Síða 1 af 1

Ráðlegging vegna leikjatölvukaups

Sent: Þri 21. Apr 2020 18:58
af ElvarP
Er að pæla að kaupa mér leikjatölvu sem keyrir league of legends á 144hz+ í 1080p upplausn, kannski 144hz/1440p seinna ef ég uppfæri skjáinn minn.

Var að pæla í þessari: https://www.att.is/product/amd-turn-4-1bamd-turn-4
Hún er á 132k ef ég sleppi stýrikerfinu.

Vildi bara fá ykkar skoðun hvort að þessi Att tölva sé gott val eða hvort það væri betra að setja saman öðruvísi tölvu.

Re: Ráðlegging vegna leikjatölvukaups

Sent: Þri 21. Apr 2020 19:26
af Bourne
Þessi vél keyrir league of legends léttilega.

Það er bara spurning hvort þú ætlir að gera eitthvað annað... Það er góður örgjörvi í henni en skjákortið er frekar veikt ef þig langar að spila aðra þyngri leiki, 8GB af minni er líka frekar lítið, vilt 16GB.

Síðan er 256GB SSD diskur, nýjir leikir eru oft 50-100GB, get eiginlega ekki mælt með minna en 500GB.

Re: Ráðlegging vegna leikjatölvukaups

Sent: Þri 21. Apr 2020 21:53
af ElvarP
Var að setja upp eina tölvu, hvernig lýst ykkur á þessa?

Sami örgörvi og kassi, aðeins hraðari vinnsluminni, stærri ssd diskur og GTX1660 kort í stað GTX1650

https://www.att.is/product/amd-ryzen-5-3600-orgjorvi
AMD Ryzen 5 3600
28.900

https://tolvutaekni.is/collections/vinn ... geance-lpx
Corsair 8GB (1x8GB) DDR4 3000MHz, Vengeance LPX
7.950

https://tolvutek.is/vara/zotac-gaming-g ... -6gb-gddr6
Zotac Gaming GeForce GTX 1660 Super skjákort 6GB GDDR6
44.990

https://att.is/product/samsung-860-evo-500gb-ssd-drif
Samsung 860 EVO 500GB SSD drif
15.750

https://www.att.is/product/asus-tuf-b450-plus-modurbord
Asus B450-Plus TUF móðurborð
21.950

https://tolvutaekni.is/collections/aflg ... fi-80-gold
Corsair RM650, kraftmikill 650W modular aflgjafi, 80+ Gold
17.900

https://www.att.is/product/corsair-carbide-175r-kassi
Corsair Carbide 175R kassi
15.950

Samtals: 153.390kr

Gæti hugsanlega sparað eitthvað í Aflgjafanum og Móðurborðinu en þekki lítið um það.
Bourne skrifaði:Þessi vél keyrir league of legends léttilega.

Það er bara spurning hvort þú ætlir að gera eitthvað annað... Það er góður örgjörvi í henni en skjákortið er frekar veikt ef þig langar að spila aðra þyngri leiki, 8GB af minni er líka frekar lítið, vilt 16GB.

Síðan er 256GB SSD diskur, nýjir leikir eru oft 50-100GB, get eiginlega ekki mælt með minna en 500GB.
Mun hugsanlega spila eitthvað CS:GO og/eða Valorant og hugsanlega streamað eitthvað smá. En league of legends er aðal málið hjá mér, samt gaman að hafa möguleika að geta spilað eitthvað annað, þótt það væri ekki í bestu gæðum.

Re: Ráðlegging vegna leikjatölvukaups

Sent: Þri 21. Apr 2020 22:36
af Bourne
Þessi lítur töluvert betur út, myndi persónulega reyna að taka 16GB af 3200 mhz minni.
Þú getur líka sparað mögulega nokkra þúsund kalla á að fara í ódýrari aflgjafa, 650w er töluvert meira en þessi vél þarf.

t.d.
https://tolvutek.is/vara/seasonic-s12ii ... ara-abyrgd

Re: Ráðlegging vegna leikjatölvukaups

Sent: Þri 21. Apr 2020 23:16
af Thornz
Nvidia GTX-1660 Super GP OC 6GB frá Palit https://kisildalur.is/category/12/products/1408
49.500 kr.
Ryzen5 1600 AF AM4 sexkjarna örgjörvi með SMT https://kisildalur.is/category/9/products/877
16.500 kr.
ASRock B450M Pro4-F µATX AM4 móðurborð https://kisildalur.is/category/8/products/1051
16.500 kr.
G.Skill 16GB (2x8GB) Ripjaws V 3200MHz DDR4 https://kisildalur.is/category/10/products/517
17.500 kr.
512GB TeamGroup MS30 SATA M.2 SSD https://kisildalur.is/category/11/products/1257
14.500 kr.
Seasonic M12II EVO 620W aflgjafi, 80 plus Bronze https://tolvutek.is/vara/seasonic-m12ii ... ara-abyrgd
12.990 kr
Corsair Carbide 175R kassi https://www.att.is/product/corsair-carbide-175r-kassi
15.950 kr.

