og að hann Gotit sé allt í einu "sérfræðingur" í þessum málum.
Bara mín skoðun

og já, þetta er besti saumaklúbbur ever hérna inni

Núna þarf maður bara að vera með nettengingu til að geta orðið „sérfræðingur“ á skjánum og þóst vita allt um umræðuefnið. Maður þarf ekki einu sinni að gefa upp nafn.

Re: Hugmynd fyrir vatskælingarbyrjandann (alphacool útg.)
Sent: Sun 19. Júl 2020 16:34
af jonsig
Mætti alveg túlka fyrstu setninguna sem einhver leiðindi
jojoharalds skrifaði:ahm ert þú allt í einu "Sérfræðingur" í þessum málum?
Annars er þetta bara tillaga að BYRJANDA loopu.. ég er ekki að útlista hvernig á að setja saman geimflaug.
Þetta er orðið meira klabbið útaf ég minntist á þessa 7.8euro °90 olnboga fittingsa, sjálfur hef ég alltaf troðið í tölvurnar mínar eins miklu vatnskælingar drasli og ég get, og hef bara nanast alltaf þurft að grípa í þessa til að fá ekki einhverjar óþarfa krappar beygjur á silicone slöngurnar hjá mér.
Re: Hugmynd fyrir vatskælingarbyrjandann (alphacool útg.)
Sent: Sun 19. Júl 2020 16:35
af MrIce
gotit23 skrifaði:MrIce skrifaði:gotit23 skrifaði:MrIce skrifaði:jojoharalds skrifaði:
Núna þarf maður bara að vera með nettengingu til að geta orðið „sérfræðingur“ á skjánum og þóst vita allt um umræðuefnið. Maður þarf ekki einu sinni að gefa upp nafn.

Já, allir sérfræðingar until proven otherwise.
En þessvegna á ekki að trúa öllu á netinu
Þetta er fínasti þráður samt, er búinn að pæla mikið í custom loop sjálfur sl ár og stefni á það þegar rtx 3 serían kemur að fara þá í það, þannig að það er fínt að fá þráðin í gang

Re: Hugmynd fyrir vatskælingarbyrjandann (alphacool útg.)
Sent: Sun 19. Júl 2020 16:42
af jonsig
Tilgangurinn hérna á vaktinni fyrir utan HDMI kapal á sunnudegi eftir lokun.. er einmitt að miðla reynslu sinni og búast við gagrýni annarra sem hafa verið að brasa í álíka hlutum. En svo þegar einhverjir fara að mæta á svæðið sem einhverskonar kennivald með upphafstafina sína í avatarnum , bara baula í stað þess að leggja eitthvað til málana þá er ekki mikill tilgangur með vaktinni held ég.
Re: Hugmynd fyrir vatskælingarbyrjandann (alphacool útg.)
Sent: Sun 19. Júl 2020 17:12
af Dropi
Ég á nokkur spreadsheet þar sem ég hef verið að gæla mér við að fara í custom loop og þurft að byrja frá algjöru núlli við að ransaka þetta. Svona þráður hefði nýst mér rosalega vel fyrir 1-2 árum síðan. Tilgangurinn er að fræða og koma af stað umræðu fyrir þá sem hafa ekki reynt þetta sjálfir hefði ég haldið.

