Síða 1 af 1

Besta málningin? Besta fyrirtækið?

Sent: Mán 22. Jún 2020 11:04
af Plushy
Hæhæ.

Langar að setja smá könnun.

Ég er orðinn pínu þreyttur á að biðja um skoðun fólks á hinu og þessu og fólk les ekki það sem maður skrifar heldur ælir út úr sér fyrirtækinu sem það verslar venjulega við eins og það sé partur af einhverjum söfnuði.

Það má endilega bæði kjósa og segja svo frá hvaða viðmóti má búast við þegar verslað er hjá viðkomandi aðila. Það má líka endilega segja frá því hvernig gekk að mála, hvort það hafi þurft margar umferðir, lykt, þekjun o.s.frv. Það má líka endilega lasta staði ef maður hefur slæma reynslu, annaðhvort af málningunni sem seld var eða upplifunin.

Það er nauðsynlegt að málningin sé þvottaheld og þoli mikinn umgang þar sem þetta fer í barnaherbergi.

Málningarkveðjur...

Re: Besta málningin? Besta fyrirtækið?

Sent: Mán 22. Jún 2020 11:08
af worghal
ég ætla að standa hlutlaus hérna og fylgjast bara með, en ég málaði alla íbúðina hjá mér með málningu frá slippfélaginu og mér finnst hún gæti verið betri, en hún er samt allt í lagi.

Re: Besta málningin? Besta fyrirtækið?

Sent: Mán 22. Jún 2020 11:25
af Pandemic
Ég hef málað heila íbúð með Flugger og núna fyrir nokkrum dögum síðan málaði ég íbúðina mína með Nordsjö/Sikkens frá sérefnum og þurfti svo að mála restina með Jötun frá Húsa þar sem það var ekki opið á sunnudegi ](*,)
[*] Bæði Jötun og Nordsjö/Sikkens eru frábærar málningar, þekja vel og það voru allir sem aðstoðuðu sammála því að þetta væru góð efni.
[*] Þurfti tvær umferðir
[*] Mjög góð þjónusta hjá Sérefnum
[*] Húsasmiðjan er vissulega bara eins og maður veit, enginn þjónusta og þeir aðstoða þig ekki við litaval og það er bara happa og glappa hvort þú lendir á sumarstarfsmanni sem veit ekki neitt. Hinsvegar selja þeir topp efni.
[*] Flugger var síst af þessum efnum en engu að síður góð málning. Þekur ekki alveg jafnvel og hin merkin og þeir sendu okkur heim með tvær "gallaðar" dósir á sínum tíma sem gæti hafa verið eitthvað tilfallandi.
[*] Vonlaus þjónusta í Skeifunni en mun betri uppá Höfða.

Versta málning sem ég hef notað er örugglega frá Múrbúðinni, sérstaklega vond lykt af henni og það þurfti endalaust af umferðum til þess að ná veggnum góðum. En það var fyrir 6 árum síðan og ég held að þeir séu komnir með ný efni.

Að mínu mati gæði=dýrara í þessum efnum, hinsvegar er óþarfi að láta gera sig að fífli og fá eitthvað minna en 30% afslátt.

Re: Besta málningin? Besta fyrirtækið?

Sent: Mán 22. Jún 2020 11:40
af Plushy
worghal skrifaði:ég ætla að standa hlutlaus hérna og fylgjast bara með, en ég málaði alla íbúðina hjá mér með málningu frá slippfélaginu og mér finnst hún gæti verið betri, en hún er samt allt í lagi.
Takk fyrir þetta er einmitt það sem ég hræðist. Að finnast eitthvað "í lagi" er sama sem slæmt fyrir mér. Ég vill vera mjög ánægður.

Manstu hvað málningin heitir sem þú keyptir?

Re: Besta málningin? Besta fyrirtækið?

