Síða 1 af 1

Bifreiðaverkstæði , biðtími.

Sent: Mán 13. Júl 2020 08:30
af mercury
Sælir vaktarar.
Það hittist svo vel á að bremsuklossar að aftan kláruðust hjá mér seinnipartinn í gær og ég á leið í flug uppúr hádegi í dag. Myndi klárlega ráðast í þetta sjálfur en ég kæmist ekki í aðstöðu fyrr en eftir 4 í dag. Veit einhver hér um verkstæði sem er með skamman biðtíma og rukkar ekki handlegg fyrir einfaldar bremsuviðgerðir "diskar+klossar að aftan mazda cx-5 2016"

Re: Bifreiðaverkstæði , biðtími.

Sent: Mán 13. Júl 2020 09:47
af stefhauk
Myndi kanna N1 eða Max1 uppá að að reyna komast inn sem fyrst.

Re: Bifreiðaverkstæði , biðtími.

Sent: Mán 13. Júl 2020 11:25
af brain
Kvikk þjónustan
http://kvikk.wsptm.com/pages/book.aspx

Hafa gert við bremsur fyrir mig. kom vel út.

Re: Bifreiðaverkstæði , biðtími.

Sent: Mán 13. Júl 2020 12:19
af mercury
Fékk tíma á verkstæði hér í nágrenninu strax á morgun. Þakka skjót svör.

Re: Bifreiðaverkstæði , biðtími.

Sent: Mán 13. Júl 2020 13:27
af worghal
er þetta ekki eitthvað sem hægt er að gera úti á plani á klukkutíma? :fly

Re: Bifreiðaverkstæði , biðtími.

Sent: Mán 13. Júl 2020 13:36
af mercury
worghal skrifaði:er þetta ekki eitthvað sem hægt er að gera úti á plani á klukkutíma? :fly
Jú í rauninni en það þarf aðeins meir en bara skiptilykil. Svo er sömuleiðis rafmagnshandbremsa sem ég hef aldrei dílað við áður. Sennilega ekkert stórmál. En málið er að komst að þessu í gær og er farinn upp á völl núna og verð ekki heima næstu 2 vikurnar. Konan getur ekki verið bíllaus heima með einn 10daga og einn 4 ára svo lengi.

Re: Bifreiðaverkstæði , biðtími.

Sent: Mán 13. Júl 2020 14:45
af worghal
mercury skrifaði:
worghal skrifaði:er þetta ekki eitthvað sem hægt er að gera úti á plani á klukkutíma? :fly
Jú í rauninni en það þarf aðeins meir en bara skiptilykil. Svo er sömuleiðis rafmagnshandbremsa sem ég hef aldrei dílað við áður. Sennilega ekkert stórmál. En málið er að komst að þessu í gær og er farinn upp á völl núna og verð ekki heima næstu 2 vikurnar. Konan getur ekki verið bíllaus heima með einn 10daga og einn 4 ára svo lengi.
var einmitt að skoða hvernig þetta er gert og þetta er víst vesen með þessa rafmagnshandbremsu þannig ég skil þig vel

Re: Bifreiðaverkstæði , biðtími.

Sent: Mán 13. Júl 2020 15:00
af mercury
worghal skrifaði:
mercury skrifaði:
worghal skrifaði:er þetta ekki eitthvað sem hægt er að gera úti á plani á klukkutíma? :fly
Jú í rauninni en það þarf aðeins meir en bara skiptilykil. Svo er sömuleiðis rafmagnshandbremsa sem ég hef aldrei dílað við áður. Sennilega ekkert stórmál. En málið er að komst að þessu í gær og er farinn upp á völl núna og verð ekki heima næstu 2 vikurnar. Konan getur ekki verið bíllaus heima með einn 10daga og einn 4 ára svo lengi.
var einmitt að skoða hvernig þetta er gert og þetta er víst vesen með þessa rafmagnshandbremsu þannig ég skil þig vel
Ef èg hefði ekki verið að fara í flug þá hefði ég án efa látið reyna á þetta.