Síða 1 af 1
1991 Toyota Carina[Seldur]
Sent: Sun 24. Maí 2020 11:51
af bixer
Keyrður 350.xxx km
Skoðun til 2021
Beinskiptur
1,6l blöndungs
Ágætis bíll sem er búinn að reynast mér vel. Vel ökuhæfur og notaður nánast daglega. Meira en ár í næstu skoðun
Kostir:
Nýleg kúpling
Fornbíll
Gallar:
Skornir gormar(getur verið kostur)
Ryðgat hjá hurð, annars furðulega lítið ryð
Höktir aðeins í akstri þegar hann er heitur
Er að vonast eftir því að fá 100.000 kr. fyrir hann sem er gjöf en ekki gjald. Bíll sem er búinn að spara mér mikla peninga. Eina ástæðan fyrir sölu er að ég var að erfa bíl og get ekki verið með tvo.
Re: 1991 Toyota Carina
Sent: Sun 24. Maí 2020 17:29
af pattzi
ÚFF þessi er svo flottur ..
Ef þú ert með tvo geturu reynt að fá fornbilatryggingu skitinn 18þ árið hjá mér t.d ég er með 2 bíla á fullum tryggingum og svo tvær eldri corollur á fornbila Reyndar vesen með seinni corollunna báðu um myndir og einhvað en samþykktu það svo með smá röfli í mér hahahah Enda ekki að fara borga 3x fullar tryggingar
Langar í þennann en nóg að gera við mína hehe enda með 4 bíla hehehe (Konan yrði ekki sátt

)
Re: 1991 Toyota Carina
Sent: Sun 24. Maí 2020 17:53
af bixer
Er með hann á fornbílatryggingum(reyndar 30k árið hjá mér), bíll sem hefur ekki kostað mig neitt nema bensín og kom á óvart hvað hann reyndist vel í "snjónum" í vetur.
Er opinn fyrir skiptum á tölvubúnaði eða einhverju sniðugu. Þarf bara að losna við hann, það var skilyrði fyrir því að ég fengi bíl í arf.
Edit: minna 2.000 km frá smurningu
Re: 1991 Toyota Carina
Sent: Sun 24. Maí 2020 18:34
af pattzi
bixer skrifaði:Er með hann á fornbílatryggingum(reyndar 30k árið hjá mér), bíll sem hefur ekki kostað mig neitt nema bensín og kom á óvart hvað hann reyndist vel í "snjónum" í vetur.
Er opinn fyrir skiptum á tölvubúnaði eða einhverju sniðugu. Þarf bara að losna við hann, það var skilyrði fyrir því að ég fengi bíl í arf.
Edit: minna 2.000 km frá smurningu
Skil þig ...
Svona er lífið stundum ... Myndi aldrei selja mínar corollur sama hvað væri i gangi hahahaha ....
Re: 1991 Toyota Carina
Sent: Mán 25. Maí 2020 13:51
af bixer
Væri leiðinlegt að sjá hann fara í vöku á föstudaginn. Þarf að losna við hann í vikunni.
Re: 1991 Toyota Carina
Sent: Mán 25. Maí 2020 19:21
af netkaffi
Ég er til í hann en á ekki 100 þ. Ef þú ætlar að setja hann í brotasölu get ég borgað þér aðeins meira en það.
Re: 1991 Toyota Carina
Sent: Mán 25. Maí 2020 20:03
af bixer
seldur
Re: 1991 Toyota Carina
Sent: Mán 25. Maí 2020 20:05
af Klemmi
bixer skrifaði:seldur
Má forvitnast á hvað hann fór?
Re: 1991 Toyota Carina[Seldur]
Sent: Þri 26. Maí 2020 08:04
af Jón Ragnar
Vonandi ekki 100k því að það er rugl