Síða 1 af 1
Pocophone F2 reynsla
Sent: Fim 09. Júl 2020 00:24
af vesi
Þar sem ég þarf að endurnýja síma bráðlega hef ég verið að skoða þennan.
Vantar ykkar álit og ef þið hafið reynslu af honum væri það ekki verra.
Þarf ekkert endilega vera á pari við önnur flagskip, bara hvort þetta væru góð kaup.
Vélbúnaðar og tæknilega séð.
https://www.tunglskin.is/product/pocophone-f2-pro.htm
So Yay or Ney
Re: Pocophone F2 reynsla
Sent: Fim 09. Júl 2020 09:00
af KristinnK
Miðað við alla umræðuna um Kína þessa dagana (bæði Bretar og Ástralar takmarka eða loka á Huawei frá 5G, TikTok bókstaflega spæja á allt sem þú gerir í símanum þínum, meira að segja í öðrum smáforritum, og svo framvegis) þá hefði ég haldið að flestir myndu nú ekki vilja Kínverskan síma.
Re: Pocophone F2 reynsla
Sent: Fim 09. Júl 2020 10:00
af Dóri S.
KristinnK skrifaði:Miðað við alla umræðuna um Kína þessa dagana (bæði Bretar og Ástralar takmarka eða loka á Huawei frá 5G, TikTok bókstaflega spæja á allt sem þú gerir í símanum þínum, meira að segja í öðrum smáforritum, og svo framvegis) þá hefði ég haldið að flestir myndu nú ekki vilja Kínverskan síma.
Og apple og google gera það ekki? Held að það skipti okkur hér á íslandi afar litlu máli hvort ameríka eða kína eru að fylgjast okkur.
Re: Pocophone F2 reynsla
Sent: Fim 09. Júl 2020 10:32
af Jón Ragnar
Dóri S. skrifaði:KristinnK skrifaði:Miðað við alla umræðuna um Kína þessa dagana (bæði Bretar og Ástralar takmarka eða loka á Huawei frá 5G, TikTok bókstaflega spæja á allt sem þú gerir í símanum þínum, meira að segja í öðrum smáforritum, og svo framvegis) þá hefði ég haldið að flestir myndu nú ekki vilja Kínverskan síma.
Og apple og google gera það ekki? Held að það skipti okkur hér á íslandi afar litlu máli hvort ameríka eða kína eru að fylgjast okkur.
Treysti allavega Apple talsvert meira en einhverju kínadóti
https://www.apple.com/privacy/
Re: Pocophone F2 reynsla
Sent: Fim 09. Júl 2020 10:47
af fannar82
Það er _enginn_ sem njósnar meira um þig heldur en Facebook
Re: Pocophone F2 reynsla
Sent: Fim 09. Júl 2020 11:04
af gnarr
Re: Pocophone F2 reynsla
Sent: Fim 09. Júl 2020 11:13
af Dóri S.
Jón Ragnar skrifaði:Dóri S. skrifaði:KristinnK skrifaði:Miðað við alla umræðuna um Kína þessa dagana (bæði Bretar og Ástralar takmarka eða loka á Huawei frá 5G, TikTok bókstaflega spæja á allt sem þú gerir í símanum þínum, meira að segja í öðrum smáforritum, og svo framvegis) þá hefði ég haldið að flestir myndu nú ekki vilja Kínverskan síma.
Og apple og google gera það ekki? Held að það skipti okkur hér á íslandi afar litlu máli hvort ameríka eða kína eru að fylgjast okkur.