Samtals 143.440

Re: Ráðlegging vegna leikjatölvukaups

Sent: Þri 21. Apr 2020 23:41
af Klemmi
Þetta er farið að líta bara mjög vel út. Myndi þó gera breytingar á móðurborði og SSD disk, og taka 16GB af minni.

Kassi
Corsair Carbide 175R kassi
15.950

Aflgjafi
Seasonic S12III Bronze 550W aflgjafi
9.990

Móðurborð
Gigabyte B450 AORUS M
18.900

Örgjörvi
AMD Ryzen 5 3600
28.900

Vinnsluminni
G.SKILL SNIPER X 16GB (2x8GB) 3200MHz
16.900

Harður diskur
Intel 660p 512GB NVMe
16.990

Skjákort
Zotac Gaming GeForce GTX 1660 Super
44.990

Samtals:
152.620kr

Re: Ráðlegging vegna leikjatölvukaups

Sent: Þri 21. Apr 2020 23:56
af ElvarP
Takk fyrir hjálpina drengir.

Er glaður með þessi betrumbætur hjá ykkur en var að fatta að það væri líklegast best að kaupa þetta allt í sömu verslun uppá ábyrgð og ég hreinlega nenni ekki að kíkja í hverju einustu tölvubúð á landinu til þess að spara nokkra þúsundkalla

https://www.att.is/product/amd-ryzen-5-3600-orgjorvi
AMD Ryzen 5 3600 örgjörvi
28.900

https://www.att.is/product/corsair-ven-2x8gb-3200-minni
Corsair VEN 2x8GB 3200 minni
17.950


Skjákortin eru eina sem er ekki í Att, spara nokkra þúsundkalla á því, (nenni svosem að fara i 2 búðir i stað þess að fara í allar)
https://tolvutaekni.is/collections/skja ... isplayport
Palit GTX 1660 SUPER GP OC 6GB, DVI, HDMI & DisplayPort
47.900
Eða þetta ódýrari kort hjá tölvutek, virðist bara vera uppselt í augnablikinu
https://www.tolvutek.is/vara/zotac-gami ... -6gb-gddr6
Zotac Gaming GeForce GTX 1660 Super skjákort 6GB GDDR6
44.990

https://www.att.is/product/silicon-powe ... b-ssd-drif
Silicon Power A55 512GB SSD drif
14.950

https://www.att.is/product/msi-b450a-pro-max-modurbord
MSI B450M-A Pro Max móðurborð
14.950

https://www.att.is/product/cm-masterwatt-500-aflgjafi
CM MasterWatt 500 aflgjafi
9.950

https://www.att.is/product/corsair-carbide-175r-kassi
Corsair Carbide 175R kassi
15.950

Samtals: 150.550

Breytti vinnsluminni úr 8GB 3000MHz Í 16GB 3200MHz
Skipti yfir í ódýrari 500GB SSD, M.2 SSD í þetta skipti
Skipti yfir í ódýrari móðurborð og aflgjafa

Nokkrar spurningar
Hef aldrei séð þetta SSD brand (Silicon Power), er hægt að treysta þeim?
Er þessi aflgjafi góður/mun hann duga fyrir þetta build?
Fór úr ATX borð yfir í M-ATX, ætti það ekki að vera í lagi?

Edit: Lýst samt mjög vel á listan hjá honum Klemma útaf það er full size móðurborð og name brand SSD diskur, kannski ætti maður að kíkja í allar búðinar bara fyrir það.

Re: Ráðlegging vegna leikjatölvukaups

Sent: Mið 22. Apr 2020 00:10
af Klemmi
Alls ekki vitlaust að kaupa sem mest í sömu versluninni.

Myndi halda mig þá við þennan kassa og aflgjafa, þetta er fínn CoolerMaster aflgjafi sem dugir vel fyrir þetta setup, og jafn vel þó þú færir í orkufrekara skjákort. Hann fær góð review á Amazon, fyrir utan að fólk kvartar yfir því að rafmagns snúran sem fylgi sé léleg... en það er svo sem ekki óyfirstíganlegt.

Varðandi SSD diskinn, þá nei, ég myndi velja eitthvað merki sem maður treystir betur... Auk þess sem það er lítið dýrara að fara í almennilegan NVMe disk, setti fínan Kingston disk sem er gefinn upp ~4x hraðari.