Sent: Mán 22. Jún 2020 11:43
af Plushy
Pandemic skrifaði:Ég hef málað heila íbúð með Flugger og núna fyrir nokkrum dögum síðan málaði ég íbúðina mína með Nordsjö/Sikkens frá sérefnum og þurfti svo að mála restina með Jötun frá Húsa þar sem það var ekki opið á sunnudegi ](*,)
[*] Bæði Jötun og Nordsjö/Sikkens eru frábærar málningar, þekja vel og það voru allir sem aðstoðuðu sammála því að þetta væru góð efni.
[*] Þurfti tvær umferðir
[*] Mjög góð þjónusta hjá Sérefnum
[*] Húsasmiðjan er vissulega bara eins og maður veit, enginn þjónusta og þeir aðstoða þig ekki við litaval og það er bara happa og glappa hvort þú lendir á sumarstarfsmanni sem veit ekki neitt. Hinsvegar selja þeir topp efni.
[*] Flugger var síst af þessum efnum en engu að síður góð málning. Þekur ekki alveg jafnvel og hin merkin og þeir sendu okkur heim með tvær "gallaðar" dósir á sínum tíma sem gæti hafa verið eitthvað tilfallandi.
[*] Vonlaus þjónusta í Skeifunni en mun betri uppá Höfða.

Versta málning sem ég hef notað er örugglega frá Múrbúðinni, sérstaklega vond lykt af henni og það þurfti endalaust af umferðum til þess að ná veggnum góðum. En það var fyrir 6 árum síðan og ég held að þeir séu komnir með ný efni.

Að mínu mati gæði=dýrara í þessum efnum, hinsvegar er óþarfi að láta gera sig að fífli og fá eitthvað minna en 30% afslátt.
Takk fyrir þetta - geggjað komment.

Ég hefði helst viljað versla við Sérefni en með stuttum fyrirvara og verandi fyrir norðan treysti ég mér ekki til að panta blindandi litina. Vill geta mætt og fengið ráðgjöf og svona.

Langar núna t.d. ekki í Jötunn/Lady málningu hjá Húsa því ég treysti ekki á að þeir veiti góða þjónustu í kringum það.

Ég hef helst verið að hallast að Flügger og Slippfélaginu. Þau eru bæði hér á AK og eru víst bæði mjög hjálpsöm með allt ferlið. Hinsvegar finnst mér mikið um að fólk finnist Slippfélagið "fínt" en ekki frábært. Gæti verið að fólk sé að kaupa ódýrari málninguna sem þeir bjóða upp á?

Ég fæ bæði góðan afslátt hjá Flügger og Slippfélaginu. Mér þykir meira fólk mæla með Flügger bæði upp á verð, gæði og viðmót en eins og þú segir - alveg gott en ekki jafn gott og X.

Manstu hvað málningin sem þú keyptir frá Flügger heitir? hef séð fólk mæla með Dekso 5. Þarf að vera auðþrifanleg og þola hnjask og pot og krot frá börnum.

Re: Besta málningin? Besta fyrirtækið?

Sent: Mán 22. Jún 2020 11:59
af arons4
Allir málarar í kringum mig nota flugger fyrir spartlið og akrílmálningu og svo eitthvað annað fyrir olíu.

Re: Besta málningin? Besta fyrirtækið?

Sent: Mán 22. Jún 2020 12:14
af ColdIce
Var að mála 2 hæða raðhús á Akureyri og notaði málningu frá Slippfélaginu því þar er 50% afsláttur fyrir mig og hún var hrikalega góð. Þekur vel og nánast lyktarlaus :)

Re: Besta málningin? Besta fyrirtækið?

Sent: Mán 22. Jún 2020 13:12
af olihar
ColdIce skrifaði:Var að mála 2 hæða raðhús á Akureyri og notaði málningu frá Slippfélaginu því þar er 50% afsláttur fyrir mig og hún var hrikalega góð. Þekur vel og nánast lyktarlaus :)
Eru ekki allir með 50% afslátt hjá öllum af þessum fyrirtækjum, ég hef nánast varla heyrt um annað. Ég er með 50% líka bara með því að biðja um það, þegar ég keypti síðast fekk ég verð sjálfur og svo á fyrirtæki afsláttar prósentan var önnur en endaði í sama verði þar sem verðir breyttist bara í takt við afsláttinn.

