Síða 1 af 1

Sjónvarp Símans vs Vodafone

Sent: Sun 17. Maí 2020 22:23
af elri99
Á ég að skipta frá Vodafone yfir í Sjónvarp Símans?

Hvernig er myndlykillinn hjá Simanum, er hann svipaður og hjá Vodfone. Hvernig virkar hann með Harmony fjarstýringum? Hvaða týpu á maður að taka?

Er nokkuð mál að vera með Sjónvarp Símans á Hringdu neti? Tekur þetta mikið magn í niðurhal miðað við miðlungs sjónvarpsgláp?

Er ekki rétt að appið hjá Símanum sé eingöngu fyrir síma og spjaldtölvu, ekki fyrir android TV?

Re: Sjónvarp Símans vs Vodafone

Sent: Sun 17. Maí 2020 22:37
af GuðjónR
Spurning um að stíga inn í nútímann og sleppa þessu bara?

Re: Sjónvarp Símans vs Vodafone

Sent: Sun 17. Maí 2020 22:59
af Dúlli
Færð þér netið hjá Hringdu og sleppir myndlykla rugli og hoppar á Netflix, Hulu, Amazon prime og munt samt greiða minna til til vodafone og símans.

Re: Sjónvarp Símans vs Vodafone

Sent: Sun 17. Maí 2020 23:04
af elri99
En málið er að ég er ekki einn í heimili. Hafið þið horft á þokkalega vel gefinn gamlingja reyna að notast við nýju Apple-TV fjarstýringuna til að horfa á myndefni í sjónvarpinu?

Re: Sjónvarp Símans vs Vodafone

Sent: Mán 18. Maí 2020 00:15
af Blues-
Komdu honum fyrir kattarnef og uppfærðu í nýjar græjur.

Re: Sjónvarp Símans vs Vodafone

Sent: Mán 18. Maí 2020 00:28
af GullMoli
Foreldrar mínir eru með Vodafone myndlykilinn. Mér finnst hann skelfilegur og held að lykilinn frá Símanum sé skárri.

En gamli var ekki lengi að átta sig á Apple TV græjunni hjá mér, fer ekkert að leyfa tækninni að koma í veg fyrir það að hann nái kvöldfréttunum :lol: Þau venjast öllu!

Re: Sjónvarp Símans vs Vodafone

Sent: Mán 18. Maí 2020 08:58
af Daz
Ertu að biðja um samanburð á sjónvarpsþjónustunum, Sjónvarp Símans Premium vs Stöð 2/Maraþon eða á myndlyklahugbúnaðinum?

Er nokkuð mál að vera með Sjónvarp Símans á Hringdu neti? Tekur þetta mikið magn í niðurhal miðað við miðlungs sjónvarpsgláp?
Það á að vera lítið mál, eftir því sem ég best veit telst notkun í gegnum myndlykil (snúrutengdann) ekki inn í notkun/niðurhal.

Er ekki rétt að appið hjá Símanum sé eingöngu fyrir síma og spjaldtölvu, ekki fyrir android TV?
Rétt.

Re: Sjónvarp Símans vs Vodafone

Sent: Mán 18. Maí 2020 10:00
af wicket
Ég reyndi AppleTV + öll öppin heima og skilaði myndlyklinum til Símans.

Það gekk í tvo mánuði-ish og þá fengu frúin og börnin nóg af þessu. Var ekki alltaf hægt að treysta á þetta, efni skilaði sér stundum seint og illa, tímaflakk var wonky og endurræsingar á öppum eða að þau cröshuðu bara var of algengt. Þegar maður vill horfa á sjónvarpið verður það bara að virka, alltaf.

Fór því skömmustulegur og sótti myndlykil aftur. Allt gengið vel síðan þá.

Ekki dómbær á myndlykla Vodafone þar sem ég hef ekki verið með þannig í 2 og hálft ár. Man samt að þegar ég skipti yfir í Símann fannst okkur allt virka betur varðandi sjónvarpið, kerfið og upplifun virðist betri þeim megin. En veit ekkert hvernig það er í dag.

