Síða 1 af 1

Fartölva fyrir eldri mann?

Sent: Fim 25. Jún 2020 18:38
af hundur
Góðan og blessaðan. Nú er faðir minn orðinn sjötugur og nýhættur að vinna. Vinnan er hætt að skaffa honum tölvu og því þarf kallinn að splæsa í nýja.

Hann notar word mikið og internetið auðvitað - en ekki mikið meira en það. Hann hefur unnið á Windows kerfinu í gegnum tíðina (veit ekki hvort hann myndi höndla Office pakkann á mac...).

Er að leita að einhverju sem er ódýrt en nógu gott - helst þannig að það endist vel og sé traustbyggt. Meiri áhersla á góðan skjá, mús og lyklaborð frekar en hraða.

Hvaða tölvum mynduð þið geta mælt með fyrir kappann?

Re: Fartölva fyrir eldri mann?

Sent: Fim 25. Jún 2020 18:41
af Dóri S.
Lenovo Thinkpad, ertu að leita að notaðri eða ætlar þú að kaupa nýja?

Re: Fartölva fyrir eldri mann?

Sent: Fim 25. Jún 2020 20:02
af ChopTheDoggie
Ég mæli allavega með annaðhvort ThinkPad eins og Dóri segir eða Macbook Air/Pro tölvurnar ef hann er tilbúin að færa yfir í MacOS.

Re: Fartölva fyrir eldri mann?

Sent: Fim 25. Jún 2020 20:24
af hundur
Hann myndi ekki setja það fyrir sig að kaupa notað.

Á sjálfur Macbook frá 2014 og hún slær ekki feilpúst - væri draumur að finna PC vél sem væri jafn vel byggð.

Ég hef reynslu af ódýrari Thinkpad vélunum (Thinkpad Edge, átti tvær frá 2009-2015) og var ekkert sérlega heillaður og fannst þjónustan í Nýherja ekki góð. Hafa þær eitthvað breyst - hvaða týpum væri maður nokkuð safe með?

Re: Fartölva fyrir eldri mann?

Sent: Fim 25. Jún 2020 22:15
af Hallipalli
hundur skrifaði:Hann myndi ekki setja það fyrir sig að kaupa notað.

Á sjálfur Macbook frá 2014 og hún slær ekki feilpúst - væri draumur að finna PC vél sem væri jafn vel byggð.

Ég hef reynslu af ódýrari Thinkpad vélunum (Thinkpad Edge, átti tvær frá 2009-2015) og var ekkert sérlega heillaður og fannst þjónustan í Nýherja ekki góð. Hafa þær eitthvað breyst - hvaða týpum væri maður nokkuð safe með?
En bara setja WIN10 á macbook?

Re: Fartölva fyrir eldri mann?

Sent: Fös 26. Jún 2020 00:20
af peturthorra
Macbook, bootcamp og málið dautt.