Síða 1 af 1
Network extenders
Sent: Mið 22. Apr 2020 20:39
af Moldvarpan
Nú er ég í smá veseni.
Er fluttur í nýtt hús, og veggirnir virðast vera afskaplega þykkir.
Routerinn er inní í rafmagnstöflu, en wifi signalið útúr því herbergi er nánast 0.
Því var ég að spá í að fá mér network extender(ethernet yfir í tæki sem er með sitt wifi), en ég finn bara wifi extenders(tæki sem að tengjast þráðlaust í routerinn).
Er hvergi selt network extenders hérna?
Hérna er einn á amazon
https://www.amazon.com/Actiontec-802-11 ... lp_pl_dp_3
Re: Network extenders
Sent: Mið 22. Apr 2020 20:54
af russi
Þig vantar semsagt AccessPoint
Re: Network extenders
Sent: Mið 22. Apr 2020 21:05
af Moldvarpan
Já mér vantar access point, en þeir sem ég hef séð til sölu henta mér ekki.
Wireless Range Extenders
Network Extender
Veistu um Access points sem virka eins og á síðari myndinni? Ég hef bara rekist á Wifi access point sem virkar eins og fyrri myndin.
Re: Network extenders
Sent: Mið 22. Apr 2020 21:41
af elri99
Re: Network extenders
Sent: Mið 22. Apr 2020 22:31
af Moldvarpan
Takk fyrir þetta elri99, ég ætla að skoða UniFi betur. Lýst nokkuð vel á þá.
Re: Network extenders
Sent: Mið 22. Apr 2020 22:33
af helgii
Costco var að selja ágætis access punkta sem pluggast beint í rafmagnsinnstungu og svo tengist cat5 í þá líka. 7-8 þúsund minnir mig. Voru til fyrir síðustu helgi.
Re: Network extenders
Sent: Mið 22. Apr 2020 22:50
af russi
Moldvarpan skrifaði:Já mér vantar access point, en þeir sem ég hef séð til sölu henta mér ekki.
Veistu um Access points sem virka eins og á síðari myndinni? Ég hef bara rekist á Wifi access point sem virkar eins og fyrri myndin.
Já já, fullt í boði, þú gætir meira að segja reddað þessu ef þú átt gamlan router með því að disable DHCP í honum og tengja rétt.
En ég spyr á móti, þú ert með routerinn í rafmagnstöflu og vilt snúrutengja AP við hann, samkvæmt því ertu með tilbúnar lagnir að honum, ekki satt?
Afhverju færir þú hann þá ekki bara fram?
Semsagt tengir eth úr ljósleiðaraboxinu í tengill fyrir rými A, ferð með router þangað og tengir WAN á router á móti?
Aftur á móti má færa góð rök fyrir því að hafa frekar 2-3 AP víðsvegar um húsnæðið, en ertu að leita að því?
Re: Network extenders
Sent: Mið 22. Apr 2020 22:59
af Moldvarpan
Rétt hjá þér Russi, en það var bara dregið 1 kapal í hverja dós að töflunni.
Ef það væru 2 kaplar í dósinni, þá væri þetta vandamál ekki til staðar.
Ef ég hef hann frammi, þá get ég ekki tengt öll tækin við hann.
Þess vegna þarf ég að snúrutengja AP við hann.
Re: Network extenders
Sent: Mið 22. Apr 2020 23:35
af russi
Skil þig, vildi benda á þetta ef þú hefðir ekki áttað þig á því, stundum sér maður ekki það augljósa
En UniFi eru fínir og er á frábæru verði, ég hef mikið verið að vinna með Ignitenet og þeir eru að standa mjög vel og æðislegt að vinna með þá á stöðum þar sem þarf marga senda og jafnvel þegar eru fleiri en ein starfsstöð, þægilegt Cloud sem þeir keyra á
Re: Network extenders
Sent: Mið 22. Apr 2020 23:39
af Moldvarpan
Það var akkurat ástæðan afhverju ég bjó til þráðinn.
Mig vantaði smá feedback frá ykkur.
Takk fyrir russi

Re: Network extenders
Sent: Fim 23. Apr 2020 00:36
af MrIce
Unifi for the win!