Re: Besta málningin? Besta fyrirtækið?

Sent: Mán 22. Jún 2020 14:18
af hagur
Ég hef málað töluvert og prófað flest, nema innanhússmálningu hjá Benjamin Moore og Sérefnum en hef heyrt góða hluti um þessar tvær búðir sem og efnin sem þær selja. Hef reyndar verslað lakk og grunn í Sérefnum og þar er góð þjónusta og starfsfólk sem veit hvað það er að tala um.

Besta innanhúss málningin sem ég hef notað so far er Jotun Lady úr Húsasmiðjunni. Lady Purecolor ultra matt nánar tiltekið. Ótrúlega góð málning sem þekur vel og þar sem hún er alveg mött þá njóta litir sín mun betur. Ef þú ert að mála bara hvítt þá kannski skiptir það engu máli. Ég hef keypt þessa málningu í Húsasmiðjunni í Skútuvogi.

Þessi afsláttur t.d í Flugger og Slippnum er bara prump. Ef þú tilheyrir einhverjum hópi sem telur fleiri en 1 manneskju, þá færðu "40% afslátt". Það borgar enginn fullt verð fyrir málningu í þessum búðum. Málarar eru svo að fá allt að 70% afslátt þarna. Einhver er nú álagningin.

Re: Besta málningin? Besta fyrirtækið?

Sent: Mán 22. Jún 2020 14:30
af Plushy
hagur skrifaði:Ég hef málað töluvert og prófað flest, nema innanhússmálningu hjá Benjamin Moore og Sérefnum en hef heyrt góða hluti um þessar tvær búðir sem og efnin sem þær selja. Hef reyndar verslað lakk og grunn í Sérefnum og þar er góð þjónusta og starfsfólk sem veit hvað það er að tala um.

Besta innanhúss málningin sem ég hef notað so far er Jotun Lady úr Húsasmiðjunni. Lady Purecolor ultra matt nánar tiltekið. Ótrúlega góð málning sem þekur vel og þar sem hún er alveg mött þá njóta litir sín mun betur. Ef þú ert að mála bara hvítt þá kannski skiptir það engu máli. Ég hef keypt þessa málningu í Húsasmiðjunni í Skútuvogi.

Þessi afsláttur t.d í Flugger og Slippnum er bara prump. Ef þú tilheyrir einhverjum hópi sem telur fleiri en 1 manneskju, þá færðu "40% afslátt". Það borgar enginn fullt verð fyrir málningu í þessum búðum. Málarar eru svo að fá allt að 70% afslátt þarna. Einhver er nú álagningin.
Ég endaði með að versla allt í Flügger. En er sammála, hrikalega er allt dýrt en með afslættinum er þetta kannski nær eðlilegri verðlagningu kannski. Borgaði rúmar 6.300 kr fyrir dollu af lakki sem var merkt 11.990 kr í hillunni sem dæmi.

4 litir af Dekso 5 (Dýrasta málningin þeirra og besta segja þeir)
2 litir af lakki
2 brúsar af spreyi (grunnur og svartur/mattur)

fullt af málningardóti, penslum, bökkum, rúllum, dúki o.s.frv.

Á eftir að gera allt en læt vita hvernig þetta reynist.

Fékk derhúfu með :happy

Re: Besta málningin? Besta fyrirtækið?

Sent: Mán 22. Jún 2020 14:36
af rapport
Jötun og Lady - Húsasmiðjan.

Að geta fengið bæs í hvaða lit sem er er líka geggjað

Re: Besta málningin? Besta fyrirtækið?

Sent: Mán 22. Jún 2020 15:04
af GullMoli
Er enginn að nota Kópal málninguna frá Málning Hf?

Re: Besta málningin? Besta fyrirtækið?

Sent: Mán 22. Jún 2020 15:26
af Pandemic
GullMoli skrifaði:Er enginn að nota Kópal málninguna frá Málning Hf?
Sama fyrirtæki og slippfélagið síðast þegar ég vissi.

Re: Besta málningin? Besta fyrirtækið?

