Síða 1 af 1

Val á Örgjörva - AM3/AM3+

Sent: Þri 14. Apr 2020 01:22
af thor12
Kvöldið, mig vantar smá ráðleggingar varðandi vélbúnað í tölvunni hjá mér.
Nota hana aðalega í leiki, t.d núna í modern warfare.
Er að lenda í að leikurinn frýs alltaf á loading screen í warfare, og þegar ég skoðaði örgjörvann hjá mér var hann í 100%!
Leita því til ykkar varðandi ráðleggingar með örgjörva.
Er með Gigabyte 970 gaming móðurborð, ekki það besta i know, en hefur dugað vel hingað til.
Hvaða örgjörva möguleika hef ég með þessu móðurborði? Budget undir 50k c.a.
Þekki 0 inn á þessa tölvuíhluti.

Fyrirfram þakkir!.

Specs :
AMD FX-6300 örgjörvi
10GB ram
Gigabyte 970 gaming móðurborð
Nvidia GeForce GTX 960

Re: Val á Örgjörva - AM3/AM3+

Sent: Þri 14. Apr 2020 01:51
af andriki
Átt pm

Re: Val á Örgjörva - AM3/AM3+

Sent: Þri 14. Apr 2020 01:57
af Baldurmar
ALLS ekki kaupa neitt í þetta móðurborð!
Þetta er eld gamalt dót og þessi 50k væri miiikkllu betur varið í betri tölvu !

Re: Val á Örgjörva - AM3/AM3+

Sent: Þri 14. Apr 2020 02:00
af Baldurmar
ASRock B450M Pro4-F µATX AM4 móðurborð 16.500 kr
Ryzen 5 1600 AF AM4 sexkjarna örgjörvi með SMT 16.500 kr.
G.Skill 16GB (2x8GB) Ripjaws V 3200MHz DDR4 17.500 kr.

Samtals 50.500 hjá kísildal

AM3/AM3+ er platform síðan 2009 !

Re: Val á Örgjörva - AM3/AM3+

Sent: Þri 14. Apr 2020 07:29
af thor12
Ansans :shock: Eyddi 100k í þetta hjá Ódýrið (tölvutek).
Keypti einhvern uppfærslupakka og bjóst nú við að geta uppfært nánar eftir nokkur ár :mad

Re: Val á Örgjörva - AM3/AM3+

Sent: Þri 14. Apr 2020 10:08
af Baldurmar
thor12 skrifaði:Ansans :shock: Eyddi 100k í þetta hjá Ódýrið (tölvutek).
Keypti einhvern uppfærslupakka og bjóst nú við að geta uppfært nánar eftir nokkur ár :mad
Hvenær var það ?
Þetta er alveg 7 ára gamall örgjörvi...

Re: Val á Örgjörva - AM3/AM3+

Sent: Þri 14. Apr 2020 11:42
af thor12
2017. Keypti hjá þeim Gigabyte uppfærslupakka.

Re: Val á Örgjörva - AM3/AM3+

Sent: Þri 14. Apr 2020 12:04
af Baldurmar
Þá er ég ansi hræddur um að þú hafir verið "tekinn"...
Ekki skrýtið að þetta batterý hafi farið á hausinn, þvílíkt scam.
Það hefði enginn heilvita(eða heiðarlegur) maður selt þér þetta setup árið 2017 !

Ég kíkti á wayback-machine fyrir vaktina júní 2017 og þá kostaði þessi örgjörvi 12.990

Re: Val á Örgjörva - AM3/AM3+

Sent: Þri 14. Apr 2020 14:05
af Tbot
AM3+ er frá 2011.

Eins og baldurmar segir þá lentir þú í leiðinlegu máli þar sem sölumenn eru að notfæra sér kunnáttuleysi viðskiptavinar.
Enda fór þetta fyrirtæki nokkuð hratt á hausinn.

Var aldrei svo frægur að versla við þá, enda hætti ég að versla við Tölvutek og undirfyrirtæki um leið og Tölvutek flutti úr Borgartúni.


Extra comment.

10GB í minni er sérstakt, var það svona frá þeim eða bættir þú við?

Ef þetta var svona frá þeim, þá lyktar það af því að koma út restlager af minni á kostnað viðskiptavinarins.