Síða 1 af 1

VoIP ata millistykki á Íslandi

Sent: Fim 25. Jún 2020 15:53
af georgewtf
Hæ er einhver sem er með svona https://www.amazon.com/Cisco-Analog-Tel ... 737&sr=8-5 setup heima hjá sér til þess að nota heimasímann? Var að kaupa mér eiginn router til þess að þurfa ekki að borga símanum leigu en heimasíminn hætti að virka því að það er ekkert símaport aftan á routernum. Var að spá hvort það myndi virka að nota þetta ATA tæki.
- Georg

Re: VoIP ata millistykki á Íslandi

Sent: Fim 25. Jún 2020 16:09
af russi
Mögulega þarftu ekkert millistykki, gott væri að vita áður en þú færð svar hverning tengingu ertu með heima hjá þér? Ertu með ljósleiðara, ljósnet eða eitthvað annað? Ef þú ert með ljósleiðara, frá hverjum er ljósleiðarinn?

Re: VoIP ata millistykki á Íslandi

Sent: Fim 25. Jún 2020 19:03
af georgewtf
Er með ljósnet símanns, og síminn er búinn að klippa af venjulegu símtengingarnar, allt verður að vera VoIP.

Re: VoIP ata millistykki á Íslandi

Sent: Fim 25. Jún 2020 23:35
af orn
Þetta myndi virka fínt. Þyrftir að breyta númerinu þínu í netsíma bara.

Re: VoIP ata millistykki á Íslandi

Sent: Fös 26. Jún 2020 08:39
af Jón Ragnar
Getur stungið síma beint í nýjustu routerana, Þarft ekki svona ATA box.

Re: VoIP ata millistykki á Íslandi

Sent: Fös 26. Jún 2020 09:42
af mainman
Einn félagi minn er með ljósnet og einhvern einfaldan zyxel router.
Ég hafði samband við þjónustuverið hjá Hringdu og þeir leiðbeindu mér í gegnum stillingarnar og síðan stakk ég símanum í samband við routerinn og allt byrjaði að virka.
Ótrúlega lítið mál.
Það kanski hjálpaði t.d. að vera ekki hjá símanum eða vodafine þar sem enginn vill aðstoða þig ef þú ert ekki með leigurouter frá þeim.

Re: VoIP ata millistykki á Íslandi

Sent: Fös 26. Jún 2020 09:57
af depill
(80*142(kortagengi)) = 11360 * 1.24 = 15222 plús þú þarft væntanlega EU straumbreyti eða innstungu

Fæst á 14.990 hjá computer.is - https://www.computer.is/is/product/ata- ... spa3102-eu

og já þetta virkar fínt með heimasíma símans.