Sent: Mán 22. Jún 2020 18:04
af worghal
Plushy skrifaði:
worghal skrifaði:ég ætla að standa hlutlaus hérna og fylgjast bara með, en ég málaði alla íbúðina hjá mér með málningu frá slippfélaginu og mér finnst hún gæti verið betri, en hún er samt allt í lagi.
Takk fyrir þetta er einmitt það sem ég hræðist. Að finnast eitthvað "í lagi" er sama sem slæmt fyrir mér. Ég vill vera mjög ánægður.

Manstu hvað málningin heitir sem þú keyptir?
ég man það því miður ekki.
ég er með gráa liti á veggjum hjá mér og mér finnst þeir of "grípandi" frekar en þurrir, minnir smá á gúmmí.
annars er ég líka með standard hvíta loft málningu frá slippfélaginu sem mér finnst frábær.

Re: Besta málningin? Besta fyrirtækið?

Sent: Mán 22. Jún 2020 20:00
af Dúlli
Er að nota málningu frá Bauhaus, sem heitir Sadolin, hentar mjög vel sem komið er, verður notað á allt heimilið.

Slippfélagið er ofmetið fyrirbæri sem gefur öllum 50% afslátt gegn því að óskast sé eftir því.

Byko, kópal málninginn er líka fín, fékk bara talsvert betra verð í Bauhaus.

Re: Besta málningin? Besta fyrirtækið?

Sent: Þri 23. Jún 2020 09:03
af KristinnK
Hvernig farið þið að því að fá 50% afslátt í málningarbúðum? Farið þið á kassan með dollu og segið ,,þessi málning er verðmerkt á 10 þúsund en ég vil borga 5 þúsund"? Kaupið þið eitthvað magn til þess að fá svona mikinn afslátt?

Re: Besta málningin? Besta fyrirtækið?

Sent: Þri 23. Jún 2020 09:13
af steinarorri
KristinnK skrifaði:Hvernig farið þið að því að fá 50% afslátt í málningarbúðum? Farið þið á kassan með dollu og segið ,,þessi málning er verðmerkt á 10 þúsund en ég vil borga 5 þúsund"? Kaupið þið eitthvað magn til þess að fá svona mikinn afslátt?
Hef verslað hjá slippfélaginu og fékk 50% afslátt þegar ég keypti málningu og vörur fyrir alla íbúðina. Svo í vikunni fékk ég einhvern afslátt í gegnum starfsmannafélagið mitt.
Mér finnast þetta samt fáránlegir starfshættir, hafa gríðarháa álagningu til að geta veitt mikinn afslátt.

Kýs ekki í könnuninni þar sem ég hef ekkert vit á málningu, bara það að ég hef verslað í slippfélaginu :-D

Re: Besta málningin? Besta fyrirtækið?

Sent: Þri 23. Jún 2020 09:21
af Njall_L
KristinnK skrifaði:Hvernig farið þið að því að fá 50% afslátt í málningarbúðum? Farið þið á kassan með dollu og segið ,,þessi málning er verðmerkt á 10 þúsund en ég vil borga 5 þúsund"? Kaupið þið eitthvað magn til þess að fá svona mikinn afslátt?
Sýnir fram á að þú sért til dæmis í Skreytum Hús grúppunni á Facebook, ert skráður í stéttarfélag, starsmannafélag, hlaupahóp eða bara hvað sem er eiginlega. Hérlendis er jafn eðlilegt að fá há afsláttakjör á málningu og að drekka vatn.

Re: Besta málningin? Besta fyrirtækið?

Sent: Þri 23. Jún 2020 13:33
af brain
KristinnK skrifaði:Hvernig farið þið að því að fá 50% afslátt í málningarbúðum? Farið þið á kassan með dollu og segið ,,þessi málning er verðmerkt á 10 þúsund en ég vil borga 5 þúsund"? Kaupið þið eitthvað magn til þess að fá svona mikinn afslátt?
Biður um að fá tilboð í það sem þú ætlar að kaupa. Þá færðu að tala við þá sem geta gert tilboð.

Hægt að gera við flest allar vörur í Byko og Húsasmiðjuni.

