Síða 1 af 1

Fæst PlastiDip á íslandi?

Sent: Fös 03. Apr 2020 04:18
af osek27
Veit einhver hvort að plasti dip efnið fæst hér a landi. Spray brusi til að breyta lit a felgum. Og a hvaða verði hann er hér

Re: Fæst PlastiDip á íslandi?

Sent: Fös 03. Apr 2020 07:59
af brynjarbergs
Já þetta fæst hérlendis. Ég hef keypt þetta í Straumrás á Akureyri.
Væri mögulega sterkur leikur að hringja þangað og athuga hvort þeir taki þetta frá innlendum birgja eða erlendis frá.

Re: Fæst PlastiDip á íslandi?

Sent: Fös 03. Apr 2020 08:39
af andriki
Fæst hjá Landvélar

Re: Fæst PlastiDip á íslandi?

Sent: Fös 03. Apr 2020 09:13
af littli-Jake
Þetta plasti dip dót er samt ekki alveg jafn frábært og margir vilja meina á YouTube. Þetta fer til dæmis ekki af eins og plastfilma.

Re: Fæst PlastiDip á íslandi?

Sent: Fös 03. Apr 2020 13:25
af osek27
Ekki lengur til á þessum stöðum

Re: Fæst PlastiDip á íslandi?

Sent: Fös 03. Apr 2020 13:36
af osek27
Eru kannski einhver önnur efni hérlendis sem virka svipað og þetta

Re: Fæst PlastiDip á íslandi?

Sent: Fös 03. Apr 2020 14:09
af AsgeirM81
Þetta gæti mögulega verið svipað og PlastiDip.

https://www.stilling.is/vorur/efnavorur ... -gummihud/

Re: Fæst PlastiDip á íslandi?

Sent: Lau 04. Apr 2020 07:23
af Danni V8
littli-Jake skrifaði:Þetta plasti dip dót er samt ekki alveg jafn frábært og margir vilja meina á YouTube. Þetta fer til dæmis ekki af eins og plastfilma.
Ef þetta er rétt sett á, fer þetta rétt af. Það þarf töluvert fleiri umferðir en hefðbundið lakk. Það er ekki nóg að liturinn sé búinn að þekja alveg þannig að liturinn undir sjáist ekki, heldur þarf að halda áfram til að fá þykkara lag svo það nái að haldast saman þegar það kemur að því að rífa þetta af.