Re: Hugmynd fyrir vatskælingarbyrjandann (alphacool útg.)
Sent: Sun 19. Júl 2020 17:17
af Templar
Ég rek hóp á FB með 10.000 notendum, ég eyði öllum svona skítainnleggjum asap og sendi viðvörun, ef menn hafa ekkert jákvætt að segja eiga menn að halda KJ. Það er búið að umbera svona fýlubombur á þráðum alltof lengi og það sem gerðist er að sjálfur ZUK er í hópnum og ég fæ reglulega innlegg þar sem fólk talar um "gott andrúmsloft".
Já það sjá allir byrjendapakkana en svona þræðir eru sérlega gagnlegir fyrir þá sem eru að byrja að lesa sig til og svona gaurar eins og þú sem skeina sér ekki nægjanlega vel ættu að vera úti.
jojoharalds skrifaði:ahm ert þú allt í einu "Sérfræðingur" í þessum málum?
hvað er hugmyndinn þín með þessum þræði?
láta fólk eyða í óþarfa fittinga?
Alphacool,ekwb og fleiri framleiðendur eru með pakka fyrir byrjendur með öllu sem þarf.
90 gráðu fittings er ekki eitt af þeim hlutum (lúxus en ekki þörf)
Eða vantar þér ráðleggingar sjálfur?
Re: Hugmynd fyrir vatskælingarbyrjandann (alphacool útg.)
Sent: Sun 19. Júl 2020 18:48
af mercury
Fínasta framlag. Sjálfur myndi ég mæla með psu jumper eða einfaldlega að vera með annað cheapo psu eins og ég geri sem ég tengi við dælurnar til að fylla á kerfið og losna því við að aftengja tölvuna. Sömuleiðis er ekki NAUÐSINLEGT að hafa dren í loopunni en er risastór plús. Minkar stressið talsvert þegar maður er að tæma loopuna. Einnig skiptir gífurlegu máli að skipuleggja loopuna frá A-Ö hvernig þú setur hana upp og hvaða fittings hentar á hvern notanda. Það er fátt verra en að vera búinn að fá hlutina byrja að raða þessu saman og fatta svo að það vanti einhverns konar fittings ekki nóg af slöngu eða rörum og þessháttar. Auðvitað er hægt að kaupa tilbúna pakka eins og minnst hefur verið á en það er líklega ekki ódýrasta lausnin.
Annars bara props fyrir að opna þessa umræðu þó hún eigi sennilega heima í sér þræði.
Re: Hugmynd fyrir vatskælingarbyrjandann (alphacool útg.)
Sent: Mið 22. Júl 2020 12:37
af gotit23
Templar skrifaði:Ég rek hóp á FB með 10.000 notendum, ég eyði öllum svona skítainnleggjum asap og sendi viðvörun, ef menn hafa ekkert jákvætt að segja eiga menn að halda KJ. Það er búið að umbera svona fýlubombur á þráðum alltof lengi og það sem gerðist er að sjálfur ZUK er í hópnum og ég fæ reglulega innlegg þar sem fólk talar um "gott andrúmsloft".
Já það sjá allir byrjendapakkana en svona þræðir eru sérlega gagnlegir fyrir þá sem eru að byrja að lesa sig til og svona gaurar eins og þú sem skeina sér ekki nægjanlega vel ættu að vera úti.
jojoharalds skrifaði:ahm ert þú allt í einu "Sérfræðingur" í þessum málum?
hvað er hugmyndinn þín með þessum þræði?
láta fólk eyða í óþarfa fittinga?
Alphacool,ekwb og fleiri framleiðendur eru með pakka fyrir byrjendur með öllu sem þarf.
90 gráðu fittings er ekki eitt af þeim hlutum (lúxus en ekki þörf)
Eða vantar þér ráðleggingar sjálfur?

Guð sé lof er til fólk eins og þú
ást og fríður

Re: Hugmynd fyrir vatskælingarbyrjandann (alphacool útg.)
Sent: Fös 24. Júl 2020 13:44
af Templar
@Adminstrator - Eyða innleggjum frá þessum incels llamadýrum og þurfa að ræða eitthvað allt annað en tölvur og efni innleggsins hérna. Óþolandi svona thread hijacking af handónýtu liði.
Re: Hugmynd fyrir vatskælingarbyrjandann (alphacool útg.)
Sent: Fös 24. Júl 2020 13:46
af Templar
@jonsig Ertu búinn að leika þér með ólíkar viftur líka? Er sjálfur að nota Noctua NFU12A, sýnist þær vera svona bestu static pressure vifturnar.
Re: Hugmynd fyrir vatskælingarbyrjandann (alphacool útg.)
Sent: Fös 24. Júl 2020 19:08
af jonsig
Templar skrifaði:@jonsig Ertu búinn að leika þér með ólíkar viftur líka? Er sjálfur að nota Noctua NFU12A, sýnist þær vera svona bestu static pressure vifturnar.
NF-A12x25 og 3000rpm ippc er klárlega klassinn fyrir ofan, en takmarkað sem maður græðir á því þrátt fyrir meiri hávaða.
Re: Hugmynd fyrir vatskælingarbyrjandann (alphacool útg.)
Sent: Lau 25. Júl 2020 15:59
af Trihard
Ég sjálfur keypti ekkert 90° eða 45° fittings því ég heyrði að fleiri (óþarfa) fittings minnki flæðið og pumpan þurfi að vinna af meiri krafti. Ég keypti mér í staðinn bending kit fyrir PETG og acrylic rör og mun gera tvöfaldar 45° beygjur eða 90° beygjur með háum radíus til að minnka tap og auka þannig nýtnina í pumpunni. Svo er allt svona ves auðveldað ef menn fara bara í mjúk rör í staðinn

Re: Hugmynd fyrir vatskælingarbyrjandann (alphacool útg.)
Sent: Lau 25. Júl 2020 16:58
af jonsig
Trihard skrifaði:Ég sjálfur keypti ekkert 90° eða 45° fittings því ég heyrði að fleiri (óþarfa) fittings minnki flæðið og pumpan þurfi að vinna af meiri krafti. Ég keypti mér í staðinn bending kit fyrir PETG og acrylic rör og mun gera tvöfaldar 45° beygjur eða 90° beygjur með háum radíus til að minnka tap og auka þannig nýtnina í pumpunni. Svo er allt svona ves auðveldað ef menn fara bara í mjúk rör í staðinn

Þú þarft ekki að stressa þig yfir 90° fittingsum nema þú sért með virkilega crappy dælu. Ég er með 2x 360 rad og 2x vega 64 blokkir. Ég er búinn að logga hitan hjá mér m.v. hitatölur, og ef ég fer yfir 50% pwm á d5 pumpunni þá græði ég ekkert. Svo ég er ekki að stressa mig á 4x 90° fittings nema ég væri með eitthvað crap sem yrði að vera á 100% allan tíman og ætti ekki við einhverjum 5% tapi á flæði