Síða 1 af 1

Uppfærsla: i7 2600k í i7 9700k, GTX980 í GTX2080?

Sent: Mán 20. Apr 2020 09:22
af Plushy
Sælir.

Er í dag að vinna með i7 2600k, P67A-UD4-B3, GTX 980, 8GB RAM - sem er alveg í lagi og var mjög gott fyrir sinn tíma en finnst vera kominn tími á uppfærslu á öllu þessu helsta.

Er með Seasonic 750W 80+ Platinum aflgjafa frekar nýlegan sem ætti að duga áfram ásamt CM HAF X kassa og Noctua NH-D14 örgjörvakælingu.

Budget í kringum 250.000 Kr

Hugmyndin hjá mér væri eitthvað á þessa leið:

Z90 Aorus móðurborð
i7 9700k örgjörvi
16/32 G.SKILL RAM
GTX 2070/2080

Svo bæti ég líklega við m.2 SSD í stað gamla Corsair Force SSD diskins.

Kannski vert að taka fram að ég er með Acer Predator XB271HU 144/165 HZ 2560x1440p sem aðalskjá og spila leiki eins og WoW, Modern Warfare t.d.

Er ég að gleyma einhverju eða er annað betra sem ég ætti eða gæti valið?

Re: Uppfærsla: i7 2600k í i7 9700k, GTX980 í GTX2080?

Sent: Mán 20. Apr 2020 10:27
af Dropi
Er 9000 serían ekki á leiðinni út? 10000 handan við hornið og socketið sem 9000 er á fer með því?
Ekki mikið future proof þessi platform.

Ég myndi kaupa AMD.
So then, the leak pretty much confirms that the current chipsets will not be compatible with Intel's next-gen processors. There is a pin count change and that this, of course, requires a new processor socket; meet socket LGA1200 as opposed to the current socket LGA1151. Likely current coolers can and will fit though. The new chipsets would be named H410, Q470, Z490, and W480.

Re: Uppfærsla: i7 2600k í i7 9700k, GTX980 í GTX2080?

Sent: Mán 20. Apr 2020 12:14
af urban
Dropi skrifaði:Er 9000 serían ekki á leiðinni út? 10000 handan við hornið og socketið sem 9000 er á fer með því?
Ekki mikið future proof þessi platform.

Ég myndi kaupa AMD.
So then, the leak pretty much confirms that the current chipsets will not be compatible with Intel's next-gen processors. There is a pin count change and that this, of course, requires a new processor socket; meet socket LGA1200 as opposed to the current socket LGA1151. Likely current coolers can and will fit though. The new chipsets would be named H410, Q470, Z490, and W480.
Maður sem að er að keyra þetta gamlann örgjörva í dag er minna að spá í future proof þar sem að líklegast gerir hann það nákvæmlega sama næst.

Endurnýjan móðurborð, CPU, GPU og RAM á sama tíma.

Allavega er það mín reynsla.
Var að fara úr akkúrat þessu comboi sem að hann er með og fór í eiginlega það sama.

Ég valdi intel útaf því að hann einfaldlega skilar meiru í leikjum, sem að er það sem að tölvan er notuð í fyrir utan browse og eitthvað álíka létt.
En já Plushy ég get alveg sagt þér að þetta er klárlega þess virði.

Sjálfur fór ég í itx aurus borðið, 16 GB og 2080 super.
Fór í 2080 super útaf því að ég gat það, ætlaði í annað hvort 2070 eða 2080 kort.

Re: Uppfærsla: i7 2600k í i7 9700k, GTX980 í GTX2080?

Sent: Mán 20. Apr 2020 12:47
af Dropi
urban skrifaði:Maður sem að er að keyra þetta gamlann örgjörva í dag er minna að spá í future proof þar sem að líklegast gerir hann það nákvæmlega sama næst.
2600k var mest future proof örgjörvi sem þú gast keypt árið 2011, ég er ekki alveg sammála þessari niðurstöðu.

Re: Uppfærsla: i7 2600k í i7 9700k, GTX980 í GTX2080?

Sent: Mán 20. Apr 2020 12:50
af rapport
lol - er með 2600K og langar að uppfæra, keypti í einhverju bríaríi 6600K + móðurborð því mér fannst verðið svo gott, svo er það bara + 10 til 15% þannig að ég hef ekki nennt að skipta + öll fjarvinnan núna = ekki að fara rugga bátnum

Re: Uppfærsla: i7 2600k í i7 9700k, GTX980 í GTX2080?

