Síða 1 af 2
Viltu nýta tölvuna þína og aðstoða vísindamenn með COVID-19
Sent: Þri 17. Mar 2020 21:48
af Tiger
Ef svo er, þá mæli ég með að þú látir tölvuna þína vinna fyrir Stanford háskólan og takir þátt í Folding@Home.
https://foldingathome.org/
Hvað er folding at Home að gera fyrir Corona vírusinn
Svo er langur og mikill þráður hérna innan vaktarinnar, þar sem allar upplýsingar eru líka.
Númmer liðs Vaktarinnar er 184739
https://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=9&t=29382
Re: Viltu nýta tölvuna þína og aðstoða vísindamenn með COVID-19
Sent: Fim 19. Mar 2020 03:32
af Tiger
Koma svo..... !!!!!!!
Folding @ home er verkefni sem Stanford Háskóli í Californi er með og er í raun verið að nota heimilistölvur um allan heim og nýta örgjörvana þeirra þegar þeir eru idle. Verið að vinna í því að folda próteinmyndun, aðal ástæða helstu sjúkdóma (Alzheimer, krabbamein ofl ofl) er þegar Protein brjóta sig á rangan hátt. Þarna er verið að vinna í því að framkvæma í tölvu hvernig prótein brjóta sig til að reyna að skilja og koma í veg fyrir þessa sjúkdóma.
Folding@Home er stærsta distributed computing cluster sem til er og er rúmlega 100 PETAFLOPS og til gamans má geta er öflugasta ofurtölvan er með í kringum 148 PETAFLOPS,og það er ekkert smá "tölva" og þetta tekst þeim með að nota tölvur um allan heim sem sitja bara idle.
https://www.youtube.com/watch?v=OlH5BG9 ... e=youtu.be
http://folding.stanford.edu/
Protein folding is linked to disease, such as Alzheimer's, ALS, Huntington's, Parkinson's disease, and many Cancers
Moreover, when proteins do not fold correctly (i.e. "misfold"), there can be serious consequences, including many well known diseases, such as Alzheimer's, Mad Cow (BSE), CJD, ALS, Huntington's, Parkinson's disease, and many Cancers and cancer-related syndromes.
What is protein folding?
Proteins are biology's workhorses -- its "nanomachines." Before proteins can carry out these important functions, they assemble themselves, or "fold." The process of protein folding, while critical and fundamental to virtually all of biology, in many ways remains a mystery.
Re: Viltu nýta tölvuna þína og aðstoða vísindamenn með COVID-19
Sent: Fim 19. Mar 2020 06:46
af halipuz1
Klárlega!
Re: Viltu nýta tölvuna þína og aðstoða vísindamenn með COVID-19
Sent: Fim 19. Mar 2020 09:42
af brynjarbergs
Ég er með í team vaktin! Er ekkert með brjálaðasta vélbúnaðinn - en margt smátt! i5-9600k & 1660Ti.
Re: Viltu nýta tölvuna þína og aðstoða vísindamenn með COVID-19
Sent: Fim 19. Mar 2020 10:24
af Tiger
brynjarbergs skrifaði:Ég er með í team vaktin! Er ekkert með brjálaðasta vélbúnaðinn - en margt smátt! i5-9600k & 1660Ti.
Vel gert!
1660Ti ætti að vera að gefa 500.0000 PPD eitt og sér.
Re: Viltu nýta tölvuna þína og aðstoða vísindamenn með COVID-19
Sent: Fim 19. Mar 2020 10:36
af Klemmi
Þarf ég að gera eitthvað sérstakt til að skjákortið kicki inn, eða bara bíða rólegur?
Re: Viltu nýta tölvuna þína og aðstoða vísindamenn með COVID-19
Sent: Fim 19. Mar 2020 11:22
af Tiger
Klemmi skrifaði:Þarf ég að gera eitthvað sérstakt til að skjákortið kicki inn, eða bara bíða rólegur?
Bara bíða rólegur, gríðarlegur fjöldi sem bættist við F@H þegar þeir tilkynntu að þeir væru að vinna að Covid-19 að lúxusvandamálið með að WorkUnits kláruðu, er að skána en fyrir 3-4 dögum beið kortið alveg í 6-8 tíma eftir WU.
Re: Viltu nýta tölvuna þína og aðstoða vísindamenn með COVID-19
Sent: Fim 19. Mar 2020 14:25
af GunZi
Læt þetta mala
- Gunzi.PNG (214.11 KiB) Skoðað 3941 sinnum
Re: Viltu nýta tölvuna þína og aðstoða vísindamenn með COVID-19
Sent: Fös 20. Mar 2020 07:20
af Tiger
Besti dagur vaktarinnar í gær, rúmlega 1,7m stig og mjökumst upp að sæti 1200, þegar við náum sæti 1200 þá getum við séð einstaklings skor allra og hver og einn fylgst með sínu.
