Síða 1 af 1
Ráðleggingar fyrir sjónvarpskaup
Sent: Þri 30. Jún 2020 23:28
af ElvarP
Sælir.
Er í sjónvarpskaup hugleiðingum, veit í raun ekkert hvað ég er að leita af fyrir utan að ég vill 65 tommur eða hærra og helst góða hátalara, en ég gæti séð fyrir mér að kaupa einhvern soundbar ef það væri betri hugmynd, gæti líka hugsanlega farið i minni tæki ef það væri
mun ódýrara/hagstæðra.
Fékk email frá Costco að bjóða upp á Panasonic sjónvarp sem er 65 tommur fyrir 129.999kr, (stendur samt ekkert týpunúmer eða slíkt), er eitthvað vit í þessum kaupum?
Fann síðan samsung tæki frá heimkaup á svipuðu verði:
https://www.heimkaup.is/samsung-65-4k-u ... vid=134677
Einhver hérna með góða reynslu af einhverju tækji og vill deila?
Vill helst ekki eyða meira en svona 250.000kr en skoða allt.
Edit: síðan kannski spurning um hvaða sjónvarps stýrikerfi er best? Er með eitt sjónvarp með android og mér finnst það fínt en hef ekki prufað önnur kerfi.
Re: Ráðleggingar fyrir sjónvarpskaup
Sent: Mið 01. Júl 2020 00:56
af russi
Þetta getur verið flókið, en ég held alltaf meðan þú kaupir merki sem þú treystir ertu í fínum málum.
Það er afar ólíklegt að þú fáir sjónvarp með góðum hátölurum og því ertu alltaf á endanum að fara í Soundbar eða annað til magna upp hljóðið.
Það er nákvæmlega það sem fólk er oftast að klikka á, þ.e.a.s hljóðið. Flestir eru að spá í myndgæði og fá frábær gæði þar en svo er hljóðið í besta falli sæmilegt, myndi hafa það ofarlega í huga.
Annað varðandi hljóð, reyndu að fá tæki með eArc-tengi, ekki láta Arc-tengi duga.
HDMI 2.1 er líka möst í þessu í dag. Minnir að eArc sé ekki möguleiki nema með HDMI 2.0b og nýrra, þannig þetta er að lenda á sama stað.
Sýnist á þessum tveimur tækjum sem þú ert að sýna að þetta séu eldri tæki á góðu verði. Þá er bara spurt hvort þú sért sáttur við það
Re: Ráðleggingar fyrir sjónvarpskaup
Sent: Mið 01. Júl 2020 09:30
af Klemmi
Úfff, ég sá svolítið eftir því að hafa ekki keypt þetta sjónvarp þegar það var á tilboði síðast hjá þeim, en nú segirðu mér að það sé á enn betra tilboði...
Geri ráð fyrir að þetta sé sama sjónvarpið
** Bætt við **
Nei, mögulega ekki sama sjónvarpið, þar sem það eru mismunandi fætur allavega á myndunum...
- pana.jpg (86.33 KiB) Skoðað 1411 sinnum
Re: Ráðleggingar fyrir sjónvarpskaup
Sent: Mið 01. Júl 2020 11:33
af Halli25
ekki spá í hljóðinu, alltaf betra að fá sér soundbar.
LG hafa mjög þægilegt viðbót segja margir, Tengdamamma og tengdapabbi fengu bæði sér Panasonic tæki, allt í lagi viðmót. Held þetta sé alltaf persónubundið hvort sem er svo best að fá að prófa í búðinni sjálfur áður en keypt er.
Re: Ráðleggingar fyrir sjónvarpskaup
Sent: Mið 08. Júl 2020 21:14
af einarsveinn
Mæli með þessu hérna ef budgetið nær allt að 250 þúsund.
https://ormsson.is/product/samsung-sjon ... ed-q7-2019
Re: Ráðleggingar fyrir sjónvarpskaup
Sent: Fim 09. Júl 2020 11:11
af sigxx
Þegar ég var að skoða mér sjónvarp var ég með nokkra hluti sem ég spáði í
1. Skiptir snjall viðmótið einhverju máli ? (Ef þú ert bara með Apple Tv eða Chrome Cast etc)
1.a Ef það skiptir máli myndi ég skoða LG eða Panasonic (mitt álit, þegar ég var að skoða fyrir tveimur árum, gæti hafa breyst)
2. Skiptir myndgæðin miklu máli ?
2.a Ef já, þá þarftu að hækka butget-ið og leita í OLED eða QLED
2.b Ef nei. Þá eru flest LED sem koma frá framleiðendum sem þú þekkir mjög góð.
3. Skiptir hljóðið einhverju máli ?
3.a ég myndi alltaf kaupa soundbar
4. Er stærðin rétt fyrir rýmið sem þú ætlar að setja það
4.a
Hér er ágæt síða sem sýnir hvaða stærð er fyrir hvaða rými
Ef svarið þitt er :
1-Skiptir litlu máli
2-b
3-a
4- 65'
Þá virðist þetta í Costco vera mjög fínt.
Annars skiptir líka miklu máli að fara og skoða sjálfur og athuga hvort að maður sé sjálfur ánægður með myndina
Vona að þetta gefi þér einhverja hugmynd
Re: Ráðleggingar fyrir sjónvarpskaup
Sent: Fim 09. Júl 2020 12:10
af einarsveinn
Þegar ég kíki eftir sjónvarpi þá leitast ég við að finna tæki með bestu myndgæðin, annað eins og hljóð og viðmót er minna mikilvægt í mínum huga.
Skoða vel hvað er í boði miðað við budget og les mér svo til um viðkomandi tæki, nóg er til af reviews/dómum yfir þessi tæki á td youtube.
Í búðinni er oftast búið að stilla tækið á Vivid mode, birtustigið stillt í botn svo tækið fangi athyglina, myndi alls ekki velja mér tæki bara út frá því hvernig það lítur út uppstillt í elko eða costco eða hvar sem er.
Re: Ráðleggingar fyrir sjónvarpskaup
Sent: Fös 10. Júl 2020 12:58
af akarnid
Ég allavega nældi mér í þetta tæki (
https://www.lg.com/uk/tvs/lg-65UM7100PLA) á 112.000 í einhverri taxfree útsölu á Heimkaup um daginn. finnst það vera talsvert bang for the buck. Fæ mér svo bara OLED seinna
Re: Ráðleggingar fyrir sjónvarpskaup
Sent: Fös 10. Júl 2020 13:15
af bjornvil
Ég var að kaupa þetta
https://ormsson.is/product/samsung-sjon ... -1800pqi-3 tæki í Costco á 149 þúsund kall. Var búinn að spá fram og tilbaka í þessu og ákvað á endanum að fara í þetta vegna verðs og merkis.