Sent: Mán 20. Apr 2020 13:52
af urban
Dropi skrifaði:
urban skrifaði:Maður sem að er að keyra þetta gamlann örgjörva í dag er minna að spá í future proof þar sem að líklegast gerir hann það nákvæmlega sama næst.
2600k var mest future proof örgjörvi sem þú gast keypt árið 2011, ég er ekki alveg sammála þessari niðurstöðu.
Vissulega, en þrátt fyrir það, þáer hann að skipta núna og fara í annað socket :)

Re: Uppfærsla: i7 2600k í i7 9700k, GTX980 í GTX2080?

Sent: Mán 20. Apr 2020 15:23
af Plushy
urban skrifaði:
Dropi skrifaði:
urban skrifaði:Maður sem að er að keyra þetta gamlann örgjörva í dag er minna að spá í future proof þar sem að líklegast gerir hann það nákvæmlega sama næst.
2600k var mest future proof örgjörvi sem þú gast keypt árið 2011, ég er ekki alveg sammála þessari niðurstöðu.
Vissulega, en þrátt fyrir það, þáer hann að skipta núna og fara í annað socket :)
Finnst þér þín uppfærsla hafa gert mikinn mun fyrir þig? ég vill oft geta haft photoshop opið, mörg chrome tabs og horft á streams og þætti/myndi á hinum skjánum líka og held þetta eigi eftir að létta það verk líka.

En ef það fer að koma nýr socket gæti ég alveg beðið en ég kem líklega ekki til með að uppfæra aftur fyrr en 5-6 árum seinna og ég finn fyrir því að það sé ekki eins hratt og þægilegt eins og það getur verið.

Re: Uppfærsla: i7 2600k í i7 9700k, GTX980 í GTX2080?

Sent: Mán 20. Apr 2020 15:56
af urban
Plushy skrifaði:
urban skrifaði:
Dropi skrifaði:
urban skrifaði:Maður sem að er að keyra þetta gamlann örgjörva í dag er minna að spá í future proof þar sem að líklegast gerir hann það nákvæmlega sama næst.
2600k var mest future proof örgjörvi sem þú gast keypt árið 2011, ég er ekki alveg sammála þessari niðurstöðu.
Vissulega, en þrátt fyrir það, þáer hann að skipta núna og fara í annað socket :)
Finnst þér þín uppfærsla hafa gert mikinn mun fyrir þig? ég vill oft geta haft photoshop opið, mörg chrome tabs og horft á streams og þætti/myndi á hinum skjánum líka og held þetta eigi eftir að létta það verk líka.

En ef það fer að koma nýr socket gæti ég alveg beðið en ég kem líklega ekki til með að uppfæra aftur fyrr en 5-6 árum seinna og ég finn fyrir því að það sé ekki eins hratt og þægilegt eins og það getur verið.
Vélin hjá mér var reyndar ekki í lagi, skjákortið sem að ég var með var bilað, þannig að fyrir mig er þetta alveg svart og hvítt.

En jú sjálf er hún mikið hraðari, fór einmitt í 1TB M.2 disk líka
Ég mæli allavega alveg með þessari uppfærslu.

Ég hugsaði einmitt út í að það væri að koma nýtt socket, en hugsaði með mér að ég fái highend stuff núna fyrir x pening, en til þess að fá highend stuff úr nýju línunum þyrfti ég að borga meira fyrir.

En aftur á móti þá er ég búin að versla hluta af þessu á löngum tíma, hluti af vörunum sem að ég keypti hafa hækkað töluvert í verði undanfarnar vikur.

Re: Uppfærsla: i7 2600k í i7 9700k, GTX980 í GTX2080?

Sent: Mán 20. Apr 2020 17:03
af Zorglub
Verðmunur á 9700 og 9900 er ekki það mikill þannig það er alveg þess virði að spá í því ef þú vilt vera Intel megin. Lítill munur á þeim í leikjum í dag en maður vonast nú til þess að þróunin haldi áfram í að nota fleiri kjarna í leikjum.
Kláraði að uppfæra guttann um daginn, ekki að hann þyrfti þess en meira að maður sér alveg frammá skort og verðhækkanir vegna ástandsins. En ef ég hefði ekki átt orðið flest til hefði maður væntanlega hoppað á AMD vagninn.
Þannig að hann fór úr Z97 og 4790k í Z390 Aourus og 9700k og er með 1080. Hoppaði upp um 80-100 FPS í CS og Rainbow og nánast trúir ekki hvað munurinn er mikill.
Skjákortslega er besti díllinn í dag að finna 1080ti notað, 2080 er alltof dýrt miðað við munin þarna á milli en 2070 er líka góður kostur, eins ef þú vilt ray tracing. En maður þarf vissulega ansi gott kort til að spila í 1440 p. Og svo má ekki gleima AMD þarna líka.