- ppd.PNG (89.42 KiB) Skoðað 3857 sinnum
Klemmi skrifaði:Þarf ég að gera eitthvað sérstakt til að skjákortið kicki inn, eða bara bíða rólegur?
Ertu ekki farinn að fá WU fyrir skjákortið Klemmi, í fovitni hvað er 2070 Spuer að gefa í PPD?
Re: Viltu nýta tölvuna þína og aðstoða vísindamenn með COVID-19
Sent: Fös 20. Mar 2020 08:08
af blitz
Ég var í sama veseni og Klemmi - fékk GPU ekki til að folda.
Las mig aðeins til, opnaði GPU-Z og tók eftir því að ég var ekki með OpenGL driver uppsettann. Fór í Gefore Experience og setti driverinn fyrir GPU upp á nýtt og merkti við "clean install".
Við þetta fékk ég OpenGL og F@H byrjaði að folda á GPU samhliða CPU.
Re: Viltu nýta tölvuna þína og aðstoða vísindamenn með COVID-19
Sent: Fös 20. Mar 2020 08:46
af Tiger
Eru ekki samt örugglega allir að fá sér passkey áður en þeir byrja að folda? Þar eru bónusarnir og stigin hækka.
https://foldingathome.org/support/faq/points/passkey/
Re: Viltu nýta tölvuna þína og aðstoða vísindamenn með COVID-19
Sent: Fös 20. Mar 2020 09:31
af Klemmi
Tiger skrifaði:Ertu ekki farinn að fá WU fyrir skjákortið Klemmi, í fovitni hvað er 2070 Spuer að gefa í PPD?
Þetta er loksins komið í gang, endaði á því að gera clean install á skjákorts driverinn, en það dugði ekki til, henti þá F@H alveg út, með DATA og öllu, og þá loksins skilaði þetta sér
Takk fyrir aðstoðina strákar!
Re: Viltu nýta tölvuna þína og aðstoða vísindamenn með COVID-19
Sent: Lau 21. Mar 2020 00:12
af Klemmi
Voða breytilegt hvað PPD er m.v. mismunandi work units, er núna í kringum 1.600.000.
Re: Viltu nýta tölvuna þína og aðstoða vísindamenn með COVID-19
Sent: Lau 21. Mar 2020 00:45
af Tiger
Klemmi skrifaði:Voða breytilegt hvað PPD er m.v. mismunandi work units, er núna í kringum 1.600.000.
Nice.
Ertu ekki að folda fyrir vaktin.is liðið? Sé þú heftur "bara" skilað 238þús stigum, sem passar ekki miðað við 1.6milljón PPD.
Re: Viltu nýta tölvuna þína og aðstoða vísindamenn með COVID-19
Sent: Lau 21. Mar 2020 02:01
af Klemmi
Tiger skrifaði:Klemmi skrifaði:Voða breytilegt hvað PPD er m.v. mismunandi work units, er núna í kringum 1.600.000.
Nice.
Ertu ekki að folda fyrir vaktin.is liðið? Sé þú heftur "bara" skilað 238þús stigum, sem passar ekki miðað við 1.6milljón PPD.
Jú, þetta stoppaði samt eitthvað í dag, fann ekki work units, og svo var ég að spila leiki í kvöld
Re: Viltu nýta tölvuna þína og aðstoða vísindamenn með COVID-19
Sent: Lau 21. Mar 2020 02:14
af Danni V8
Búið að vera strembið að fá work units, en þeir eru á fullu að bæta úr því.
Þetta er staðan hjá mér núna
Ég þarf að restarta forritinu í hvert skipti þegar ég kem heim úr vinnunni til að það fari aftur að finna WU. Veit ekki hvers vegna en böggar mig lítið.
Hægt að sjá lista yfir liðið hér:
https://stats.foldingathome.org/team/184739 en finnst þetta vera ca sólarhrings gamlar tölur í hvert skipti. T.d. stemma ekki stigin hjá mér við það sem aðal síðan segir og sömuleiðis er staðan á liðinu þarna vs. síðunni sem Tiger póstaði ekki í samræmi.
Re: Viltu nýta tölvuna þína og aðstoða vísindamenn með COVID-19
Sent: Lau 21. Mar 2020 02:25
af Tiger
Danni V8 skrifaði:Búið að vera strembið að fá work units, en þeir eru á fullu að bæta úr því.
Þetta er staðan hjá mér núna
Ég þarf að restarta forritinu í hvert skipti þegar ég kem heim úr vinnunni til að það fari aftur að finna WU. Veit ekki hvers vegna en böggar mig lítið.
Hægt að sjá lista yfir liðið hér:
https://stats.foldingathome.org/team/184739 en finnst þetta vera ca sólarhrings gamlar tölur í hvert skipti. T.d. stemma ekki stigin hjá mér við það sem aðal síðan segir og sömuleiðis er staðan á liðinu þarna vs. síðunni sem Tiger póstaði ekki í samræmi.
