Síða 1 af 1
Sjónvörp Bang for the buck á Íslandi?
Sent: Þri 31. Mar 2020 17:34
af jonsig
Hæ
Hvar fær maður bestu kaupin á sjónvörpum á Ísl, þá ekki eitthvað surplus drasl eins og elko er að troða á mann ?
Nýleg tæki á sanngjörnu verði ?
Re: Sjónvörp Bang for the buck á Íslandi?
Sent: Þri 31. Mar 2020 18:46
af arons4
Oft hægt að fá síðustu kynslóðina af tækjum á billegu verði, sá td sony 55" android 4k hdr á um 150þ nýlega.
Re: Sjónvörp Bang for the buck á Íslandi?
Sent: Þri 31. Mar 2020 19:17
af jonsig
Takk fyrir tipsið en ég er ekkert að spara endilega, þó langar mig að fá eitthvað fyrir peninginn.
Re: Sjónvörp Bang for the buck á Íslandi?
Sent: Þri 31. Mar 2020 20:14
af brain
Hefuru skoðað í Costco ?
Re: Sjónvörp Bang for the buck á Íslandi?
Sent: Þri 31. Mar 2020 20:18
af jonsig
Nei, er aðallega hangandi heima í fæðingarorlofi.
Re: Sjónvörp Bang for the buck á Íslandi?
Sent: Fös 03. Apr 2020 20:21
af kizi86
https://www.tunglskin.is/product/mi-4k- ... os-led.htm
fáránlega góð sjónvörp! alveg rugl gott bang for the buck here!
svo... hugsa út fyrir kassann, og fara í ultra short throw laser 4k skjávarpa?
https://www.gearbest.com/projectors/pp_ ... id=1349303
varpinn varpar myndinni beint upp, svo þarf bara vera ca 40cm frá veggnum til að gefa 150" mynd <3 og þessi skjávarpi er BJARTUR. vel hægt að nota hann í fullu sólarljósi
Re: Sjónvörp Bang for the buck á Íslandi?
Sent: Fös 03. Apr 2020 20:48
af Hrotti
https://www.bhphotovideo.com/c/buy/Flat ... 3965713807
Þessir senda flest til íslands, ég keypti 65" tæki af þeim og verðið var mjög flott.
Re: Sjónvörp Bang for the buck á Íslandi?
Sent: Fös 03. Apr 2020 21:47
af rickyhien
er sölumaður Elko
mæli ekki með að versla sjónvarp án þess að hafa séð það í spilun og helst videó ekki myndir...
myndvinnsluörgjörvar eru misgóðir hjá fyrirtækjum en bestur er Sony held ég
sjónvörpin geta verið að nota sömu panel en samt ekki alveg sama myndgæði sem kemur út
Re: Sjónvörp Bang for the buck á Íslandi?
Sent: Lau 04. Apr 2020 00:07
af appel
Keypti í ágúst. Ég var með grunnkröfu um 75"... svo myndgæði o.fl. Endaði á samsung nu8000 tæki... mjög sáttur. Tók mig langan tíma að ákveða mig.. 6 mánuði... þannig að ég var alltaf að fylgjast með öllum tilboðum... sá að tækið sem átti að kosta 379 þús var komið á svaka útsölu hjá ormsson á 269 þús og stökk á það.
Þannig að ef þú ert ekki að flýta þér þá koma reglulega góð tilboð.
Re: Sjónvörp Bang for the buck á Íslandi?
Sent: Lau 04. Apr 2020 00:40
af worghal
Re: Sjónvörp Bang for the buck á Íslandi?
Sent: Lau 04. Apr 2020 06:46
af kizi86
Re: Sjónvörp Bang for the buck á Íslandi?
Sent: Lau 04. Apr 2020 07:10
af netkaffi
Myndgæðin í þessum skjávörpum sem sagt alveg nógu góð fyrir þá sem vilja þokkaleg myndgæði?
Re: Sjónvörp Bang for the buck á Íslandi?
Sent: Lau 04. Apr 2020 12:59
af Lexxinn
Ég hef lesið á netinu að menn eru að lenda í auglýsingum í sjónvarpinu og valmynd/smartTV hluta þess. Ert þú með svona sjálfur og getur kannski deilt þinni reynslu?
Re: Sjónvörp Bang for the buck á Íslandi?
Sent: Lau 04. Apr 2020 15:19
af einarn
rickyhien skrifaði:er sölumaður Elko
mæli ekki með að versla sjónvarp án þess að hafa séð það í spilun og helst videó ekki myndir...
myndvinnsluörgjörvar eru misgóðir hjá fyrirtækjum en bestur er Sony held ég
sjónvörpin geta verið að nota sömu panel en samt ekki alveg sama myndgæði sem kemur út
Svo líka er smart tv fítusinn misgóðir i þessum tækjum. Það getur verið rosalegt downside imo.
Re: Sjónvörp Bang for the buck á Íslandi?
Sent: Þri 07. Apr 2020 07:22
af kizi86
netkaffi skrifaði:Myndgæðin í þessum skjávörpum sem sagt alveg nógu góð fyrir þá sem vilja þokkaleg myndgæði?
hef ekki séð með eigin augum 4k útgáfuna, en miðað við 1080p útgáfuna, þá hef ég engar áhyggjur af því að 4k varpinn standi ekki undir vonum og væntingum.