Re: Besta málningin? Besta fyrirtækið?

Sent: Þri 23. Jún 2020 15:00
af g0tlife
Ég hef verslað bæði við Flügger og Slippfélagið. Get ekkert sett út á málninguna sjálfa þar sem ég vinn ekki við þetta, frábær hjá þeim báðum en mér finnst þjónustan betri hjá Slippfélaginu. Voru sneggri að vinna úr löngum röðum, gefa álit og vinna með mér. Lánuðu mér strimla til þess að fara og bera við vegginn heima í þeirri trú um að ég mundi skila því aftur.

Er með hringstiga heima og vildi athuga hvort trappa hönnuð fyrir stiga passaði. Þeir hjá Slippfélaginu rifu upp kassann utan um tröppuna og leyfðu mér að setja hann saman og mæla til að athuga.

Fýla svona þjónustu.

Re: Besta málningin? Besta fyrirtækið?

Sent: Þri 23. Jún 2020 15:27
af JVJV
Það er varla til sú málning sem er 100% þvottheld, sérstaklega þessi venjulega innanhússmálning. Þannig að það er svo til vonlaust að vera pæla of mikið í því, langbest bara að finna málningu sem er fín í vinnslu og á góðu verði. Sem málari sem er búinn að vera ansi lengi í þessu finnst mér þetta alltaf vera hálfgert sölutrix að auglýsa t.d. Easy to clean málningu. Það er hægt að þrífa drullu af flestum efnum, misauðvelt kannski, en í flestum tilfellum skilja þrifin eftir sig meiri ummerki en drullan sem var á þeim. Lykillinn að nota eingöngu vatn, aldrei hreinsiefni og nudda laust.

Akrýl 20 og Akrýl 35 hef ég mikið notað í rýmum sem þurfa að þola raka og þær þrífast vel en glansinn á þeim er ekki fallegur í herbergjum. Semsagt það eru margar verslanir með ágætis efni, persónulega nota ég Slippfélagið mikið vegna aðgengis að verslunum í Keflavík og Hafnarfirði og góðrar þjónustu. Bett 10 er ágæt og á sanngjörnu verði, hún var skelfileg en fyrir stuttu lagfærðu þeir hana. Á loft nota ég annaðhvort Flutex 2S frá Flugger eða Jotun loftamálningu, mjög léleg hjá Slippfélaginu og Málningu.

Get líka mælt með Jotaproff Akryl á veggi, fannst hún dekka merkilega vel og getur verið mjög öruggur á að tvær umferðir dugi.

Re: Besta málningin? Besta fyrirtækið?

Sent: Þri 23. Jún 2020 15:42
af Plushy
JVJV skrifaði:Það er varla til sú málning sem er 100% þvottheld, sérstaklega þessi venjulega innanhússmálning. Þannig að það er svo til vonlaust að vera pæla of mikið í því, langbest bara að finna málningu sem er fín í vinnslu og á góðu verði. Sem málari sem er búinn að vera ansi lengi í þessu finnst mér þetta alltaf vera hálfgert sölutrix að auglýsa t.d. Easy to clean málningu. Það er hægt að þrífa drullu af flestum efnum, misauðvelt kannski, en í flestum tilfellum skilja þrifin eftir sig meiri ummerki en drullan sem var á þeim. Lykillinn að nota eingöngu vatn, aldrei hreinsiefni og nudda laust.

Akrýl 20 og Akrýl 35 hef ég mikið notað í rýmum sem þurfa að þola raka og þær þrífast vel en glansinn á þeim er ekki fallegur í herbergjum. Semsagt það eru margar verslanir með ágætis efni, persónulega nota ég Slippfélagið mikið vegna aðgengis að verslunum í Keflavík og Hafnarfirði og góðrar þjónustu. Bett 10 er ágæt og á sanngjörnu verði, hún var skelfileg en fyrir stuttu lagfærðu þeir hana. Á loft nota ég annaðhvort Flutex 2S frá Flugger eða Jotun loftamálningu, mjög léleg hjá Slippfélaginu og Málningu.