Já hefur skánað helling síðustu 24 tíma að fá WU. Óþarfi að restarta folding í hvert sinn, farðu bara í advanced controls, og þa geturu hægri smellt á slotið sem fær ekki work unit, og gert PAUSE og svo FOLD aftur, þá byrjar það aftur að leita með nokra mínútna millibili.
Já þessar tölur eru ekki alveg live og er víst gríðarlegt backlog á öllu, t.d hefur hjá mér ekki uppfærst að ég sé með client-ana mína að folda fyrir vaktina heldur er fast á evga í 4 daga, á extremeoverclocking eru þær uppfærðar réttar á 3 tíma fresti. Styttist í 1200 sætið okkar, þá koma einstaklings tölur undir liðinu þar.
#FoldOn
Re: Viltu nýta tölvuna þína og aðstoða vísindamenn með COVID-19
Sent: Lau 21. Mar 2020 03:03
af halipuz1
Fæ aldre wus
Re: Viltu nýta tölvuna þína og aðstoða vísindamenn með COVID-19
Sent: Lau 21. Mar 2020 12:12
af Tiger
halipuz1 skrifaði:Fæ aldre wus
Hmm hvað meinaru með “aldrei”? Þá aldrei aldrei, eða sjaldan?
Búin að pása og byrja aftur td?
Gpu hjá mér virðist fá óhindrað núna en cpu ekki alveg, enda líklega fá WU fyrir 24 kjarna.
Re: Viltu nýta tölvuna þína og aðstoða vísindamenn með COVID-19
Sent: Lau 21. Mar 2020 16:46
af halipuz1
Tiger skrifaði:halipuz1 skrifaði:Fæ aldre wus
Hmm hvað meinaru með “aldrei”? Þá aldrei aldrei, eða sjaldan?
Búin að pása og byrja aftur td?
Gpu hjá mér virðist fá óhindrað núna en cpu ekki alveg, enda líklega fá WU fyrir 24 kjarna.
Virðist bara fá eitt og eitt en næ ekki almennilegu flugi á þessu.
EDIT: GPU nær að halda sér inní WU's en CPU fær ekkert. Leyfi því að vera
Re: Viltu nýta tölvuna þína og aðstoða vísindamenn með COVID-19
Sent: Lau 21. Mar 2020 18:25
af Danni V8
halipuz1 skrifaði:Tiger skrifaði:halipuz1 skrifaði:Fæ aldre wus
Hmm hvað meinaru með “aldrei”? Þá aldrei aldrei, eða sjaldan?
Búin að pása og byrja aftur td?
Gpu hjá mér virðist fá óhindrað núna en cpu ekki alveg, enda líklega fá WU fyrir 24 kjarna.
Virðist bara fá eitt og eitt en næ ekki almennilegu flugi á þessu.
EDIT: GPU nær að halda sér inní WU's en CPU fær ekkert. Leyfi því að vera
Ég lenti í þessu og googlaði aðeins, fann að þessu forriti er eitthvað illa við að nota oddatölu af kjörnum.
Það verður að vera einn kjarni af CPU frátekinn fyrir GPU vinnsluna (veit ekkert af hverju) og þegar þetta er stillt á default þá eru hinir notaðir fyrir CPU, sem gerir það að verkum að það verður oddatala í CPU.
Í mínu tilfelli fékk ég aldrei WU á CPU þegar forritið var í default tillingum með 5 kjarna, svo ég lækkaði í 4 kjarna og núna er CPU alveg jafn virkt og GPU.
Re: Viltu nýta tölvuna þína og aðstoða vísindamenn með COVID-19
Sent: Lau 21. Mar 2020 18:29
af Tiger
Ég var á því að með á hafa -1 og láta clientin sjálfan velja þá myndi hann velja það besta, sé að hann breytti mínum í 23, 24 og 22 til skiptis við að finna WU á tímabili.
Re: Viltu nýta tölvuna þína og aðstoða vísindamenn með COVID-19
Sent: Lau 21. Mar 2020 18:32
af halipuz1
Án þess að vera með CPU þá er þetta alveg ágætt, setti CPU í 4 eins og var nefnt fyrir ofan og sjá hvort það lagist eitthvað.
Re: Viltu nýta tölvuna þína og aðstoða vísindamenn með COVID-19
Sent: Lau 21. Mar 2020 19:02
af Tiger
halipuz1 skrifaði:Án þess að vera með CPU þá er þetta alveg ágætt, setti CPU í 4 eins og var nefnt fyrir ofan og sjá hvort það lagist eitthvað.
Geggjaðar tölur !! Hefur dottið niður á flókið WU, meðatalið fyrir 2080ti er í kringum 2.4m PPD, það hægir á því ef það fær sum WU. Vonum að þetta haldist bara áfram svona
Re: Viltu nýta tölvuna þína og aðstoða vísindamenn með COVID-19
Sent: Lau 21. Mar 2020 21:15
af Frost
Búinn að bæta mér í Vaktar hópinn. Er búinn að vera í PCMR hópnum í einhverja daga.