Síða 1 af 1

Skjárinn eða kortið?

Sent: Lau 07. Maí 2005 03:16
af Danni Colt
Uppá síðkastið hef ég verið að lenda í vandræðum með skjáinn/skjákortið. Finnst skjárinn líklegri. Þannig er það að það myndast einhverskonar bylgjur á myndinni, frá einum enda skjássins til hins og allt þar á milli er í þvílíkri óreiðu. Þetta byrjaði minnir mig í gær eða fyrradag, og kom þá í smá stund, en núna rétt áðan byrjaði þetta aftur og hætti ekkert fyrr en ég breytti upplausninni úr 1280x1024 60hz í 1024x768 60-75hz.

Skjárinn er 17" Hansol C776 keyptur nýr í apríl 2001.
Kortið er ATi Readon X800 XT Platinum Edition AGP 256mb keypt notað ásamt nánast restinni af tölvunni í mars eða apríl 2005.

Skjárinn og skjákortið eru það fyrsta sem mér dettur í hug, vegna þess að þessir hlutir eru þeir sem stjórna upplausn og hertzum sem skjárinn er á, en skjárinn er gamall og hefur þurft að þola mikið, þó er hann besti skjárinn sem ég hef átt af 2.

Þannig ég er bara að spá, er möguleiki að kortið sé að klikka? Það yrði vesen, þar sem þetta er dýrt kort, en skjárinn er ekki eins dýr, fæ 1000kall fyrir hann ef ég er heppinn og hann er í lagi!

Sent: Lau 07. Maí 2005 06:05
af urban
tvennt sem mér dettur til hugar...

að það sé (hugsanlega nýkominn jafnvel) stór segull (t.d. í ósegulvörðum hátalara) öðrumegin við skjáinn...

eða

skjárinn er stilltur á of hátt hz stillingu hjá þér (komist hugsanlega ekki ofar en 85 hz en þú hafir teklið hakið úr þeirri stillingu og sett hann ofar...


hvort tveggja getur skemnmt skjáinn

Sent: Lau 07. Maí 2005 14:15
af Danni Colt
ehh... gæti verið með hátalara, er einn pinkulítill við hliðiná honum sem er búinn að vera þar bara alltaf....

en með hertzin? sérðu ekki hvað ég sagði með upplausn á skjánum? Ef þú hefðir lesið það þá hefðuru séð að ég fer ekki einusinni með skjáinn yfir 75hz!

Sent: Lau 07. Maí 2005 19:47
af Gestir
danni minn

fáðu þér bara Samsung syncmaster ;)

fáránlega geðveikir skjáir.

Sá flottasti líka.. klárlega.. Syncmaster 172X Slim

færð solliðs á sport prís í start.is í dag