Treysti allavega Apple talsvert meira en einhverju kínadóti
https://www.apple.com/privacy/
Get alveg eins lesið svona disclaimer hjá Huawei eða facebook. Innihaldið er það sama. Huawei hafa veriðmundir smásjánni hjá mörgum stofnunum í USA og það hafa ekki fundist nein haldbær sönnunargögn um óeðlilegt eftirlit. En facebook, apple og google hafa öll verið gómuð við eftirlit sem samræmist ekki skilmálum á síðastu árum. Xioami hefur líka lennt í því reyndar. TikTok tók strax til aðgerða og aðskildi evrópska og ameríska notendur frá asískum og setti þá undir evrópska grein fyrirtækisins svo þá er auðveldara fyrir stofnanir að fylgjast með gagnasöfnun. Ég held í sannleika sagt að gögnin þín séu ekki í verri höndum í kína en í Ameríku undir stjórn manns með mikilmennskubrjálæði sem notar geðþótta ákvarðanir byggðar á fordómum til að stýra fyrirtækjum og stofnunum landsins.
Re: Pocophone F2 reynsla
Sent: Fim 09. Júl 2020 11:50
af peturthorra
Pocophone F2 ef frábær sími. Er á pari við flaggskipin með allt nema að skjárinn er "bara" 60 hz. Að öðru leyti er þessi bang for the buck.
Re: Pocophone F2 reynsla
Sent: Fim 09. Júl 2020 12:02
af Viggi
Nú fylgist ég alveg ágætlega með símamarkaðinum og það sem maður best veit eru þetta alveg þrusugóir símar en MIUI er kanski ekki alveg besta android útgáfan en þetta er alveg solid sími á margan hátt en ég myndi ekki fá mér síma í dag nema það sé 90hz skjár amk og alvöru hátalarar. ef það er ekki top issue hjá þér þá segi ég go for it. alvöru battery þarna sem maður sér ekki oft í öðrum símum. En eitt annað þá verður alltaf mun erfiðara að fá varahluti down the line á þessa síma ef skjárin brotnar eða eithvað heldur en stærstu bröndin
Re: Pocophone F2 reynsla
Sent: Fim 09. Júl 2020 12:26
af Sallarólegur
Fyndið hvað svona vesturlanda-agenda nær vel í gegn hjá sumum.
Allar upplýsingar sem þú veitir Bandarísku fyrirtæki getur NSA flett upp án nokkurs rökstuðnings.
Privacy skilmálarnir eiga bara við um bandaríska ríkisborgara ef gögnin eru vistuð í BNA.
Re: Pocophone F2 reynsla
Sent: Sun 12. Júl 2020 23:13
af Skizzo
Ég er einnig áhugasamur um álit og reynslu annarra. Er í nákvæmlega sömu pælingum og OP. Er búinn að vera gera smá rannsóknarvinnu og Viggi tekur þetta ágætlega saman. Held að við fáum ekki betri síma fyrir 90.þús í dag.
Væri hellað ef hann væri 90hz+ skjá ásamt wireless charging og stereo speakers en það var rugl fyrir 90.þús.
Re: Pocophone F2 reynsla
Sent: Mán 13. Júl 2020 09:56
af Hauxon
Mér skilst að hátalarinn sándi mjög vel. Stereo skiptir ekki máli þegar bilið milli hátalarana er minna en milli augnanna á þér. Það sem ég myndi vilja sjá væri einhverskonar vatnsvörn, sennilega það sem veldur flestum bilunum.
Re: Pocophone F2 reynsla
Sent: Mán 13. Júl 2020 12:32
af urban
Nei sko, er komið NFC í hann.
Ég er enn að nota F1 en það hefur alltaf farið alveg ógurlega í taugarnar á mér að það sé ekki NFC á honum, hef einmitt ekki getað mælt með honum útaf vöntun á því.
Re: Pocophone F2 reynsla
Sent: Mán 13. Júl 2020 16:35
af kizi86
hef góða reynslu af Xiaomi símum, hef átt 2 Mi Note Pro, svo Mi Mix 2s, og þeir stóðu vel fyrir sínu. Þoldi ekki MIUI kerfið fyrst, en það hefur þróast mjög mikið og ég er að fíla það kerfi í drasl núna, af þessum tailored to the manufacturer UIs sem símaframleiðendur bjóða uppá í dag, þá finnst mér MIUI bjóða upp á mest "customizable" kerfið