Skiptir engu hvort þú tekur ATX eða M-ATX móðurborð, passar bæði í kassann, helsti munurinn er bara fjöldi auka PCI-E raufa, en ef þú býst ekki við að bæta við mörgum kortum, s.s. hljóðkorti, þráðlausu netkorti o.s.frv. þá þarftu ekkert að spá í því. Oft þægilegra að hafa þessa hluti hvort eð er USB tengda.

Kassi
Corsair Carbide 175R kassi
15.950

Aflgjafi
CM MasterWatt 500W
9.950

Restina tæki ég í Tölvutækni:
Móðurborð
Gigabyte B450 AORUS M
18.900
Eða spara 1000kall og taka:
https://tolvutaekni.is/collections/modu ... 4xddr4-m-2
Skiptir litlu máli hvort þú tekur.

Örgjörvi
AMD Ryzen 5 3600
28.900

Vinnsluminni
G.SKILL SNIPER X 16GB (2x8GB) 3200MHz
16.900

Harður diskur
Kingston A2000 500GB M.2 NVMe SSD
17.900

Skjákort
Palit GTX 1660 SUPER GP OC 6GB
47.900

Samtals:
156.400

Re: Ráðlegging vegna leikjatölvukaups

Sent: Mið 22. Apr 2020 00:52
af ElvarP
Klemmi skrifaði:Alls ekki vitlaust að kaupa sem mest í sömu versluninni.

Myndi halda mig þá við þennan kassa og aflgjafa, þetta er fínn CoolerMaster aflgjafi sem dugir vel fyrir þetta setup, og jafn vel þó þú færir í orkufrekara skjákort. Hann fær góð review á Amazon, fyrir utan að fólk kvartar yfir því að rafmagns snúran sem fylgi sé léleg... en það er svo sem ekki óyfirstíganlegt.

Varðandi SSD diskinn, þá nei, ég myndi velja eitthvað merki sem maður treystir betur... Auk þess sem það er lítið dýrara að fara í almennilegan NVMe disk, setti fínan Kingston disk sem er gefinn upp ~4x hraðari.

Skiptir engu hvort þú tekur ATX eða M-ATX móðurborð, passar bæði í kassann, helsti munurinn er bara fjöldi auka PCI-E raufa, en ef þú býst ekki við að bæta við mörgum kortum, s.s. hljóðkorti, þráðlausu netkorti o.s.frv. þá þarftu ekkert að spá í því. Oft þægilegra að hafa þessa hluti hvort eð er USB tengda.

Kassi
Corsair Carbide 175R kassi
15.950

Aflgjafi
CM MasterWatt 500W
9.950

Restina tæki ég í Tölvutækni:
Móðurborð
Gigabyte B450 AORUS M
18.900
Eða spara 1000kall og taka:
https://tolvutaekni.is/collections/modu ... 4xddr4-m-2
Skiptir litlu máli hvort þú tekur.

Örgjörvi
AMD Ryzen 5 3600
28.900

Vinnsluminni
G.SKILL SNIPER X 16GB (2x8GB) 3200MHz
16.900

Harður diskur
Kingston A2000 500GB M.2 NVMe SSD
17.900

Skjákort
Palit GTX 1660 SUPER GP OC 6GB
47.900

Samtals:
156.400

Líst mjög vel á þennan lista. Held ég kýla á þetta á morgun.

Takk fyrir hjálpina allir.

Re: Ráðlegging vegna leikjatölvukaups

Sent: Mið 22. Apr 2020 09:41
af Alfa
Eina sem ég hef við þetta að bæta er að ég myndi frekar velja fyrir nokkra þúsundkalla meira gigabyte eða msi 1660 super, því þetta palit kort er mun hágværara en þau. Ef það skiptir þig engu máli þá bara farðu í það ódýrara. Þá sérstaklega msi gaming kortið sem er reyndar um 5 þús dýrara.

Re: Ráðlegging vegna leikjatölvukaups

Sent: Mið 22. Apr 2020 20:37
af ElvarP
Alfa skrifaði:Eina sem ég hef við þetta að bæta er að ég myndi frekar velja fyrir nokkra þúsundkalla meira gigabyte eða msi 1660 super, því þetta palit kort er mun hágværara en þau. Ef það skiptir þig engu máli þá bara farðu í það ódýrara. Þá sérstaklega msi gaming kortið sem er reyndar um 5 þús dýrara.

Gæti verið góð hugmynd að fá lágværa kort en mig grunar að örgjörva viftan og aflgjafa viftan eru það háværar að það myndi skipta litlu máli hvort maður fær lágværa kort.