Get líka mælt með Jotaproff Akryl á veggi, fannst hún dekka merkilega vel og getur verið mjög öruggur á að tvær umferðir dugi.
Takk kærlega fyrir þetta :)

Ég endaði í Flügger og er með Dekso 5 allstaðar eiginlega. Finnst þetta ganga frekar vel hingað til og litirnir eru mjög fallegir. Þurfti 2 umferðir á flesta veggi. Er með túrkis grænan/bláan, Fjólubláan/bleikan, dökkggráan og svo málarahvítan. Tók líka hvítt og svart lakk á hurðarnar og hurðarkarmana og primer og svart matt sprey fyrir ljósarofana og svona.

Núna er bara keyra þetta í gang og sjá muninn eftirá.

Re: Besta málningin? Besta fyrirtækið?

Sent: Lau 04. Júl 2020 22:25
af Black
Kíkti við í vikunni í Benjamin Moore, fín þjónusta og flott verslun en fyrsta sem sölumaðurinn sagði þegar ég bað um tilboð í málningu var "við erum ekki ein af þessum verslunum sem gefa 60% afslátt" Mig grunaði það, en er búin að heyra góða hluti um þessa málningu svo ég er var tilbúin í að borga meira fyrir þau gæði sem fólk talar um.
Tilboðið sem ég fékk var 47.000kr fyrir 12L sem samkvæmt sölumanni dugar sem ein umferð ef þú ert mjög góður að mála, en ef ég vill vera öruggur þá væri ráð að taka 16L :catgotmyballs

Sérefni var með 10L 27.000kr og það var án afslátts.

Held ég taki málningu frá Sérefnum :-k

Re: Besta málningin? Besta fyrirtækið?

Sent: Fim 10. Sep 2020 23:51
af gRIMwORLD
Ætla bara að tala út frá eigin reynslu, hef í gegnum árin notað málningar frá öllum stöðum (þar sem konast þykist alltaf vera að gera bestu kaupin í gegnum "grúppurnar")

Þegar ég dæmi málningu þá eru ákveðnir hlutir sem ég horfi á.

1. Þekja
2. Áferð
3. Hreinsun áhalda

Góð áhöld geta verið dýr, því er líka mikilvægt geta nýtt þau lengur en bara þetta eina skiptið sem þú varst að mála.

Án þess að rekja það neitt frekar þá er að mínu mati besta málningin, Jotun Lady frá Húsasmiðjunni. Þekur vel, áferðin er gullfalleg, og það er auðvelt að þrífa áhöldin. Hef kosið frekar dýrari tegundir af rúllum og penslum sem halda sér þrátt fyrir mikla notkun. Ekkert leiðinlegra en að pikka út smá hnoðra hér og þar af veggjunum sem losna úr lélegum rúllum, eða tína upp hár sem losna úr penslum.

Aðrar tegundir hafa oft skilað lakari árangri, eða frekar, það þurfti mun meiri natni til að ná góðri áferð og það kostar mig bara auka tíma í verkið.

Þegar kemur að þekju, þá er td gott að vita að ef málning er blönduð í C stofn (glær) þá þarf fleiri umferðir, sérstaklega ef verið er að skipta um lit.

Re: Besta málningin? Besta fyrirtækið?

Sent: Fös 11. Sep 2020 11:29
af GuðjónR
50% afsláttur hjá Slippfélaginu er ekki afsláttur ef allir fá hann sem raunin er, þá er það bara verðið.
Hvað kostar líterinn þar fyrir afslátt? Eru það ekki einhver súrealísk verð?

Held það megi strika Múrbúðina úr flestum samanburði svo og Verkfæralagerinn, því ef gæði eru sett inn í jöfnuna þá eru það eflaust dýrustu búðirnar.

Mín upplifun er sú að Lady málningin í Húsasmiðjunni hefur reynst mér best, þ.e. ef ég set verð og gæði og endingu á vogaskálarnar.
Allt sem kemur frá Málningu í Kópavogi nema Steinvari 2000 fer í ruslflokk að mínu mati, þá sérstaklega Kjörvarinn sem rignir af á nokkrum vikum.