Síða 1 af 1
Hljóðkerfi - uppsetning
Sent: Mán 06. Júl 2020 23:36
af PCMAC
Sæl öll.
Ég er í smá vanda. Málið er það að ég er með uppsett 5.1 hljóðkerfi en þegar ég prófa að taka surround test á youtube þá gefa bakhátalararnir (sr & sl) ekkert frá sér þegar þeir eiga að gera það samvæmt prófinu. Þess í stað berst hljóðið frá framhátölurunum (fr & fl). Þegar hljóðið á svo að berast frá framhátölurunum þá gerist það með eðlilegum hætti. Bassabox og miðhátalari eðlilegt.
Ég er með Harman Kardon AVR 435 magnara og jbl northridge seríu af hátölurum og boxi. Ég hef gætt þess að hafa kerfið stillt örugglega á 5.1 (ýmist dolby eða logic 7) þegar testið er framkvæmt og allir hátalarar virkir smkvæmt magnaranum en án árangurs. Allt virðist eðlilega tengt aftan á magnaranum. Hef bæði prófað youtube gegnum bluetooth receiver gegnum símann og einnig gegnum smart TV sem er tengt með optical snúru.
Hvað segja menn sem til þekkja. Eru þessi youtube surround test marktæk og ef svo er, kveikir einhver á því afhverju þetta hagar sér svona á mér?
Með fyrirfram þökk.
Re: Hljóðkerfi - uppsetning
Sent: Mán 06. Júl 2020 23:50
af russi
Youtube ræður ekki við 5.1, minnir að það ráði bara við sterio
Það eru til testfælar hjá dolby, getur prófað þá. Þarf að samt líklega að setja þá á usb eða koma þeim í afspilun í gegnum tv með öðrum hætti
Re: Hljóðkerfi - uppsetning
Sent: Þri 07. Júl 2020 00:29
af PCMAC
Takk fyrir þetta.
Ef ég niðurhala 5.1 test file frá dolby á símann og streama yfir í magnarann, ætli það virki?
Eða er æskilegra að spila þetta gegnum optical snúru svr TV hjá mér?
Bara þægilegra að gera þetta gegnum símann ef hægt er..
Re: Hljóðkerfi - uppsetning
Sent: Þri 07. Júl 2020 07:13
af russi
PCMAC skrifaði:Takk fyrir þetta.
Ef ég niðurhala 5.1 test file frá dolby á símann og streama yfir í magnarann, ætli það virki?
Eða er æskilegra að spila þetta gegnum optical snúru svr TV hjá mér?
Bara þægilegra að gera þetta gegnum símann ef hægt er..
Þú ert að prófa búnað og athuga virkni hans, þegar það er gert borgar sig ekki að stytta sér leið eða velja þá þægilegustu.
Nú veit ég ekki hvernig síma þú ert með, hvernig þú ætlar að streyma frá honum og yfir í græjurnar, hvort síminn styðiji 5.1, hvort set-top-box græjan sem þú ert með styðji 5.1 í gegnum stream, hvort þú ert með set-top-box, ertu að taka þetta sem passthrough í gegnum hdmi, ertu að taka optical, er tv að downscala hljóð, ég get haldið lengi áfram og talið upp atriði sem hafa áhrif en meðan þú getur spilað fæl beint af því tæki sem þú ert að prófa þá ættir þú að bestu niðurstöðuna
Re: Hljóðkerfi - uppsetning
Sent: Þri 07. Júl 2020 08:18
af gutti
Re: Hljóðkerfi - uppsetning
Sent: Þri 07. Júl 2020 10:17
af SolidFeather
Góðar upplýsingar hér að ofan. YouTube testin eru ekki marktæk og það þýðir eflaust lítið að streyma þessu í gegnum símann.
Það gæti samt virkað að ná í skrá frá linknum hans gutta sem er með Dolby AC3 5.1 640 kbps encoding. Ef þú getur sett skránna á USB kubb og spilað hana í gegnum TV og sent hljóðið í magnarann með optical þá ættirðu að fá 5.1 hljóð.
Re: Hljóðkerfi - uppsetning
Sent: Þri 07. Júl 2020 10:53
af worghal
sýnist þessi magnari vera með toslink input, tengdu bara borðtölvu við það og testaðu með myndböndum frá
https://thedigitaltheater.com/dolby-trailers/
flest móðurborð ættu að vera með toslink byggt í sér.
Re: Hljóðkerfi - uppsetning
Sent: Þri 07. Júl 2020 20:42
af PCMAC
Takk kærlega fyrir svörin.
Ég náði dolby surround skrá fyrir 5.1, bæði movie intro sem og channel testing skrár. Skrárnar setti ég á usb og og sjónvarpið sem flutti merkið með optical snúru í magnarann.
Movie introið var geggjað. Bara eins og í villtustu draumum.
Channel test skráin kom því til skila sem youtube gerði ekki, að virkja hverja rás með hljóðbendlum svo allt virðist vera eðlilega tengt.
Eina sem ég vil gjarnan fá að vita er hvort bakhátalararnir eigi að vera á svipuðu desibel level og framhátalararnir. Grunar nú að svo sé ekki þar sem surroundið virðist þrælvirka og ég hef undan engu að kvarta. Lengur.. bara svona meiri pæling heldur en hitt..
Takk aftur fyrir aðstoðina!
Re: Hljóðkerfi - uppsetning
Sent: Þri 07. Júl 2020 22:25
af Uncredible
Þessi, YouTube 5.1 Surround Test eru bara til að fá clicks, ég féll í sömu gryfju á sínum tíma þegar ég var að prófa Sony magnara.
Re: Hljóðkerfi - uppsetning
Sent: Mið 08. Júl 2020 11:44
af worghal
ef þú vilt, þá get ég reddað þér 6 channel (5.1) thx deep note sem ég fann fyrir löngu
ég finn þetta hvergi á netinu núna þegar ég leita að því.
Re: Hljóðkerfi - uppsetning
Sent: Mið 08. Júl 2020 11:46
af SolidFeather
worghal skrifaði:ef þú vilt, þá get ég reddað þér 6 channel (5.1) thx deep note sem ég fann fyrir löngu
ég finn þetta hvergi á netinu núna þegar ég leita að því.
Er það ekki bara hérna
https://thedigitaltheater.com/thx-trailers/
Re: Hljóðkerfi - uppsetning
Sent: Mið 08. Júl 2020 11:54
af worghal
SolidFeather skrifaði:worghal skrifaði:ef þú vilt, þá get ég reddað þér 6 channel (5.1) thx deep note sem ég fann fyrir löngu
ég finn þetta hvergi á netinu núna þegar ég leita að því.
Er það ekki bara hérna
https://thedigitaltheater.com/thx-trailers/
þetta eru allt video, ég er með surround audio file.
Edit: fann það á vélinni hjá mér
THX Deep Note 96khz 32bit 6ch
Re: Hljóðkerfi - uppsetning
Sent: Mið 08. Júl 2020 12:29
af JReykdal
Þið getið líka farið inn á Netflix og leitað að "Test" ef þið viljið.