Re: Ráðlegging vegna leikjatölvukaups

Sent: Mið 22. Apr 2020 21:01
af Bourne
ElvarP skrifaði:
Alfa skrifaði:Eina sem ég hef við þetta að bæta er að ég myndi frekar velja fyrir nokkra þúsundkalla meira gigabyte eða msi 1660 super, því þetta palit kort er mun hágværara en þau. Ef það skiptir þig engu máli þá bara farðu í það ódýrara. Þá sérstaklega msi gaming kortið sem er reyndar um 5 þús dýrara.

Gæti verið góð hugmynd að fá lágværa kort en mig grunar að örgjörva viftan og aflgjafa viftan eru það háværar að það myndi skipta litlu máli hvort maður fær lágværa kort.
Það er ekki rétt, aflgjafaviftur í dag fara varla í gang nema það sé mjög heavy load og þá eru þær samt ekki háværar. Þessi vél er kannski að fara að nota ~250w (örugglega minna) þegar þú ert í LOL t.d. þ.a.l. verður aflgjafinn í góðu chilli.

Örgjörvinn er líka ekki að fara að vera með læti nema þú sért með stock viftu á honum og stillir ekki fan curve almennilega.
Í modern tölvum í dag er skjákortið langalgengasti sökudólgurinn hvað varðar hávaða.

Annars lúkkar þetta pallit kort ekkert illa. Sennilega töluvert minni læti í því heldur en single fan blower korti.

Re: Ráðlegging vegna leikjatölvukaups

Sent: Mið 22. Apr 2020 22:52
af ElvarP
Bourne skrifaði:Það er ekki rétt, aflgjafaviftur í dag fara varla í gang nema það sé mjög heavy load og þá eru þær samt ekki háværar.
Hélt að það væri bara á dýrari aflgjöfum, ekki fyrir svona ódýran aflgjafa sem ég ætla mér að kaupa.
Bourne skrifaði:Örgjörvinn er líka ekki að fara að vera með læti nema þú sért með stock viftu á honum og stillir ekki fan curve almennilega.
Verð einmitt bara með stock viftu á örgjörvanum
Bourne skrifaði:Annars lúkkar þetta pallit kort ekkert illa. Sennilega töluvert minni læti í því heldur en single fan blower korti.
Já held ég tek það.



Ein pæling, væri eitthvað slæmt að taka þetta móðurborð:

https://www.att.is/product/msi-b450a-pro-max-modurbord
MSI B450M-A Pro Max móðurborð
14.950kr

Í stað fyrir þetta móðurborð sem klemmi mældi með

https://tolvutaekni.is/collections/modu ... 4xddr4-m-2
Gigabyte B450 AORUS M
18.900kr

Eini munurinn sem ég sé er að ég væri með 2xDDR4 í stað 4xDDR4 og 4xSATA í stað 6xSATA sem ég held að ég þarf ekki.

Myndi spara mér um 4.000kr sem er kannski ekkert hellingur en það er bara meiri peningur til þess að kaupa nokkra tölvuleiki á steam sale-i

Verð síðan líklegast að fá mér aðeins dýrari SSD (Samsung 970 EVO M.2 500GB ) þar sem þessi Kingston diskur sem klemmi mældi með er uppseldur :(

Re: Ráðlegging vegna leikjatölvukaups

Sent: Fim 23. Apr 2020 00:45
af Bourne
Þú getur auðvitað fengið þér ágætis örgjörvakælingu fyrir ekki svo mikið.
Þú getur líka bara prófað stock viftuna og ef hún fer í taugarnar á þér fengið þér aftermarket kælingu, það tekur ekki langan tíma að skipta þessu út.

https://tolvutaekni.is/collections/kael ... x-am4ryzen

Þessi móðurborð eru örugglega mjög svipuð. Aðeins flottara lúkk á Gigabyte borðinu.

Re: Ráðlegging vegna leikjatölvukaups

Sent: Fim 23. Apr 2020 19:55
af ElvarP
Gleymdi einu, ég er með tölvuna í stofunni og það er enginn einföld/góð leið til þess að fá netsnúru úr routernum inn í stofuna þannig ég held að sniðugasta í stöðunni er að fá mér netkort.

Myndi þetta USB netkort duga? Var ódýrasta USB netkort sem ég fann, ég veit ekkert hvað maður fær meira fyrir peninginn með því að kaupa dýrara USB netkort.
https://www.att.is/product/trendnet-thradlaust-netkort

Tölvann sem ég er að leysa af hólmi er fartölva og ég er bara að nota innbygða wifi-ið i tölvunni og það hefur virkað hingað til fyrir leiki/youtube gláp, ætti ekki usb netkort að virka fínt þá?