Síða 1 af 1

Reynslusögur af Raka/Mygluskemmdum

Sent: Lau 13. Jún 2020 15:05
af Stuffz
Væri gott að skapa umræðu um Raka/Mygluskemmdir hér á vaktinni.


Er einmitt sjálfur að upplifa þetta um þessar mundir með baðherbergi, er í húsi frá stríðsárunum, hefur dropað frá efra baðherbergi að því virðist í langan tíma sem getur e.t.v útskýrt eitt og annað t.d. heilsumál, fékk sérfræðing/skoðunarmann frá EFLA að líta á þetta og staðfesta upptök, þarf að rífa allt út og steinslípa búið að vera verulegt vesen að snúa sér í þessu og mér hefur verið sagt að sé versti tíminn að fá menn í verkin covid, sumartími, fáir að fara erlendis, allir vinna e.t.c uppteknir í vikur/mánuð flestir sem hef hringt í, samt loks að fá pípara, lagnamyndara og EFLU "vottaðan" myglufjarlægingar iðnaðarmann að skoða aðstæður núna eftir helgi, svo hafa loftgæðin ekki verið þau bestu sér í lagi seint á nóttunni, hef verið að vakna eftir 5 á morgnana með ógleði síðustu daga, og fékk að sofa annarsstaðar í nótt t.d. frekar athyglisverð upplifun setur sumt sem maður hefur heyrt í gegnum tíðina um þessa hluti í nýtt samhengi augsýnilega, hef þétt baðherbergishurðina og er með viftu í gangi allann daginn og nóttina í baðglugganum, er samt líka að leita að stærri viftu, það var mælt með að taka myndir af lögnunum til að útiloka þær, svo gæti þetta verið nýr/notaður þurrkari í þvottahúsinu, sjálfsagt nóg í bili..

Hvernig er reynslan hjá öðrum, eða ráðleggingar?

MyndMyndMyndMynd

Re: Reynslusögur af Raka/Mygluskemmdum

Sent: Lau 13. Jún 2020 16:39
af GullMoli
Úff ég votta þér samhúð mína í þessu máli. Þetta er eitthvað sem óska engum að þurfa að standa í, en mér finnst umræðan alltaf merkileg og gott að dreifa þekkingu varðandi þetta vandamál.

Við létum ástandsskoða íbúðina okkar áður en við keyptum, einmitt af hræðslu við raka/mygluvesen. Mæli með því jafnvel í glænýjar íbúðir (merkilegt fúsk í dag, eins og svo oft), við notuðum www.fagmat.is en það eru fleiri sem sérhæfa sig líka í þessu.


Hvar fékkstu AirVisual Pro græjuna og hvert var verðið?

Re: Reynslusögur af Raka/Mygluskemmdum

Sent: Lau 13. Jún 2020 17:07
af Stuffz
GullMoli skrifaði:Úff ég votta þér samhúð mína í þessu máli. Þetta er eitthvað sem óska engum að þurfa að standa í, en mér finnst umræðan alltaf merkileg og gott að dreifa þekkingu varðandi þetta vandamál.

Við létum ástandsskoða íbúðina okkar áður en við keyptum, einmitt af hræðslu við raka/mygluvesen. Mæli með því jafnvel í glænýjar íbúðir (merkilegt fúsk í dag, eins og svo oft), við notuðum http://www.fagmat.is en það eru fleiri sem sérhæfa sig líka í þessu.


Hvar fékkstu AirVisual Pro græjuna og hvert var verðið?
takk já þetta verður lærdómskúrfa það er víst alveg öruggt..

