Síða 1 af 1
Vantar aðstoð með endurheimt á gögnum...
Sent: Mán 09. Mar 2020 08:05
af Molfo
Góðan daginn.
Ég er að reyna að endurheimta gögn af hörðum diski í fartölvu.
Það er ekki hægt að fara inn í Windows þannig að þetta þarf að vera bootable forrit.
Diskurinn er frekar illa farinn.. eitthvað forrit sem ég náði að keyra sagði diskinn vera 66% "í lagi"..
Ég er búin að prófa ýmis forrit en þau sem hafa virkað best eru demo forrit og geta því í raun ekki endurheimt neitt en þau finna slatta af gögnum til að endurheimta.
Ég er líka búinn að prófa að tengja diskinn við aðra tölvu en það gengur ekki.
Þannig að ég er að vonast eftir einhverjum uppástungum frá ykkur um hvaða forrit eru best í þetta.
s.s. bootable og svo forrit sem er gott í að endurheimta gögn..
Smá viðbót sem ég gleymdi að setja inn.. Ég er líka búinn að prófa að keyra upp Linux live... það var ekki að ná að hjálpa mér.
Kv.
Molfo
Re: Vantar aðstoð með endurheimt á gögnum...
Sent: Mán 09. Mar 2020 08:24
af Hjaltiatla
Til að byrja á því augljósa , ef þetta eru MJÖG mikilvæg gögn þá er best að leita til fagaðila og sleppa því að reyna þetta sjálfur.
Að því sögðu þá hefði ég persónulega byrjað á að boot-a Ubuntu live cd (það yfirskrifar öll Windows skráarréttindi) og athuga hvort gögn eru aðgengileg til þess að afrita yfir á flakkara. Til að vera öruggur þá myndi ég eflaust nota dd CLI tólið til að afrita yfir á annan disk (en það færi eftir mikilvægi gagna).
Re: Vantar aðstoð með endurheimt á gögnum...
Sent: Mán 09. Mar 2020 08:45
af Molfo
Sæll Hjalti.. takk fyrir þetta svar. Ég er búinn að uppfæra OP... gleymdi að setja inn að ég var búinn að prófa Linux án þess að það hjálpaði.
Þetta eru semi mikilvæg gögn. Gaurinn sem á þau er sko að læra það the hard way hvað það er mikilvægt að taka afrit.
Kv.
Molfo
Re: Vantar aðstoð með endurheimt á gögnum...
Sent: Mán 09. Mar 2020 08:49
af Sporður
Hjalti er búinn að segja það.
Fagaðili
Re: Vantar aðstoð með endurheimt á gögnum...
Sent: Mán 09. Mar 2020 08:51
af Hjaltiatla
Skil þig, á þessum tímapunkti hefði ég hugsanlega stoppað og komið máli yfir á data recovery verkstæði (en ef aðili tímir ekki að eyða neinum peningi því hann telur gögn ekki það mikilvæg) þá myndi maður einfaldlega prófa sig áfram því engin mál er alveg eins. Mögulega einhver aðili inná vaktinni komi með einhver ráð fyrir ykkur.
Gangi þér vel
Re: Vantar aðstoð með endurheimt á gögnum...
Sent: Mán 09. Mar 2020 10:59
af Hauxon
Í framhaldinu mæli með einhverju sem afritar sjálfkrafa, t.d. Backblaze.
Re: Vantar aðstoð með endurheimt á gögnum...
Sent: Mán 09. Mar 2020 11:11
af Hjaltiatla
Hauxon skrifaði:Í framhaldinu mæli með einhverju sem afritar sjálfkrafa, t.d. Backblaze.
Ekki slæm hugmynd.
Budget friendly leið er að útbúa Rclone scriptu sem keyrir automatically í task scheduler hvort sem það er bat/powershell eða python scripta.
Getur þá t.d notað nánast hvað cloud storage sem er til að eiga afrit af gögnum (en það er smá meira advanced pælingar).
Re: Vantar aðstoð með endurheimt á gögnum...
Sent: Mán 09. Mar 2020 11:57
af Hauxon
Hjaltiatla skrifaði:Hauxon skrifaði:Í framhaldinu mæli með einhverju sem afritar sjálfkrafa, t.d. Backblaze.
Ekki slæm hugmynd.