Krakkarnir nota svo Sjónvarp Símans iOS forritið á iPad og kvarta aldrei.

Re: Sjónvarp Símans vs Vodafone

Sent: Mán 18. Maí 2020 10:35
af CendenZ
Hvað þarf að vera hægt að horfa á ? Er mikið horft á íslenska sjónvarpið ?

Þarftu venjulegan sjónvarpspakka, eða þarftu stöð 2 líka, íþróttir kannski ? Barnaefni ?

Ef þú þarft bara venjulegt sjónvarp, Rúv og horfa á fréttirnar á stöð 2 þá myndi ég alveg eins vera bara með vodafone og svo nota apple tv fyrir netflix, plex osfr... En ef þú þarft íþróttir, stöð 2 eða/og barnaefni myndi ég fara í sjónvarp símans og taka premium pakka og íþróttir.

Ég er með premium útaf krökkunum en ekki stöð 2, erum svo með netflix og notum plex helling

Re: Sjónvarp Símans vs Vodafone

Sent: Mán 18. Maí 2020 10:59
af elri99
Fyrir gamlingjana þarf ég að hafa gott og auðvelt aðgengi að RUV, Stö2 fréttum, N4 og Hringbraut með möguleika á að fara aftur í tímann á þessum stöðvum. Ég er svo sjálfur með android MI Box þar sem ég er með Netflix, Plex, IPTV etc og svo gervihnattamóttakara/disk fyrir það sem þar er enn opið.
En varðandi Vodafone vs Símann þá er ég aðalega að spá í viðmótið og búnaðinn.

Re: Sjónvarp Símans vs Vodafone

Sent: Mán 18. Maí 2020 11:17
af HringduEgill
elri99 skrifaði:Á ég að skipta frá Vodafone yfir í Sjónvarp Símans?

Hvernig er myndlykillinn hjá Simanum, er hann svipaður og hjá Vodfone. Hvernig virkar hann með Harmony fjarstýringum? Hvaða týpu á maður að taka?

Er nokkuð mál að vera með Sjónvarp Símans á Hringdu neti? Tekur þetta mikið magn í niðurhal miðað við miðlungs sjónvarpsgláp?

Er ekki rétt að appið hjá Símanum sé eingöngu fyrir síma og spjaldtölvu, ekki fyrir android TV?
Sæll!

Okkar reynsla er sú að viðskiptavinum líki almennt betur við Sjónvarp Símans en Vodafone. Munurinn hefur klárlega minnkað eftir uppfærslu á viðmóti Vodafone og við að fara í öflugri myndlykil en hann er samt einhver.

Síminn var nýlega að opna fyrir að geta verið með sína myndlykla á ljósleiðara Gagnaveitunnar án þess að kaupa Enska boltann eða Premium. Mánaðargjaldið er 2.200 kr. eins og ef það væri yfir Mílu ljósleiðara eða kopar. Hægt er að tengja myndlykilinn við wifi eða beint í router. Þú ert sennilega með ótakmarkað net heima hjá þér og þarft því ekki að pæla í notkuninni en ef þú ert að horfa á einhverjar þjónustur í gegnum síma eða spjaldtölvur á 4G neti þá telur það.

Þekki ekki með Harmony fjarstýringuna en passar að appið er enn sem komið er bara á símum og spjaldtölvum, ekki Apple TV né Android TV.

Sendir línu ef það er eitthvað!

Re: Sjónvarp Símans vs Vodafone

Sent: Mán 18. Maí 2020 11:18
af CendenZ
IMO: Það er mikið þægilegra hjá Símanum, miklu notendavænna en hjá Vodafone O:)

Re: Sjónvarp Símans vs Vodafone

Sent: Mán 18. Maí 2020 12:29
af freysio
Harmony fjarstýringin hjá mér virkar allravegna á OTT lykilinn frá Símanum.