Ástandsskoðun hjá fagmat.is gott að vita, aldrei of öruggur þegar kemur að heimilinu.

fékk AirVisual Pro hér og kostaði 50þús hingað komið, 300$ úti.
https://www.iqair.com/air-quality-monit ... visual-pro
þægilegt tæki með batterýi en gagnlaust við að nema myglu því miður, ég keypti bara eitthvað high quality til að mæla loftgæði og það á til að festast eitthvað í particle laser nemanum og maður verður að blása á hann, samt gott til að nema almenn loftgæði.

hitt þarna Air quality monitor keypti á amazon, hann mælir líka TVOC og HCHO.

svo vantar mér að kaupa öfluga viftu á baðið, í glugga, vegg eða loft hef verið að skoða hjá íshúsinu.

Re: Reynslusögur af Raka/Mygluskemmdum

Sent: Lau 13. Jún 2020 20:12
af Deucal
Það er líka hægt að dauðhreinsa með UV-C peru. Setja í herbergið sem á að hreinsa og hafa kveikt í 2-3 tíma.

Þarf bara strax að lofta eftir notkun þar sem UV-C framleiðir Ozone.

Svo bara að þrífa eftir á.

Svona ljós eru notuð á spítulum til að dauðhreinsa herbergi.

Hægt er að kaupa af aliexpress og nota sem rússaperu. Alls ekki hleypa neinu lifandi inn í herbergið á meðan það er verið að nota UV-C peru.

Re: Reynslusögur af Raka/Mygluskemmdum

Sent: Lau 13. Jún 2020 20:56
af Stuffz
Deucal skrifaði:Það er líka hægt að dauðhreinsa með UV-C peru. Setja í herbergið sem á að hreinsa og hafa kveikt í 2-3 tíma.

Þarf bara strax að lofta eftir notkun þar sem UV-C framleiðir Ozone.

Svo bara að þrífa eftir á.

Svona ljós eru notuð á spítulum til að dauðhreinsa herbergi.

Hægt er að kaupa af aliexpress og nota sem rússaperu. Alls ekki hleypa neinu lifandi inn í herbergið á meðan það er verið að nota UV-C peru.
já alveg rétt ég hafði heyrt um þessar öflugu perur áður en bara var ekki að þora að nota það útaf því mér fannst það geta verið hættulegt, hef bara notað svona lítil handtæki áður.

kannski tími að prófa þetta, nokkuð með link?

Re: Reynslusögur af Raka/Mygluskemmdum

Sent: Sun 14. Jún 2020 00:17
af olihar
Ekki kaupa af Ali, það eru flest allt fake perur og eru í raun bara black light.

https://youtu.be/EwL51EGhza0

https://www.youtube.com/watch?v=_EVw_AhPJ7E


Re: Reynslusögur af Raka/Mygluskemmdum

Sent: Sun 14. Jún 2020 10:32
af bigggan
Sé þú skrifar þú þettir baðherbergishurðinna. Á maður einmitt ekki að gera það til að viftan fær hreint og óskert loftflæðí og minkar rakastigið inná baðherbergið? Þess vegna venjulegt að flest baðherbergishurðir eru opnir neðst.

Re: Reynslusögur af Raka/Mygluskemmdum

Sent: Sun 14. Jún 2020 11:55
af Klemmi
Athugið að ljósin virka líka eingöngu ef þær eru í sjónlínu við mygluna.

Re: Reynslusögur af Raka/Mygluskemmdum

Sent: Sun 14. Jún 2020 19:00
af Stuffz
bigggan skrifaði:Sé þú skrifar þú þettir baðherbergishurðinna. Á maður einmitt ekki að gera það til að viftan fær hreint og óskert loftflæðí og minkar rakastigið inná baðherbergið? Þess vegna venjulegt að flest baðherbergishurðir eru opnir neðst.
amm en þetta er gamalt hús, loftið á baðherberginu tengist t.d. þvottahúsinu meðfram lögnum og svo hver veit hvert annað svo er basic viftan sem ég er með útí glugga ekki nógu öflug svo í sumum vindáttum er hún frekar gagnslaus, þarf öflugari/fixed viftu, búinn að skoða í byko og húsasmiðjunni fannst ekki nógu öflugar, ætlaði í íshúsið en var lokað um helgina, þeir eiga að vera með nokkuð góðar.