Re: Sjónvörp Bang for the buck á Íslandi?
Sent: Þri 07. Apr 2020 07:30
af netkaffi
Lexxinn skrifaði:
Ég hef lesið á netinu að menn eru að lenda í auglýsingum í sjónvarpinu og valmynd/smartTV hluta þess. Ert þú með svona sjálfur og getur kannski deilt þinni reynslu?
Eitthvað til í þessu?
Re: Sjónvörp Bang for the buck á Íslandi?
Sent: Þri 07. Apr 2020 15:58
af Lexxinn
netkaffi skrifaði:Lexxinn skrifaði:
Ég hef lesið á netinu að menn eru að lenda í auglýsingum í sjónvarpinu og valmynd/smartTV hluta þess. Ert þú með svona sjálfur og getur kannski deilt þinni reynslu?
Eitthvað til í þessu?
https://www.reddit.com/r/assholedesign/ ... 60_second/
https://www.reddit.com/r/Xiaomi/comment ... xiaomi_tv/
Re: Sjónvörp Bang for the buck á Íslandi?
Sent: Þri 07. Apr 2020 16:09
af Roggo
Vorum að fá þessi tæki inn í Tölvutek nýlega. Höfum ekki verið varir við neinar slíkar auglýsingar eins og talað er í þessum póstum enda eru þeir frá des 2018 og jan 2017. Líklegast ekki vandamál lengur í dag.
https://tolvutek.is/vara/mi-tv-4s-55-4k ... ing-fylgir
https://www.displayspecifications.com/en/model/346111eb
Edit: Sé reyndar ekkert nákvæmt model númer hjá Tunglskin þannig að ég þori ekki að fullyrða að þetta séu sömu tækin.
Re: Sjónvörp Bang for the buck á Íslandi?
Sent: Þri 07. Apr 2020 16:30
af Tbot
í texta hjá tunglskini.
Mi Smart Tv hefur 64 bita Quid-corse örgjörva.
er þetta ný gerð af örgjörvum.
Á
http://www.displayspecifications.com er tækið sagt með analog tuner(pal,secam,ntsc)
Við hættum með analog fyrir nokkrum árum.
Re: Sjónvörp Bang for the buck á Íslandi?
Sent: Þri 07. Apr 2020 17:14
af kornelius
Tbot skrifaði:í texta hjá tunglskini.
Mi Smart Tv hefur 64 bita Quid-corse örgjörva.
er þetta ný gerð af örgjörvum.
Á
http://www.displayspecifications.com er tækið sagt með analog tuner(pal,secam,ntsc)
Við hættum með analog fyrir nokkrum árum.
Það eru öll sjónvörp í Evrópu með analog tuner og DVB-T/T2
K.
Re: Sjónvörp Bang for the buck á Íslandi?
Sent: Mið 08. Apr 2020 06:02
af kizi86
og ef ykkur finnst verðið vera "of lágt" til að geta verið góð vara.. þá er aðeins öðruvísi viðskiptahugmynd sem býr að baki Xiaomi þe að hafa mjög lága álagningu á tækjum sínum, t.d með símana sína, setja þeir max 9% ofan á framleiðslukostnaðinn.. þeir gera fáránlega góð tæki á fáránlega lágu verði, samsung/sony gæði á Enox verði
Re: Sjónvörp Bang for the buck á Íslandi?
Sent: Mið 08. Apr 2020 07:51
af Lexxinn
kizi86 skrifaði:og ef ykkur finnst verðið vera "of lágt" til að geta verið góð vara.. þá er aðeins öðruvísi viðskiptahugmynd sem býr að baki Xiaomi þe að hafa mjög lága álagningu á tækjum sínum, t.d með símana sína, setja þeir max 9% ofan á framleiðslukostnaðinn.. þeir gera fáránlega góð tæki á fáránlega lágu verði, samsung/sony gæði á Enox verði
Samt erfitt að segja það um símana þeirra ennþá - Mi10 er á 900 evrur og pro týpan á 950. Á samt Redmi síma frá þeim sem kostaði mig ekki nema 11,5k og er bara ágætlega sáttur með hann.
Re: Sjónvörp Bang for the buck á Íslandi?
Sent: Mið 08. Apr 2020 08:51
af Tbot
kornelius skrifaði:Tbot skrifaði:í texta hjá tunglskini.
Mi Smart Tv hefur 64 bita Quid-corse örgjörva.
er þetta ný gerð af örgjörvum.
Á
http://www.displayspecifications.com er tækið sagt með analog tuner(pal,secam,ntsc)
Við hættum með analog fyrir nokkrum árum.
Það eru öll sjónvörp í Evrópu með analog tuner og DVB-T/T2
K.
Hjá displayspec er ekkert minnst á DVB-T2 + DVB-C
sem segir hvaða status er á þeirri síðu og þó nokkuð af review yfir þetta tæki vísa til Indlands og markaðssetningu Xiaomi þar.