Budget friendly leið er að útbúa Rclone scriptu sem keyrir automatically í task scheduler hvort sem það er bat/powershell eða python scripta.
Getur þá t.d notað nánast hvað cloud storage sem er til að eiga afrit af gögnum (en það er smá meira advanced pælingar).
Já einmitt. Backblaze er reyndar skítódyrt. Ekkert mál að setju upp rsync og bakka upp á cloud eða diska annarstaðar en þú þarft að kaupa diska eða borga fyrir vistun í skýinu og sparnaðurinn ekki mikill.
Re: Vantar aðstoð með endurheimt á gögnum...
Sent: Mán 09. Mar 2020 12:13
af Hjaltiatla
Hauxon skrifaði:Hjaltiatla skrifaði:Hauxon skrifaði:Í framhaldinu mæli með einhverju sem afritar sjálfkrafa, t.d. Backblaze.
Ekki slæm hugmynd.
Budget friendly leið er að útbúa Rclone scriptu sem keyrir automatically í task scheduler hvort sem það er bat/powershell eða python scripta.
Getur þá t.d notað nánast hvað cloud storage sem er til að eiga afrit af gögnum (en það er smá meira advanced pælingar).
Já einmitt. Backblaze er reyndar skítódyrt. Ekkert mál að setju upp rsync og bakka upp á cloud eða diska annarstaðar en þú þarft að kaupa diska eða borga fyrir vistun í skýinu og sparnaðurinn ekki mikill.
Ok, tala nú aðallega frá mínu sjónarhorni. Flestir eru með Onedrive/Google drive og get nýtt sér það storage (þó svo að það kunni að vera hægvirkara að restore gögnum).
Ég nota rclone í dag með Onedrive og það er algjört drasl samanborið við Google drive.
Notaði sömu rclone scriptu til að synca gögnum (Google drive ekki með neitt vesen) en Þurfti að hægræða möppu strúktúr fyrir Onedrive.
En sætti mig við Microsoft því þeir eru ódýrari í það sem ég þarf.
Smá Heimild fyrir Onedrive Rantið mitt:
https://www.reddit.com/r/sysadmin/comme ... nt_to_use/
Re: Vantar aðstoð með endurheimt á gögnum...
Sent: Mán 09. Mar 2020 16:47
af Strákurinn
Hauxon skrifaði:Í framhaldinu mæli með einhverju sem afritar sjálfkrafa, t.d. Backblaze.
Ég get eindregið mælt með Backblaze, er með þetta á tvær vélar hjá mér.
Borga $15 á mánuði, $5 fyrir eina vél sem geymir backups í þrjá Mánuði eftir að vélin hefur síðast samband við þjónana þeirra og ein vél sem geymir backups í eitt ár.
Finnst $15 vera frekar hlægileg uppfærð fyrir þessi 6TB sem ég geymi hjá þeim.
Nota þetta einnig sem cloud storage til að komast í gögnin mín frá öðrum vélum ef ég þarf.
Re: Vantar aðstoð með endurheimt á gögnum...
Sent: Mán 09. Mar 2020 19:38
af mikkimás
Saklaus áhugamannaspurning í tilefni dagsins: eruð þið að geyma dulkóðuð gögn eða látið þið þeirra algoriþma dulkóða gögnin, eða hvernig er það?
Re: Vantar aðstoð með endurheimt á gögnum...
Sent: Mán 09. Mar 2020 20:05
af Cascade
Ég nota gdrive í gegnum gsuite og er með einhver 10TB þar
Læt rclone dulkóða allt svo fyrir Google er þett bara bull
Borga 12 USD á mánuði
Þetta nær að maxa nánast ljósið mitt eða um 60MB/s
Gæti mögulega tweakað til að fá meiri hraða en þetta er plenty
Re: Vantar aðstoð með endurheimt á gögnum...
Sent: Þri 10. Mar 2020 13:00
af Molfo
Takk fyrir hjálpina... ég fann nýlega Hirens CD útgáfu sem ég gat keyrt af USB kubb.
Ég næ vonandi að bjarga einhverju.. en eigandinn þarf svo að vinna í sínum málum með afritun.
Ég þarf ekki að skipta mér af því.. hann hefur allavega ekki beðið um hjálp við það.
Kv.
Molfo